Vísitala íbúðaverðs mjakast upp á við og kaupsamningum fjölgar Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. janúar 2024 13:46 Kaupsamningum fjölgaði á seinni hluta síðasta árs en útvíkkun á skilyrðum hlutdeildarlán hafði vafalaust áhrif á þá fjölgun. Vísir/Vilhelm Vísitala íbúðaverðs hækkaði um 0,5 prósent milli mánaða í desember. Undirrituðum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði milli ára síðustu þrjá mánuði eftir að hafa fækkað sífellt frá miðju ári 2021. Þetta kemur fram í nýjustu hagsjá Landsbankans. Þar segir að vísitalan hafi hækkað um 0,5 prósent á milli mánaða í desember en hafi hækkað um 0,1 prósent í nóvember og um 0,9 prósent í október. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 2,1 prósent og fjölbýlishlutinn lækkaði um 0,02 prósent. Almennt sveiflist sérbýlishluti vísitölunnar meira en fjölbýlishlutinn. Bæði vegna mun færri samninga um sérbýli heldur en fjölbýli og vegna þess að verðið sé misjafnara milli sérbýla en fjölbýla. Sérbýli hækkað mun meira í verði en fjölbýli Árshækkun vísitölunnar náði lágmarki í 0,8 prósentum í júlí í fyrra en hefur aukist statt og stöðugt síðan. Hún mældist 3,4 prósent í nóvember og var 3,4 prósent í desember. Árshækkunin er þó enn mun minni en verðbólgan, sem mældist 7,7 prósent í desember. Samkvæmt hagsjánni gefur það til kynna að á síðustu tólf mánuðum hafi húsnæði ekki verið afgerandi drifkraftur verðbólgunnar. Árshækkun sérbýlis sé þó komin upp í 7,5 prósent. Þá kemur fram að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað milli ára síðustu átta mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu og nota vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækki þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Ársbreyting raunverðs sé enn neikvæð en þó hafi dregið úr lækkuninni síðustu mánuði. Raunverðið sé nú tveimur prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Raunverðslækkunin var mest í júlí í fyrra þegar raunverðið var 5,9 prósentum lægra en í júlí árið áður. Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára Undirrituðum kaupsamningum fjölgaði á ný samanborið við fjöldann á sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um tólf prósent milli ára í september, um 21 prósent milli ára í október og um sjö prósent í nóvember. Einnig kemur fram að eftir því sem leið á síðasta ár fjölgaði hlutdeildarlánum, „enda voru skilyrði vegna slíkrar lántöku útvíkkuð um mitt ár“ segir í hagsjánni. Lánin séu ætluð fyrstu kaupendum og aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Þau hafi því gert sitt til að fjölga fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði á seinni helmingi ársins en þá voru þeir 36 prósentum fleiri en á fyrri helmingi ársins. Jafnframt voru þeir 32 prósent af öllum kaupendum á seinni helmingi ársins í stað tæplega 27 prósenta á fyrri helmingnum. Höfundar hagsjánnar telja að „hlutdeildarlánaúrræðið hafi hækkað íbúðaverð eins og það er mælt“ með því að ýta undir sölu á nýjum íbúðum sem séu almennt dýrari en þær eldri. Í mælingum á vísitölu íbúðaverðs sé ekki leiðrétt fyrir aldri íbúða og því megi ætla að vísitalan hækki eftir því sem hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir seljast. Hamfarirnar í Grindavík geti haft áhrif „Íbúðaverð heldur áfram að mjakast upp á við þrátt fyrir skarpar vaxtahækkanir síðasta árs og viðvarandi hátt