Lai Ching-te kjörinn forseti í Taívan Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 16:22 Er þetta í þriðja kjörtímabilið í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er með einn úr sínum röðum í embættinu. Laí Chingte bar sigur úr býtum í forsetakosningum í Taívan sem efnt var til á dögunum. Niðurstöðurnar komu í ljós í dag. Þetta eru þriðju kosningarnar í röð sem Lýðræðislegi framfaraflokkurinn hlýtur sigur í forsetakosningum í óþökk stjórnvalda í Peking en hann hefur verið horn í síðu ráðamanna þar síðan hann tók við stjórn embættisins. Samkvæmt Guardian var Laí áður varaforseti í ríkisstjórn Tsaí Ingwen úr sama flokki. Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er sjálfstæðissinnaður og þykir stefna þeirra í utanríkismálum ekki bjóða upp á mikla samvinnu við yfirvöld í Kína. Aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði Kína hefur haldið því fram að Taívan tilheyri landinu alveg frá því að ríkisstjórn var komið upp á eyjunni í kjölfar kínversku borgarastyrjaldarinnar. Rauði her Maós bar sigur úr býtum í þeirri styrjöld og eftir að hafa gert hlé á átökum milli síns og hins þjóðernissinnaða Kuómintang-flokksins til að sigrast á Japönum og binda enda á hernám þeirra á Kína hrakti kommúnistaflokkurinn Kuómintang-menn, undir stjórn Chiang Kai-shek, í útlegð á Taívan. Þar komu Kuómintang-menn upp einræðisstjórn eins og á meginlandinu en héldu því samt fram að þeir væru hin réttmæta ríkisstjórn Kína. Smám saman dróst áhuginn á sameiningu saman og fór taívanska þjóðin í auknum mæli að vilja tryggja sjálfstæði sitt og öryggi frá herskáu leiðtogunum í Peking. Þá sérstaklega þegar mikil lýðræðis- og frelsisvæðing átti sér stað í landinu þegar leið á 20. öldina. Taívan er með eigin stjórn- og dómskerfi en hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. „Sigur fyrir öll lýðræðisríki heims“ Eftir að ljóst var að Laí hlyti kjör flutti hann ræðu þar sem hann ítrekaði rétt Taívana til að kjósa sér sinn forseta. Flokkurinn hans missti þó meirihlutann sinn í taívanska þinginu. Hann segir niðurstöðurnar vera sigur fyrir öll lýðræðisríki heims og að þær sýndu að kjósendur hefðu sigrað í baráttunni við utanaðkomandi öfl. Þar á hann við tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og tryggja ósigur flokksins. Kosningaherferð Lýðræðislega framfaraflokksins gekk út á að hann væri flokkur varkárrar andspyrnu við Kína. Flokksmenn telji það mikilvægt að forðast það að styggja yfirvöld á meginlandinu en að tryggja öryggi þjóðarinnar og byggja upp samband sitt við Bandaríkin og bandamenn þeirra. Taívan Kína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Samkvæmt Guardian var Laí áður varaforseti í ríkisstjórn Tsaí Ingwen úr sama flokki. Lýðræðislegi framfaraflokkurinn er sjálfstæðissinnaður og þykir stefna þeirra í utanríkismálum ekki bjóða upp á mikla samvinnu við yfirvöld í Kína. Aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði Kína hefur haldið því fram að Taívan tilheyri landinu alveg frá því að ríkisstjórn var komið upp á eyjunni í kjölfar kínversku borgarastyrjaldarinnar. Rauði her Maós bar sigur úr býtum í þeirri styrjöld og eftir að hafa gert hlé á átökum milli síns og hins þjóðernissinnaða Kuómintang-flokksins til að sigrast á Japönum og binda enda á hernám þeirra á Kína hrakti kommúnistaflokkurinn Kuómintang-menn, undir stjórn Chiang Kai-shek, í útlegð á Taívan. Þar komu Kuómintang-menn upp einræðisstjórn eins og á meginlandinu en héldu því samt fram að þeir væru hin réttmæta ríkisstjórn Kína. Smám saman dróst áhuginn á sameiningu saman og fór taívanska þjóðin í auknum mæli að vilja tryggja sjálfstæði sitt og öryggi frá herskáu leiðtogunum í Peking. Þá sérstaklega þegar mikil lýðræðis- og frelsisvæðing átti sér stað í landinu þegar leið á 20. öldina. Taívan er með eigin stjórn- og dómskerfi en hefur aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. „Sigur fyrir öll lýðræðisríki heims“ Eftir að ljóst var að Laí hlyti kjör flutti hann ræðu þar sem hann ítrekaði rétt Taívana til að kjósa sér sinn forseta. Flokkurinn hans missti þó meirihlutann sinn í taívanska þinginu. Hann segir niðurstöðurnar vera sigur fyrir öll lýðræðisríki heims og að þær sýndu að kjósendur hefðu sigrað í baráttunni við utanaðkomandi öfl. Þar á hann við tilraunir Kínverja til að hafa áhrif á niðurstöður kosninga og tryggja ósigur flokksins. Kosningaherferð Lýðræðislega framfaraflokksins gekk út á að hann væri flokkur varkárrar andspyrnu við Kína. Flokksmenn telji það mikilvægt að forðast það að styggja yfirvöld á meginlandinu en að tryggja öryggi þjóðarinnar og byggja upp samband sitt við Bandaríkin og bandamenn þeirra.
Taívan Kína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira