Enski boltinn

E­ver­ton og Notting­ham For­est kærð fyrir brot á fjár­hags­reglum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Fleiri stig gætu verið dregin af Sean Dyche og lærisveinum hans í Everton.
Fleiri stig gætu verið dregin af Sean Dyche og lærisveinum hans í Everton. Chris Brunskill/Getty Images

Ensku úrvalsdeildarfélögin Everton og Nottingham Forest hafa verið kærð fyrir brot á fjárhagsreglum deildarinnar. Tíu stig hafa nú þegar verið dregin af Everton fyrir slík brot.

Félög ensku deildarinnar mega alls tapa 105 milljónum punda, rúmum 18 milljörðum íslenskra króna, yfir þriggja ára tímabil eða að meðaltali 35 milljónir punda á ári, rétt rúmum 6 milljörðum á tímabili.

Á Sky Sports er greint frá því að bæði Everton og Forest séu talin hafa brotið þessar reglur. Þar segir að ekki verði dæmt í máli Everton fyrr en fyrra máli félagsins sé lokið en fyrir áramót voru 10 stig dregin af liðinu. Everton gæti því misst fleiri stig fari svo að félaginu verði dæmt í óhag.

Everton er sem stendur í 17. sæti með 17 stig, stigi fyrir ofan fallsæti. Nottingham Forest er í 15. sæti með 20 stig að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Newcastle gæti þurft að losa leikmenn til að fylgja fjárhagsreglum

Darren Eales, forstjóri enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle, sagði félagið í vandræðum með að halda sig innan regluverks fjárhagslaga ensku úrvalsdeildarinnar og UEFA. Newcastle gæti þurft að losa sig við leikmenn til að stemma bókhaldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×