Er einhver fullorðinn á svæðinu? Guðjón Idir skrifar 15. janúar 2024 07:30 Sjáum fyrir okkur skólabekk. Það er enginn fullorðinn á svæðinu (kannski fullorðinn í aldri). Það eru einn eða tveir krakkar sem leggja skotmörkin sem þeim finnast auðveldust í einelti. Allir í bekknum leyfa því að viðgangast. Flestir taka stöku sinnum þátt, bæði til að velja „rétt lið” og þannig kaupa sér vinsældir, en líka til að fyrirbyggja að þau sjálf verði skotmörk síðar meir. Þessi uppdregna mynd lýsir heiminum og samskiptum þjóða, það er að segja, samskiptum þeirra sem fara með völd ríkra og vopnvæddra þjóða gagnvart íbúum þjóða sem á marga vegu standa verr. Og Ísland er þarna klappstýra eineltisseggjanna sem undiroka þá sem síst geta varist. Meðhlæjandi í skólastofunni. Þetta er alvarlegt í skólastofum en þegar þetta er heimurinn allur þá er nærtækast að kalla þetta kollektífa siðblindu. Það er enginn fullorðinn á svæðinu. Ég hef skrifað þingheimi öllum til að ýta á eftir að stjórnmálasambandi við Ísrael - sem er að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni - sé slitið. Ég hef spurt hvort þau ætli sér í alvöru að sitja hjá. Hvort þau ætli sér ekki að beita sér á alþjóðavettvangi. En engin svör fengið. Það er enn tækifæri til að styðja málsókn Suður Afríku á hendur Ísrael hjá Alþjóðadómstólnum, og vera þar með fyrsta Vestræna ríkið til að sýna lágmarks sómakennd, heiðarlega samvisku og manndóm. Þá spurði ég hvort frami og efnahagslegir hagsmunir vægu þyngra en heiðarleg samviska. Það hefur líklega alltaf átt við. Íslensk stjórnvöld hafa sjaldan tekið einhvers konar áhættur til að fylgja sannfæringu þess sem þekkir muninn á réttu og röngu, þegar það er í óþökk ríkja sem mestu ítökin hafa og ógeðslegustu sögusporin. Ég kalla enn og aftur eftir því að þjóðarmorð Ísraels sé harðlega fordæmt af íslenskum stjórnvöldum, að stjórnmálasambandi sé tafarlaust slitið, og að sjálfsögðu að stjórnvöld beiti sér raunverulega fyrir því að sameina fjölskyldur þeirra palestínubúa sem hingað eru komnir til að bjarga þeim sem hægt er að bjarga frá morðóðum ísraelsher. Hvað ætlið þið að horfa upp á mörg börn myrt? Hvað ætlið þið að horfa upp á marga lækna, hjúkrunarfræðinga, og sjúkraliða myrta? Hvað á að sætta sig að mörg börn þurfi skurðaðgerðir án deyfingar? Hversu marga má horfa upp á farast úr hungri eða ofkælingu? Án þess að segja múkk! Er einhver fullorðinn á svæðinu? Höfundur er heimspekingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sjáum fyrir okkur skólabekk. Það er enginn fullorðinn á svæðinu (kannski fullorðinn í aldri). Það eru einn eða tveir krakkar sem leggja skotmörkin sem þeim finnast auðveldust í einelti. Allir í bekknum leyfa því að viðgangast. Flestir taka stöku sinnum þátt, bæði til að velja „rétt lið” og þannig kaupa sér vinsældir, en líka til að fyrirbyggja að þau sjálf verði skotmörk síðar meir. Þessi uppdregna mynd lýsir heiminum og samskiptum þjóða, það er að segja, samskiptum þeirra sem fara með völd ríkra og vopnvæddra þjóða gagnvart íbúum þjóða sem á marga vegu standa verr. Og Ísland er þarna klappstýra eineltisseggjanna sem undiroka þá sem síst geta varist. Meðhlæjandi í skólastofunni. Þetta er alvarlegt í skólastofum en þegar þetta er heimurinn allur þá er nærtækast að kalla þetta kollektífa siðblindu. Það er enginn fullorðinn á svæðinu. Ég hef skrifað þingheimi öllum til að ýta á eftir að stjórnmálasambandi við Ísrael - sem er að fremja þjóðarmorð á palestínsku þjóðinni - sé slitið. Ég hef spurt hvort þau ætli sér í alvöru að sitja hjá. Hvort þau ætli sér ekki að beita sér á alþjóðavettvangi. En engin svör fengið. Það er enn tækifæri til að styðja málsókn Suður Afríku á hendur Ísrael hjá Alþjóðadómstólnum, og vera þar með fyrsta Vestræna ríkið til að sýna lágmarks sómakennd, heiðarlega samvisku og manndóm. Þá spurði ég hvort frami og efnahagslegir hagsmunir vægu þyngra en heiðarleg samviska. Það hefur líklega alltaf átt við. Íslensk stjórnvöld hafa sjaldan tekið einhvers konar áhættur til að fylgja sannfæringu þess sem þekkir muninn á réttu og röngu, þegar það er í óþökk ríkja sem mestu ítökin hafa og ógeðslegustu sögusporin. Ég kalla enn og aftur eftir því að þjóðarmorð Ísraels sé harðlega fordæmt af íslenskum stjórnvöldum, að stjórnmálasambandi sé tafarlaust slitið, og að sjálfsögðu að stjórnvöld beiti sér raunverulega fyrir því að sameina fjölskyldur þeirra palestínubúa sem hingað eru komnir til að bjarga þeim sem hægt er að bjarga frá morðóðum ísraelsher. Hvað ætlið þið að horfa upp á mörg börn myrt? Hvað ætlið þið að horfa upp á marga lækna, hjúkrunarfræðinga, og sjúkraliða myrta? Hvað á að sætta sig að mörg börn þurfi skurðaðgerðir án deyfingar? Hversu marga má horfa upp á farast úr hungri eða ofkælingu? Án þess að segja múkk! Er einhver fullorðinn á svæðinu? Höfundur er heimspekingur.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun