Ekkert barnabann í Háskóla Íslands Lovísa Arnardóttir skrifar 13. janúar 2024 16:00 Kristinn Andersen hjá HÍ segir að skólinn reyni eftir bestu getu að koma til móts við fólk. Sama hvort það varðar börn þeirra eða einhver sérstök úrræði sem þau þurfa til að sinna námi sínu. Aðsend og Vísir/Vilhelm Ekki hafa komið upp nein vandamál hvað varðar viðveru barna í tímum við Háskóla Íslands eða brjóstagjöf. Það segir Kristinn Andersen sviðsstjóri kennslumála hjá Háskóla Íslands í samtali við fréttastofu. Fjallað var um það fyrr í vikunni að í Háskólanum á Akureyri sé barnabann í ákveðnum tímum og að það sé undir hverjum kennara komið að setja reglur í sínum kúrsi. Einstæð móðir með barn á brjósti sagði frá því að hún þyrfti annað hvort að hætta í einum kúrsinum eða sætta sig við lægri einkunn vegna þess að hún má ekki gefa brjóst inni í tíma, vegna barnabannsins. Forsvarsmenn HA sögðu reynt að koma til móts við foreldra en að gæta þyrfti hagsmuna annarra nemenda um leið. „Við könnuðum hjá okkur innan HÍ hvort viðvera með börn og brjóstagjöf við kennslu hafi verið vandamál. Svo hefur ekki verið og leyst hefur verið úr slíkum málum í samráði kennara og nemenda í hverju tilviki,“ segir Kristinn. Hann segir að ekki hafi komið til þess að reglur hafi verið settar um þessi mál í háskólanum. „Við höfðum samband við hvert fræðasvið en meginlínurnar í náminu eru settar á hverju sviði fyrir sig. Við spurðum hvort að svona mál hefðu komið upp og það kannaðist enginn við það,“ segir Kristinn. Börn oft með foreldrum sínum Hann segir að í svörum hafi komið fram að á sumum sviðum væri talsvert um það að fólk væri með börn og þá mæti þau stundum með foreldrum sínum. „Það hefur ekki verið neitt vandamál. Það hefur verið liðkað til fyrir því.“ Það er væntanlega verið að vinna allskonar verkefni á meðan þessu stendur? Hópaverkefni og fyrirlestra og annað? „Já og það var undir í þeim spurningum sem við sendum á sviðin. Að þetta væri almennt séð í náminu. Það voru engin tilvik sem fólk mundi eftir þar sem voru einhver vandræði.“ Myndið þið sjá eitthvað tilefni til þess að vera með einhvers konar barnabann? „Nei, nei, langt því frá. Við reynum að koma til móts við nemendur eins og hægt er. Það eru allskonar úrræði sama hvað það er. Hvort það eru fatlanir, sérþarfir eða sérúrræði. Háskólinn hefur reynt að verða við því eins og hægt er. Þvert á móti. Við reynum að vinna með nemendum. Það getur auðvitað verið misjafnt eftir kennurum en við höfum engar spurnir af öðru en að þetta hafi gengið smurt,“ segir Kristinn og að hann hafi sjálfur haft nemendur hjá sér með börn í tíma. Kristinn tók við stöðu sviðsstjóra kennslumála fyrir nokkrum mánuðum en kenndi verkfræði fyrir það. Hann segir viðveru barna ekki hafa verið vandamál. Mynd/Háskóli Íslands „Ég kenni verkfræði og það var ungur maður sem kom með barnavagn í kennslustund og það var besta mál og tilbreyting fyrir okkur.“ Sérstök aðstaða í prófi Kristinn segir að í prófum sé jafnframt komið til móts við nemendur sem þurfa að sinna brjóstagjöf með því að bjóða sérstaka aðstöðu til hennar. „Það er sérstakt herbergi þar sem konur geta gefið brjóst á meðan prófi stendur. Þannig það er passað upp á allt sé til staðar og tekið tillit til þeirra.“ Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vikunni að í Háskólanum á Akureyri sé barnabann í ákveðnum tímum og að það sé undir hverjum kennara komið að setja reglur í sínum kúrsi. Einstæð móðir með barn á brjósti sagði frá því að hún þyrfti annað hvort að hætta í einum kúrsinum eða sætta sig við lægri einkunn vegna þess að hún má ekki gefa brjóst inni í tíma, vegna barnabannsins. Forsvarsmenn HA sögðu reynt að koma til móts við foreldra en að gæta þyrfti hagsmuna annarra nemenda um leið. „Við könnuðum hjá okkur innan HÍ hvort viðvera með börn og brjóstagjöf við kennslu hafi verið vandamál. Svo hefur ekki verið og leyst hefur verið úr slíkum málum í samráði kennara og nemenda í hverju tilviki,“ segir Kristinn. Hann segir að ekki hafi komið til þess að reglur hafi verið settar um þessi mál í háskólanum. „Við höfðum samband við hvert fræðasvið en meginlínurnar í náminu eru settar á hverju sviði fyrir sig. Við spurðum hvort að svona mál hefðu komið upp og það kannaðist enginn við það,“ segir Kristinn. Börn oft með foreldrum sínum Hann segir að í svörum hafi komið fram að á sumum sviðum væri talsvert um það að fólk væri með börn og þá mæti þau stundum með foreldrum sínum. „Það hefur ekki verið neitt vandamál. Það hefur verið liðkað til fyrir því.“ Það er væntanlega verið að vinna allskonar verkefni á meðan þessu stendur? Hópaverkefni og fyrirlestra og annað? „Já og það var undir í þeim spurningum sem við sendum á sviðin. Að þetta væri almennt séð í náminu. Það voru engin tilvik sem fólk mundi eftir þar sem voru einhver vandræði.“ Myndið þið sjá eitthvað tilefni til þess að vera með einhvers konar barnabann? „Nei, nei, langt því frá. Við reynum að koma til móts við nemendur eins og hægt er. Það eru allskonar úrræði sama hvað það er. Hvort það eru fatlanir, sérþarfir eða sérúrræði. Háskólinn hefur reynt að verða við því eins og hægt er. Þvert á móti. Við reynum að vinna með nemendum. Það getur auðvitað verið misjafnt eftir kennurum en við höfum engar spurnir af öðru en að þetta hafi gengið smurt,“ segir Kristinn og að hann hafi sjálfur haft nemendur hjá sér með börn í tíma. Kristinn tók við stöðu sviðsstjóra kennslumála fyrir nokkrum mánuðum en kenndi verkfræði fyrir það. Hann segir viðveru barna ekki hafa verið vandamál. Mynd/Háskóli Íslands „Ég kenni verkfræði og það var ungur maður sem kom með barnavagn í kennslustund og það var besta mál og tilbreyting fyrir okkur.“ Sérstök aðstaða í prófi Kristinn segir að í prófum sé jafnframt komið til móts við nemendur sem þurfa að sinna brjóstagjöf með því að bjóða sérstaka aðstöðu til hennar. „Það er sérstakt herbergi þar sem konur geta gefið brjóst á meðan prófi stendur. Þannig það er passað upp á allt sé til staðar og tekið tillit til þeirra.“
Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Háskólar Akureyri Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira