Jákvætt að sjá að varnargarðarnir virki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2024 08:24 Þorvaldur segir ýmislegt hafa lærst af eldgosum síðustu ára á Reykjanesi. Þá hafi gildi varnargarðanna sýnt sig og sannað í þessu nýjasta gosi. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir jákvætt að sjá að varnargarðarnir, sem byrjað var að reisa fyrir norðan Grindavík í byrjun mánaðar, hafi virkað og haldið mestöllu hrauninu frá bænum. „Við sjáum það kannski fyrst og fremst að það hefur dregið virkilega úr rennslinu og framleiðnin í gosinu hefur dregist virkilega saman. Sprungan sem opnaðist rétt norðan við Grindavík virðist hafa lognast út af í nótt, sem eru jákvæðar fréttir,“ sagði Þorvaldur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú rétt eftir klukkan átta. Hann segir virknina mesta á miðri sprungunni og hún haldist mest fyrir norðan varnargarðinn. „Sem skilaði sínu svo sannarlega. Hann bjargaði því sem bjargað var, hann hélt miklu af þessum hrauni fyrir norðan og beindi því í vesturátt. Það er jákvæði hlutinn úr þessu en skelfilegi hlutinn er að það hafa orðið skemmdir í Grindavík og húseignir eyðilagst,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort honum hafi komið á óvart þegar syðri sprungan opnaðist segir Þorvaldur það hafa komið sér svolítið á óvart. „Já, það kom mér pínulítið á óvart, þó það hafi alltaf verið vitað að það gæti gerst. Miðað við hvernig gangurinn var í gosinu og það var ekkert augljóst að gerast sem benti til að væri aukning í framleiðninni og þannig auka þrýstingur til að opna nýjar sprungur. Það var ekkert augljóst út frá því sem við vorum að sjá á þessari nyrðri sprungu að svona væri í bígerð.“ Vísindamenn hafi lært ýmislegt á síðustu fjórum árum og mikil reynsla byggst upp. „Sérstaklega hvað varðar hegðunina undir yfirborði og eins líka hvernig hraun hegðar sér og við hverju við megum búast þar. Eitt sem er kannski athyglisvert í sambandi við hraunflæði er að í flestum þessum gosum hefur alla vega hluti af hraunflæði verið í opnum rásum, sem þýðir að það tapar hita frekar fljótt og á því mjög erfitt að ná verulegri lengd. Það er ágætt að hafa reynslu af því,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37 Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
„Við sjáum það kannski fyrst og fremst að það hefur dregið virkilega úr rennslinu og framleiðnin í gosinu hefur dregist virkilega saman. Sprungan sem opnaðist rétt norðan við Grindavík virðist hafa lognast út af í nótt, sem eru jákvæðar fréttir,“ sagði Þorvaldur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú rétt eftir klukkan átta. Hann segir virknina mesta á miðri sprungunni og hún haldist mest fyrir norðan varnargarðinn. „Sem skilaði sínu svo sannarlega. Hann bjargaði því sem bjargað var, hann hélt miklu af þessum hrauni fyrir norðan og beindi því í vesturátt. Það er jákvæði hlutinn úr þessu en skelfilegi hlutinn er að það hafa orðið skemmdir í Grindavík og húseignir eyðilagst,“ segir Þorvaldur. Inntur eftir því hvort honum hafi komið á óvart þegar syðri sprungan opnaðist segir Þorvaldur það hafa komið sér svolítið á óvart. „Já, það kom mér pínulítið á óvart, þó það hafi alltaf verið vitað að það gæti gerst. Miðað við hvernig gangurinn var í gosinu og það var ekkert augljóst að gerast sem benti til að væri aukning í framleiðninni og þannig auka þrýstingur til að opna nýjar sprungur. Það var ekkert augljóst út frá því sem við vorum að sjá á þessari nyrðri sprungu að svona væri í bígerð.“ Vísindamenn hafi lært ýmislegt á síðustu fjórum árum og mikil reynsla byggst upp. „Sérstaklega hvað varðar hegðunina undir yfirborði og eins líka hvernig hraun hegðar sér og við hverju við megum búast þar. Eitt sem er kannski athyglisvert í sambandi við hraunflæði er að í flestum þessum gosum hefur alla vega hluti af hraunflæði verið í opnum rásum, sem þýðir að það tapar hita frekar fljótt og á því mjög erfitt að ná verulegri lengd. Það er ágætt að hafa reynslu af því,“ segir Þorvaldur. Hlusta má á viðtalið við Þorvald í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Bítið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37 Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17 Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Ekki öruggt að senda fólk inn í bæinn Samskiptastjóri almannavarna segir ekki öruggt að senda fólk inn í Grindavík til að reyna að kæla hraunið sem þangað rennur. Hraunflæði úr syðri sprungunni, sem er nær bænum, virðist hafa minnkað talsvert í nótt. 15. janúar 2024 06:37
Vaktin: Syðri sprungan að gefa upp öndina Eldgos hófst norðan Grindavíkur, suðsuðaustan Hagafells, rétt fyrir klukkan átta í gærmorgun, sunnudag. Gosið kom úr sprungu sem var utan við varnargarða sem gerðir höfðu verið til að verja Grindavíkurbæ. 15. janúar 2024 04:17
Eldgosið tekið fyrir í heimspressunni Margir stærstu fjölmiðla heims hafa fjallað um eldgosið sem hófst norðan Grindavíkur í gærmorgun. 15. janúar 2024 02:30