Fótbolti

Ísraelskur fótboltamaður hand­tekinn í Tyrk­landi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sagiv Jehezkel er á sínu fyrsta tímabili í Tyrklandi.
Sagiv Jehezkel er á sínu fyrsta tímabili í Tyrklandi. Getty/Jose Miguel Fernandez

Ísraelski knattspyrnumaðurinn Sagiv Jehezkel var handtekinn í Tyrklandi í gær eftir að hafa vakið athygli á stríðinu á milli Ísraels og Hamas-samtakanna.

Dómsmálaráðherra Tyrklands hafði áður tilkynnti það að rannsókn væri farin af stað þar sem Jehezkel væri grunaður um hatursglæp.

Ástæða þessa eru fagnaðarlæti Jehezkel um helgina. Jehezkel fagnaði marki fyrir Antalyaspor á móti Trabsponspor með umbúðir á vinstri úlnlið sínum. Þar stóð: „100 dagar. 07/10.“

Með þessu var leikmaðurinn að vísa til þess að það eru hundrað dagar síðan stríðið hófst með hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna. Síðan þá hafa Ísraelsmenn lagt Gasasvæðið í rúst með miklu manntjóni og algjörum hörmungum á svæðinu.

„Ríkissaksóknarinn í Antalya hefur hafið mál gegn Sagiv Jehezkel fyrir að ýta undir hatur með fagna fjöldamorðum Ísraelsmanna á Gasasvæðinu,“ skrifaði Yilmaz Tunc, dómsmálaráðherra Tyrklands á samfélagsmiðlum.

Sagiv Jehezkel er 28 ára gamall hægri bakvörður eða kantmaður. Hann hefur spilað með Antalyaspor frá því í september en lék áður með Hapoel Be'er Sheva í Írsael. Hann hefur spilað átta landsleiki með Ísrael frá árinu 2022.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×