Håland og Messi jafnir að stigum en Messi stóð uppi sem sigurvegari Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. janúar 2024 07:01 Messi elskar að vinna til verðlauna. Andy Lyons/Getty Images Í gærkvöld fór verðlaunahátíð FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, fram í Lundúnum. Var besta knattspyrnufólk ársins 2023 heiðrað. Athygli vakti að Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, var kjörinn besti leikmaður ársins en ekki til að mynda Erling Braut Håland sem stóð uppi sem Englands-, Evrópu-, bikar- og heimsmeistari félagsliða með Manchester City. Kosning FIFA verðlaunanna er áhugaverð en hún er fjórþætt og hefur hver „þáttur“ 25 prósent gildi í heildina. Fyrirliðar og þjálfarar landsliða eru með kosningarétt, einn blaðamaður frá hverju landi er með kosningarétt og þá fá aðdáendur að kjósa í gegnum vefsíðu FIFA. Eru þrír leikmenn valdir, sá besti fær fimm stig, sá næstbesti þrjú stig og sá þriðji fær eitt stig. Búið er að opinbera hver kaus hvað en þar kemur fram að Argentínumaðurinn Messi og Norðmaðurinn Håland voru jafnir að stigum. Ef tveir efstu menn kjörsins eru jafnir að stigum er athugað hvor þeirra fékk oftar fimm stig, það er hvor var oftar í 1. sæti hjá þeim sem kusu. Þar hafði Messi betur og því var hann valinn leikmaður ársins hjá FIFA. Hann var þó ekki viðstaddur og tók Thierry Henry, fyrrverandi samherji hans hjá Barcelona, við þeim fyrir hönd Argentínumannsins. Thierry Henry to his cohost Reshmin Chowdhury after accepting The Best award on Lionel Messi s behalf: You re a Spurs fan and you don t usually get your hands on a trophy so, I ll take this one pic.twitter.com/9PKTp1jgi0— B/R Football (@brfootball) January 15, 2024 Jóhannes Karl ósammála Aroni Einari og Víði Sig Alls höfðu þrír Íslendingar kosningarétt í karlaflokki. Það eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Messi is crowned #TheBest! Click here for more information. https://t.co/niVRuFY4lP pic.twitter.com/krIyrtkexL— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Jóhannes Karl setti Lionel Messi í 1. sæti, þar á eftir komu Håland og Kevin De Bruyne, samherji hans hjá Man City. Þeir Aron Einar og Víðir voru báðir með Håland fyrstan á blaði en ósammála um hina tvo. Aron Einar setti Messi í annað sætið og Rodri, miðjumann Spánar og Man City í 3. sætið. á meðan Víðir setti De Bruyne í 2. sætið og svo Khvicha Kvaratskhelia, vængmann Georgíu og Ítalíumeistara Napolí, í 3. sætið. Fótbolti FIFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Athygli vakti að Lionel Messi, leikmaður Inter Miami, var kjörinn besti leikmaður ársins en ekki til að mynda Erling Braut Håland sem stóð uppi sem Englands-, Evrópu-, bikar- og heimsmeistari félagsliða með Manchester City. Kosning FIFA verðlaunanna er áhugaverð en hún er fjórþætt og hefur hver „þáttur“ 25 prósent gildi í heildina. Fyrirliðar og þjálfarar landsliða eru með kosningarétt, einn blaðamaður frá hverju landi er með kosningarétt og þá fá aðdáendur að kjósa í gegnum vefsíðu FIFA. Eru þrír leikmenn valdir, sá besti fær fimm stig, sá næstbesti þrjú stig og sá þriðji fær eitt stig. Búið er að opinbera hver kaus hvað en þar kemur fram að Argentínumaðurinn Messi og Norðmaðurinn Håland voru jafnir að stigum. Ef tveir efstu menn kjörsins eru jafnir að stigum er athugað hvor þeirra fékk oftar fimm stig, það er hvor var oftar í 1. sæti hjá þeim sem kusu. Þar hafði Messi betur og því var hann valinn leikmaður ársins hjá FIFA. Hann var þó ekki viðstaddur og tók Thierry Henry, fyrrverandi samherji hans hjá Barcelona, við þeim fyrir hönd Argentínumannsins. Thierry Henry to his cohost Reshmin Chowdhury after accepting The Best award on Lionel Messi s behalf: You re a Spurs fan and you don t usually get your hands on a trophy so, I ll take this one pic.twitter.com/9PKTp1jgi0— B/R Football (@brfootball) January 15, 2024 Jóhannes Karl ósammála Aroni Einari og Víði Sig Alls höfðu þrír Íslendingar kosningarétt í karlaflokki. Það eru þeir Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins og Víðir Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu. Messi is crowned #TheBest! Click here for more information. https://t.co/niVRuFY4lP pic.twitter.com/krIyrtkexL— FIFA World Cup (@FIFAWorldCup) January 15, 2024 Jóhannes Karl setti Lionel Messi í 1. sæti, þar á eftir komu Håland og Kevin De Bruyne, samherji hans hjá Man City. Þeir Aron Einar og Víðir voru báðir með Håland fyrstan á blaði en ósammála um hina tvo. Aron Einar setti Messi í annað sætið og Rodri, miðjumann Spánar og Man City í 3. sætið. á meðan Víðir setti De Bruyne í 2. sætið og svo Khvicha Kvaratskhelia, vængmann Georgíu og Ítalíumeistara Napolí, í 3. sætið.
Fótbolti FIFA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti