Viðbrögð við nýjum veruleika Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 15. janúar 2024 15:01 Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga. Það er vart hægt að ímynda sér þá vanmáttartilfinningu að vera vísað af heimilum sínum, vera vísað á brott frá griðastað fjölskyldunnar, vera vísað úr húsum sínum sem geyma góðar minningar og framtíðar vonir. Þá vanmáttartilfinningu að horfa á heimili sitt úr fjarska í myndefni fjölmiðla og sjá þá ógnvekjandi eyðileggingu sem óvægin náttúruöflin valda. Þá vanmáttartilfinningu að mega ekki vitja eigna sinna og geta ekkert aðhafst í eignabjörgun. Stefna stjórnvalda í málefnum Grindvíkinga, hefur verið að leggja kapp á vinna að endurbótum bæjarins eftir því sem aðstæður og framtíðarhorfur leyfa. En gærdagurinn og sá sorglegi atburður sem átti sér stað í síðustu viku, þegar maður sem vann við endurbætur í Grindavík, hvarf ofan í jörðina, eru þættir sem marka mikil skil í aðstæðum og umfangi þess veigamikla verkefnis að endurreisa blómlega byggð í Grindavík. Vonin er mikilvæg og verðugt að halda í hana sem lengst, en jafnframt vita hvar þarf að endurmeta tiltekna tilvist hennar og af rökhyggju vera reiðubúin að sleppa af henni takinu. Láta hana ekki vera aftrandi afl í að leita annarra leiða til lengri tíma, því vonin getur líka snúist í vonbrigði. Margir stjórnmálamenn hafa nú stigið fram í fjölmiðlum og rætt um næstu skref í kjölfar þessara atburða. Fram kom í máli forsetisráðherra í gær að nú í dag yrðu kynntar framhaldsaðgerðir fyrir Grindvíkinga. En í hverju því verki er ákefðar krefur, þá þarf líka að gefa sér stund til að staldra við, líta heildrænt á hluti og horfa til þess hvaða gæði og gildi vega þyngst í því sem ákvarða á. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa ávallt svör við öllu, vandaðir stjórnmálamenn þurfa öðru fremur að kunna að hlusta. Leitast við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem þeir eiga við hverju sinni í embættis- og þingverkum sínum. Leitast við að hlusta á þá einstaklinga er veita þeim umboð til verka sinna, þá einstaklinga sem stjórmálamenn sækja völd sín til í lögbundinni kosningu. Þess ber þó að geta að samkvæmt 48 gr. Stjórnarskrár Íslands eru alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína. En sú sannfæring er best byggð á traustum og trúverðugum grunni upplýsinga og álits þeirra sem best þekkja til hverju sinni. Í þeirri stöðu sem nú er uppi þá eru það öðrum fremur íbúar Grindavíkur og fræðimenn á sviði jarðvísinda. Nú þarf viðbrögð við nýjum veruleika, ljóst er að eyðilegging í Grindavík er meiri en vonað var. Margir íbúar Grindavíkur eru í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíðarhorfur. Verkefni stjórnvalda nú er að tryggja öryggi og velferð manna og dýra þess samfélags. Leita allra leiða til að greiða götu fólks í að koma undir sig fótunum fjarri hættusvæðum og ótta, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Finna þarf mannúðlega lausn á eignarhaldi húsnæðis í Grindavík, sem lokar þó ekki á endurkomu þegar aðstæður leyfa. Verkefni stjórnvalda er að vinna þau verk af kostgæfni og kærleika með einlægan vilja og óskir íbúa Grindavíkur að leiðarljósi Þó byggð kunni mögulega ekki að byggjast á ný í bráð, þá verður Grindavík þar sem Grindvíkingar eru. Eitt sinn Grindvíkingur ávallt Grindvíkingur. Höfundur er forstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga. Það er vart hægt að ímynda sér þá vanmáttartilfinningu að vera vísað af heimilum sínum, vera vísað á brott frá griðastað fjölskyldunnar, vera vísað úr húsum sínum sem geyma góðar minningar og framtíðar vonir. Þá vanmáttartilfinningu að horfa á heimili sitt úr fjarska í myndefni fjölmiðla og sjá þá ógnvekjandi eyðileggingu sem óvægin náttúruöflin valda. Þá vanmáttartilfinningu að mega ekki vitja eigna sinna og geta ekkert aðhafst í eignabjörgun. Stefna stjórnvalda í málefnum Grindvíkinga, hefur verið að leggja kapp á vinna að endurbótum bæjarins eftir því sem aðstæður og framtíðarhorfur leyfa. En gærdagurinn og sá sorglegi atburður sem átti sér stað í síðustu viku, þegar maður sem vann við endurbætur í Grindavík, hvarf ofan í jörðina, eru þættir sem marka mikil skil í aðstæðum og umfangi þess veigamikla verkefnis að endurreisa blómlega byggð í Grindavík. Vonin er mikilvæg og verðugt að halda í hana sem lengst, en jafnframt vita hvar þarf að endurmeta tiltekna tilvist hennar og af rökhyggju vera reiðubúin að sleppa af henni takinu. Láta hana ekki vera aftrandi afl í að leita annarra leiða til lengri tíma, því vonin getur líka snúist í vonbrigði. Margir stjórnmálamenn hafa nú stigið fram í fjölmiðlum og rætt um næstu skref í kjölfar þessara atburða. Fram kom í máli forsetisráðherra í gær að nú í dag yrðu kynntar framhaldsaðgerðir fyrir Grindvíkinga. En í hverju því verki er ákefðar krefur, þá þarf líka að gefa sér stund til að staldra við, líta heildrænt á hluti og horfa til þess hvaða gæði og gildi vega þyngst í því sem ákvarða á. Það er ekki hlutverk stjórnmálamanna að hafa ávallt svör við öllu, vandaðir stjórnmálamenn þurfa öðru fremur að kunna að hlusta. Leitast við að afla sér þekkingar á þeim viðfangsefnum sem þeir eiga við hverju sinni í embættis- og þingverkum sínum. Leitast við að hlusta á þá einstaklinga er veita þeim umboð til verka sinna, þá einstaklinga sem stjórmálamenn sækja völd sín til í lögbundinni kosningu. Þess ber þó að geta að samkvæmt 48 gr. Stjórnarskrár Íslands eru alþingismenn aðeins bundnir við sannfæringu sína. En sú sannfæring er best byggð á traustum og trúverðugum grunni upplýsinga og álits þeirra sem best þekkja til hverju sinni. Í þeirri stöðu sem nú er uppi þá eru það öðrum fremur íbúar Grindavíkur og fræðimenn á sviði jarðvísinda. Nú þarf viðbrögð við nýjum veruleika, ljóst er að eyðilegging í Grindavík er meiri en vonað var. Margir íbúar Grindavíkur eru í mikilli óvissu um sína framtíð og framtíðarhorfur. Verkefni stjórnvalda nú er að tryggja öryggi og velferð manna og dýra þess samfélags. Leita allra leiða til að greiða götu fólks í að koma undir sig fótunum fjarri hættusvæðum og ótta, hvort sem það verður til skemmri eða lengri tíma. Finna þarf mannúðlega lausn á eignarhaldi húsnæðis í Grindavík, sem lokar þó ekki á endurkomu þegar aðstæður leyfa. Verkefni stjórnvalda er að vinna þau verk af kostgæfni og kærleika með einlægan vilja og óskir íbúa Grindavíkur að leiðarljósi Þó byggð kunni mögulega ekki að byggjast á ný í bráð, þá verður Grindavík þar sem Grindvíkingar eru. Eitt sinn Grindvíkingur ávallt Grindvíkingur. Höfundur er forstjóri.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun