Ten Hag pirraður yfir aulamörkum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. janúar 2024 23:31 Ten Hag á hliðarlínunni í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, var ósáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í 2-2 jafntefli dagsins við Tottenham Hotspur. Man United tók á móti Tottenham á Old Trafford og komst yfir snemma leiks. Gestirnir jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu en heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir löbbuðu einfaldlega í gegnum vörn heimaliðsins. Ten Hag var allt annað en sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í dag. „Ég tel okkur hafa skorað tvö frábær mörk en við fengum á okkur tvö aulamörk. Síðara markið kemur efir markspyrnu, við hefðum átt að verjast betur. Við áttum góða kafla, skorum tvö mörk og sköpum færi.“ Það kom á óvart að Diogo Dalot hafi verið í hægri bakverði og Aaron Wan-Bissaka vinstra megin. „Við reiknuðum með að Luke Shaw myndi spila í dag og stilltum því upp þannig. Hann dró sig síðan úr hóp í morgun því hann var ekki leikfær. Til að þurfa ekki að breyta of miklu ákváðum við að setja Wan-Bissaka í vinstri bakvörð.“ Ten Hag vildi vítaspyrnu þegar Alejandro Garnacho féll í teignum. „Hvað getur maður gert? Ég er vanur þessu, þetta hefur verið svona allt tímabilið.“ Þjálfarinn sagði einnig að Scott McTominay hafi brennt af færi sem hann skorar úr í 10 skipti af 10 á venjulegum degi. Þá hrósaði hann Rasmus Höjlund og Marcus Rashford. „Ég vona að þeir haldi áfram, þeir eru að tengjast betri böndum og það þarftu framarlega á vellinum þar sem ákvarðanir eru teknar á örskotsstundu.“ „Ég held það hafi áhrif á öll lið þegar framherjar þess eru ekki að skora. Það hefur áhrif á allt liðið og gerir alla óörugga,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir leik dagsins er Man United í 7. sæti með 32 stig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Man United tók á móti Tottenham á Old Trafford og komst yfir snemma leiks. Gestirnir jöfnuðu með marki eftir hornspyrnu en heimamenn leiddu 2-1 í hálfleik. Gestirnir jöfnuðu metin í upphafi síðari hálfleiks þegar þeir löbbuðu einfaldlega í gegnum vörn heimaliðsins. Ten Hag var allt annað en sáttur með mörkin sem hans menn fengu á sig í dag. „Ég tel okkur hafa skorað tvö frábær mörk en við fengum á okkur tvö aulamörk. Síðara markið kemur efir markspyrnu, við hefðum átt að verjast betur. Við áttum góða kafla, skorum tvö mörk og sköpum færi.“ Það kom á óvart að Diogo Dalot hafi verið í hægri bakverði og Aaron Wan-Bissaka vinstra megin. „Við reiknuðum með að Luke Shaw myndi spila í dag og stilltum því upp þannig. Hann dró sig síðan úr hóp í morgun því hann var ekki leikfær. Til að þurfa ekki að breyta of miklu ákváðum við að setja Wan-Bissaka í vinstri bakvörð.“ Ten Hag vildi vítaspyrnu þegar Alejandro Garnacho féll í teignum. „Hvað getur maður gert? Ég er vanur þessu, þetta hefur verið svona allt tímabilið.“ Þjálfarinn sagði einnig að Scott McTominay hafi brennt af færi sem hann skorar úr í 10 skipti af 10 á venjulegum degi. Þá hrósaði hann Rasmus Höjlund og Marcus Rashford. „Ég vona að þeir haldi áfram, þeir eru að tengjast betri böndum og það þarftu framarlega á vellinum þar sem ákvarðanir eru teknar á örskotsstundu.“ „Ég held það hafi áhrif á öll lið þegar framherjar þess eru ekki að skora. Það hefur áhrif á allt liðið og gerir alla óörugga,“ sagði Ten Hag að endingu. Eftir leik dagsins er Man United í 7. sæti með 32 stig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25 Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Ange hrósaði leikmönnum sínum í hástert „Ég er hæstánægður, við spiluðum virkilega vel. Auðvitað byrjuðum við ekki vel, fengum á okkur mark, og vitum í hvaða stöðu Manchester United er hvað varðar að þurfa að ná í úrslit,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham Hotspur, eftir 2-2 jafntefli liðsins á Old Trafford í dag. 14. janúar 2024 20:25