FBI rannsakar kynferðisglæpi tískumógúls Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2024 06:28 Abercrombie & Fitch er þekkt fyrir það að hálfnaktir ungir karlmenn standi við inngang búðanna. Getty/Edward Wong Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur nú til rannsóknar meint kynferðisbrot tískumógúlsins og fyrrverandi framkvæmdastjóra Abercrombie & Fitch. Rannsókninni var hrundið af stað í kjölfar fréttaumfjöllunar breska ríkisútvarpsins um málið. Mike Jeffries var framkvæmdastjóri Abercrombie & Fitch í yfir tvo áratugi, frá 1992 til 2014. Fjöldi ungra karlmanna hefur kært Jeffries og maka hans, Matthew Smith, til lögreglu. Þeir eru grunaðir um að hafa nýtt valdastöðu sína og lofað ungum karlmönnum, sem vildu ólmir sitja fyrir tískumerkið, gulli og grænum skógum. Þess í stað hafi þeir gerst sekir um mansal með því að hafa kynferðislega misnotað, og leyft öðrum að kynferðislega misnota, unga menn á viðburðum sem þeir héldu bæði á heimili sínu í New York og víðs vegar um heim. FBI telur að Jeffries og Smith hafi misnotað meira en hundrað unga menn. Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri Abercrombie & Fitch, er til vinstri á myndinni.Getty/Michael Loccisano Meint kynferðisbrot Jeffries og Smith komu upp á yfirborðið þegar átta karlmenn stigu fram í heimildaþáttaröð og hlaðvarpi hjá breska ríkisútvarpinu. Allir þeirra sögðust hafa verið viðstaddir viðburði Jeffries í borgum á borð við Lundúnir, París og Marrakesh á árunum 2009 til 2015. Þeir sökuðu Jeffries og Smith um að hafa sjálfir leitað á þá kynferðislega eða fyrirskipað þeim að stunda kynlíf hver með öðrum. Rannsókn BBC leiddi í ljós að viðburðirnir og kynferðisbrotin voru vel skipulögð og fjöldi fólks kom að því að útvega strákana. Einn þeirra, James Jacobsson sem nú er sjötugur, neitaði því staðfastlega í viðtali við BBC að hafa nokkuð rangt gert og sagði ungu mennina hafa sótt þessa viðburði af eigin sjálfsdáðum og með mikilli tilhlökkun. Abercrombie & Fitch hefur fordæmt hegðun Jeffries og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að því sé „misboðið“ að hann hafi komið svona fram. Fyrirtækið hefur ákveðið að minnka eftirlaunagreiðslur til Jeffries til muna, eða um eina milljón Bandaríkjadala á ári, sem nemur um 138 milljónum króna. Bandaríkin Tíska og hönnun Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. 2. október 2023 18:32 Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. 8. apríl 2022 07:01 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Mike Jeffries var framkvæmdastjóri Abercrombie & Fitch í yfir tvo áratugi, frá 1992 til 2014. Fjöldi ungra karlmanna hefur kært Jeffries og maka hans, Matthew Smith, til lögreglu. Þeir eru grunaðir um að hafa nýtt valdastöðu sína og lofað ungum karlmönnum, sem vildu ólmir sitja fyrir tískumerkið, gulli og grænum skógum. Þess í stað hafi þeir gerst sekir um mansal með því að hafa kynferðislega misnotað, og leyft öðrum að kynferðislega misnota, unga menn á viðburðum sem þeir héldu bæði á heimili sínu í New York og víðs vegar um heim. FBI telur að Jeffries og Smith hafi misnotað meira en hundrað unga menn. Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri Abercrombie & Fitch, er til vinstri á myndinni.Getty/Michael Loccisano Meint kynferðisbrot Jeffries og Smith komu upp á yfirborðið þegar átta karlmenn stigu fram í heimildaþáttaröð og hlaðvarpi hjá breska ríkisútvarpinu. Allir þeirra sögðust hafa verið viðstaddir viðburði Jeffries í borgum á borð við Lundúnir, París og Marrakesh á árunum 2009 til 2015. Þeir sökuðu Jeffries og Smith um að hafa sjálfir leitað á þá kynferðislega eða fyrirskipað þeim að stunda kynlíf hver með öðrum. Rannsókn BBC leiddi í ljós að viðburðirnir og kynferðisbrotin voru vel skipulögð og fjöldi fólks kom að því að útvega strákana. Einn þeirra, James Jacobsson sem nú er sjötugur, neitaði því staðfastlega í viðtali við BBC að hafa nokkuð rangt gert og sagði ungu mennina hafa sótt þessa viðburði af eigin sjálfsdáðum og með mikilli tilhlökkun. Abercrombie & Fitch hefur fordæmt hegðun Jeffries og segir í tilkynningu frá fyrirtækinu að því sé „misboðið“ að hann hafi komið svona fram. Fyrirtækið hefur ákveðið að minnka eftirlaunagreiðslur til Jeffries til muna, eða um eina milljón Bandaríkjadala á ári, sem nemur um 138 milljónum króna.
Bandaríkin Tíska og hönnun Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. 2. október 2023 18:32 Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. 8. apríl 2022 07:01 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís Sjá meira
Tískumógúll sakaður um skipulagt kynferðisofbeldi Mike Jeffries, fyrrverandi forstjóri tískurisans Abercrombie & Fitch, hefur verið sakaður um að hafa haldið regluleg kynsvöll þar sem ungir menn voru misnotaðir kynferðislega. 2. október 2023 18:32
Ris og fall Abercrombie&Fitch í nýrri heimildarmynd Heimildarmynd um ris og fall tískumerkisins Abercrombie&Fitch er væntanleg á Netflix í mánuðinum. Það þekkja flestir merkið á lyktinni einni og sér og eiga minningar úr verslunum þess þar sem tónlistin líktist því að vera á næturklúbbi. 8. apríl 2022 07:01