Bæjarstjórinn gengur út frá því að áfram verði búið í Grindavík Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2024 19:21 Bæjarstjórinn í Grindavík segir allar áætlanir miða að því að áfram verði búið í Grindavík og samfélaginu þar verði ekki sundrað. Þó sé ljóst að vissir hlutar bæjarins verði ekki áfram í byggð og verði ef til vill breytt í listigarða. Stöð 2/Einar Bæjarstjórinn í Grindavík segir að þrátt fyrir miklar skemmdir í bænum gangi hann út frá því að áfram verði búið í Grindavík í framtíðinni. Ákveðin svæði verði hins vegar ekki áfram í byggð. Þegar fréttastofa hitti á Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík í Ráðherrabústaðnum rétt fyrir fund hans og bæjarfulltrúa með ríkisstjórninni í hádeginu gat hann ekki staðfest að skemmdir hefðu verið vegna frosinna lagna í inni í húsum í Grindavík. „En það er vitað af skemmdum í lögnum neðanjarðar. Það kemur betur í ljós þegar farið verður að hleypa heitu vatni inn á bæinn. Það verður þá vaktað. Menn óttast að það sé eitthvað um skemmdir en þetta á eftir að koma betur í ljós þegar líður fram á daginn,“ sagði Fannar. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir enga stjórn eða stjórnarandstöðu vera til í aðgerðum stjórnvalda fyrir Grindvíkinga.Stöð 2/Einar Húsnæðismálin væru efst á forgangslista Grindvíkinga. „Það ríður enn þá meira á að það sé unnið hratt og vel að þessu. Við vitum að við höfum fullan skilning hjá ríkisstjórninni hvað þetta varðar. Það eru fleiri frumvörp í bígerð sem verða einnig rædd. Það varðar tryggingamál og fjárhagslega afkomu. Það varðar líka hag bæjarsjóðs sem er auðvitað verulega laskaður, enda gæti hann til dæmis ekki lagt á fasteignaskatta við núverandi aðstæður. Þeim hugmyndum hefur verið varpað fram að reisa nýja byggð, jafnvel einhvers staðar innan bæjarmarka Reykjanesbæjar, með svo kölluðum viðlagasjóðshúsum, einingahúsum sem gætu risið mjög hratt. Það kæmi þá ný samfelld byggð fyrir Grindvíkinga að minnsta kosti til bráðabirgða. Hvernig slá þær hugmyndir þig? „Við erum enn að vinna með þær hugmyndir og aðgerðir að Grindavík verði byggð upp aftur. Hversu raunhæft er að gera mikil plön í því sambandi núna er annað mál. En við erum ekki að sjá að Grindavík og samfélagið okkar sé úr sögunni. Heldur ætlum við að gera okkar besta til að flytja heim en það eru náttúran og örlögin auðvitað sem stjórna þessu. Fannar Jónasson fundaði ásamt sjö bæjarfulltrúum Grindavíkur með ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum í dag.Stöð 2/Einar Ertu sannfærður um það að stjórnvöld, ríkisstjórn og Alþingi, séu öll að vilja gerð til að gera allt sem hægt er að gera fyrir Grindvíkinga í þessari stöðu? „Já, ég vil trúa því. Það er enginn stjórn eða stjórnarandstaða núna að fjalla um þetta. Held að það megi sjá á því sem Alþingi hefur þegar tekið fyrir að það er alger samhljómur og samstaða um að það þurfi að hjálpa Grindvíkingum,“ segir bæjarstjórinn. Grindavík væri mjög öflugt byggðarlag sem hefði skilað sínu til þjóðarbúsins ríflega lengi vel. „Öflug verstöð, mikil verðmæti sem í því felast og það er mikilvægt að byggja upp bæinn. Ég held að það sé enginn að tala um annað en að full samstaða eigi að vera um þessi mál,“ segir Fannar Jónasson. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27 Kindurnar fegnar að sjá Sigrúnu Sigrún Eggertsdóttir frístundabóndi fór í dag til Grindavíkur og sótti fé sitt, þrjátíu kindur alls. Þær voru fengnar að sjá Sigrúnu. 16. janúar 2024 16:35 Bein útsending: Íbúafundur Grindvíkinga Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll hefst klukkan 17 í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér að neðan. 16. janúar 2024 16:30 Brotnir verktakar fari grjótharðir áfram á hnefanum Fjöldi íbúa Grindavíkur hefur skrifað undir pappíra sem heimila viðbragðsaðilum að fara inn í hús þeirr,a til þess að kanna ástand hitakerfa fasteigna, og afhent þeim lykla að heimilum sínum. Einn þeirra segir einsýnt að halda verði viðgerðum í bænum áfram. Verktakar hafi brotnað við slysið í bænum en fari áfram á hnefanum. 16. janúar 2024 16:11 Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þegar fréttastofa hitti á Fannar Jónasson bæjarstjóra í Grindavík í Ráðherrabústaðnum rétt fyrir fund hans og bæjarfulltrúa með ríkisstjórninni í hádeginu gat hann ekki staðfest að skemmdir hefðu verið vegna frosinna lagna í inni í húsum í Grindavík. „En það er vitað af skemmdum í lögnum neðanjarðar. Það kemur betur í ljós þegar farið verður að hleypa heitu vatni inn á bæinn. Það verður þá vaktað. Menn óttast að það sé eitthvað um skemmdir en þetta á eftir að koma betur í ljós þegar líður fram á daginn,“ sagði Fannar. Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík segir enga stjórn eða stjórnarandstöðu vera til í aðgerðum stjórnvalda fyrir Grindvíkinga.Stöð 2/Einar Húsnæðismálin væru efst á forgangslista Grindvíkinga. „Það ríður enn þá meira á að það sé unnið hratt og vel að þessu. Við vitum að við höfum fullan skilning hjá ríkisstjórninni hvað þetta varðar. Það eru fleiri frumvörp í bígerð sem verða einnig rædd. Það varðar tryggingamál og fjárhagslega afkomu. Það varðar líka hag bæjarsjóðs sem er auðvitað verulega laskaður, enda gæti hann til dæmis ekki lagt á fasteignaskatta við núverandi aðstæður. Þeim hugmyndum hefur verið varpað fram að reisa nýja byggð, jafnvel einhvers staðar innan bæjarmarka Reykjanesbæjar, með svo kölluðum viðlagasjóðshúsum, einingahúsum sem gætu risið mjög hratt. Það kæmi þá ný samfelld byggð fyrir Grindvíkinga að minnsta kosti til bráðabirgða. Hvernig slá þær hugmyndir þig? „Við erum enn að vinna með þær hugmyndir og aðgerðir að Grindavík verði byggð upp aftur. Hversu raunhæft er að gera mikil plön í því sambandi núna er annað mál. En við erum ekki að sjá að Grindavík og samfélagið okkar sé úr sögunni. Heldur ætlum við að gera okkar besta til að flytja heim en það eru náttúran og örlögin auðvitað sem stjórna þessu. Fannar Jónasson fundaði ásamt sjö bæjarfulltrúum Grindavíkur með ríkisstjórninni í Ráðherrabústaðnum í dag.Stöð 2/Einar Ertu sannfærður um það að stjórnvöld, ríkisstjórn og Alþingi, séu öll að vilja gerð til að gera allt sem hægt er að gera fyrir Grindvíkinga í þessari stöðu? „Já, ég vil trúa því. Það er enginn stjórn eða stjórnarandstaða núna að fjalla um þetta. Held að það megi sjá á því sem Alþingi hefur þegar tekið fyrir að það er alger samhljómur og samstaða um að það þurfi að hjálpa Grindvíkingum,“ segir bæjarstjórinn. Grindavík væri mjög öflugt byggðarlag sem hefði skilað sínu til þjóðarbúsins ríflega lengi vel. „Öflug verstöð, mikil verðmæti sem í því felast og það er mikilvægt að byggja upp bæinn. Ég held að það sé enginn að tala um annað en að full samstaða eigi að vera um þessi mál,“ segir Fannar Jónasson.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27 Kindurnar fegnar að sjá Sigrúnu Sigrún Eggertsdóttir frístundabóndi fór í dag til Grindavíkur og sótti fé sitt, þrjátíu kindur alls. Þær voru fengnar að sjá Sigrúnu. 16. janúar 2024 16:35 Bein útsending: Íbúafundur Grindvíkinga Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll hefst klukkan 17 í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér að neðan. 16. janúar 2024 16:30 Brotnir verktakar fari grjótharðir áfram á hnefanum Fjöldi íbúa Grindavíkur hefur skrifað undir pappíra sem heimila viðbragðsaðilum að fara inn í hús þeirr,a til þess að kanna ástand hitakerfa fasteigna, og afhent þeim lykla að heimilum sínum. Einn þeirra segir einsýnt að halda verði viðgerðum í bænum áfram. Verktakar hafi brotnað við slysið í bænum en fari áfram á hnefanum. 16. janúar 2024 16:11 Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Kvikusöfnun heldur áfram Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi með svipuðum hraða og fyrir tvö síðustu gos. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu íslands, en þar segir að um sé að ræða niðurstöðu samráðsfundar vísindamanna sem haldinn var í morgun. 16. janúar 2024 17:27
Kindurnar fegnar að sjá Sigrúnu Sigrún Eggertsdóttir frístundabóndi fór í dag til Grindavíkur og sótti fé sitt, þrjátíu kindur alls. Þær voru fengnar að sjá Sigrúnu. 16. janúar 2024 16:35
Bein útsending: Íbúafundur Grindvíkinga Íbúafundur íbúa Grindavíkurbæjar í Laugardalshöll hefst klukkan 17 í dag. Fundinn má sjá í beinni útsendingu hér að neðan. 16. janúar 2024 16:30
Brotnir verktakar fari grjótharðir áfram á hnefanum Fjöldi íbúa Grindavíkur hefur skrifað undir pappíra sem heimila viðbragðsaðilum að fara inn í hús þeirr,a til þess að kanna ástand hitakerfa fasteigna, og afhent þeim lykla að heimilum sínum. Einn þeirra segir einsýnt að halda verði viðgerðum í bænum áfram. Verktakar hafi brotnað við slysið í bænum en fari áfram á hnefanum. 16. janúar 2024 16:11
Reyna að koma á rafmagni og heitu vatni í austari hluta bæjarins Sérsveit ríkislögreglustjóra og sérþjálfaðir viðbragðsaðilar munu fylgja starfsmönnum HS Veitna inn í Grindavík í dag. Starfsmenn HS Veitna ætla að reyna að koma á vatni og rafmagni í austari hluta bæjarins. 16. janúar 2024 13:21