Tvö efstu liðin fara áfram í milliriðil og telja margir að Íslendingar og Serbar séu tvö bestu liðin í riðlinum. Það er því mikið undir í dag.
Einar Jónsson, þjálfari Fram, og Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, og fyrrum landsliðsmaður voru gestir Stefáns Árna Pálssonar í sérstakri EM útgáfu af Pallborðinu á Vísi og á Stöð 2 Vísi.
Þar var hitað upp fyrir þátttöku íslenska landsliðsins á EM í handbolta en liðið hefur leik seinna í dag gegn Serbíu, rætt við íþróttafréttamenn Stöðvar 2 og Vísis sem staddir eru í Munchen í Þýskalandi.
Hér fyrir neðan má sjá Pallborðið í fullri lengd. Frábær upphitun fyrir stórleik Íslands og Serbíu á EM í handbolta seinna í dag.