Fram kemur í tilkynningu að Þórhallur sinni þar stöðu sérstaks ráðgjafa (e. associated partner). Hann muni sinna stjórnendaþjálfun og -ráðgjöf fyrir viðskiptavini Góðra samskipta og nýta þar reynslu sína af fjölmiðlastörfum og sem stjórnandi.
„Þórhallur hefur gengt krefjandi stjórnunarhlutverkum í meira en tvo áratugi, fyrst sem ritstjóri Kastljóssins um árabil, síðar sem dagskrárstjóri RÚV og framkvæmdastjóri framleiðslu hjá Sagafilm - þar sem hann sat einnig í stjórn fyrirtækisins. Síðast var Þórhallur framkvæmdastjóri miðla Sýnar en sagði starfi sínu lausu í byrjun sumars,“ segir í tilkynningunni.
Þórhallur er lærður í leiklist og með mastersgráðu í sjónvarpsþáttagerð frá Goldsmiths háskólanum í Lundúnum.
„Þórhallur og Andrés Jónsson, stofnandi Góðra samskipta, hafa á síðustu árum í sameiningu þjálfað hátt í fimm hundruð stjórnendur í íslensku atvinnulífi.“