Um er að ræða fyrsta forvalið en þeir sem taldir eru sigurstranglegastir eru Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Norður-Karólínu, Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, og athafnamaðurinn Vivek Ramaswamy.
Trump leiðir í öllum skoðanakönnunum en samkvæmt nýjustu spám fær hann rétt tæplega helming atkvæða. Næst á eftir kemur Haley með tuttugu prósent, DeSantis með sextán prósent og Ramaswamy svo með átta prósent.
Nái Trump að sigra með svo miklum yfirburðum styrkir það stöðu hans gríðarlega en reynist spárnar réttar verður þetta stærsti sigur frambjóðanda Repúblikanaflokksins sem er ekki er sitjandi forseti. Metið á Bob Dole en hann sigraði með þrettán prósentustiga mun árið 1988.