vaxtastig. Verðþróunin næstu mánuði hlýtur að ráðast af ýmsu, ekki síst hversu hratt verðbólgan hjaðnar og því hvenær má vænta vaxtalækkana,“ segir í Hagsjánni. Þá geti hamfarirnar í Grindavík haft áhrif á markaðinn, en áhrifin fari verulega eftir því hvort og hvernig stjórnvöld bregðist við húsnæðisvanda Grindvíkinga. Einnig hafi aðilar á hluta vinnumarkaðarins lýst því yfir að hægt yrði að semja um hófstilltar launahækkanir ef stjórnvöld stigu inn í, til dæmis með úrræðum tengdum húsnæðismarkaði. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjustu hagsjá Landsbankans. Þar segir að vísitalan hafi hækkað um 0,5 prósent á milli mánaða í desember en hafi hækkað um 0,1 prósent í nóvember og um 0,9 prósent í október. Sérbýlishluti vísitölunnar hækkaði um 2,1 prósent og fjölbýlishlutinn lækkaði um 0,02 prósent. Almennt sveiflist sérbýlishluti vísitölunnar meira en fjölbýlishlutinn. Bæði vegna mun færri samninga um sérbýli heldur en fjölbýli og vegna þess að verðið sé misjafnara milli sérbýla en fjölbýla. Sérbýli hækkað mun meira í verði en fjölbýli Árshækkun vísitölunnar náði lágmarki í 0,8 prósentum í júlí í fyrra en hefur aukist statt og stöðugt síðan. Hún mældist 3,4 prósent í nóvember og var 3,4 prósent í desember. Árshækkunin er þó enn mun minni en verðbólgan, sem mældist 7,7 prósent í desember. Samkvæmt hagsjánni gefur það til kynna að á síðustu tólf mánuðum hafi húsnæði ekki verið afgerandi drifkraftur verðbólgunnar. Árshækkun sérbýlis sé þó komin upp í 7,5 prósent. Þá kemur fram að raunverð íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafi lækkað milli ára síðustu átta mánuði. Raunverð fæst með því að taka tillit til verðbólgu og nota vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Raunverð lækki þannig milli ára ef árshækkun íbúðaverðs er minni en árshækkun vísitölu neysluverðs án húsnæðis. Ársbreyting raunverðs sé enn neikvæð en þó hafi dregið úr lækkuninni síðustu mánuði. Raunverðið sé nú tveimur prósentum lægra en á sama tíma í fyrra. Raunverðslækkunin var mest í júlí í fyrra þegar raunverðið var 5,9 prósentum lægra en í júlí árið áður. Kaupsamningum fjölgar aftur milli ára Undirrituðum kaupsamningum fjölgaði á ný samanborið við fjöldann á sama tíma í fyrra. Eftir að hafa fækkað milli ára samfellt frá miðju ári 2021 fjölgaði kaupsamningum um tólf prósent milli ára í september, um 21 prósent milli ára í október og um sjö prósent í nóvember. Einnig kemur fram að eftir því sem leið á síðasta ár fjölgaði hlutdeildarlánum, „enda voru skilyrði vegna slíkrar lántöku útvíkkuð um mitt ár“ segir í hagsjánni. Lánin séu ætluð fyrstu kaupendum og aðeins veitt til kaupa á nýjum íbúðum. Þau hafi því gert sitt til að fjölga fyrstu kaupendum á íbúðamarkaði á seinni helmingi ársins en þá voru þeir 36 prósentum fleiri en á fyrri helmingi ársins. Jafnframt voru þeir 32 prósent af öllum kaupendum á seinni helmingi ársins í stað tæplega 27 prósenta á fyrri helmingnum. Höfundar hagsjánnar telja að „hlutdeildarlánaúrræðið hafi hækkað íbúðaverð eins og það er mælt“ með því að ýta undir sölu á nýjum íbúðum sem séu almennt dýrari en þær eldri. Í mælingum á vísitölu íbúðaverðs sé ekki leiðrétt fyrir aldri íbúða og því megi ætla að vísitalan hækki eftir því sem hlutfallslega fleiri nýjar íbúðir seljast. Hamfarirnar í Grindavík geti haft áhrif „Íbúðaverð heldur áfram að mjakast upp á við þrátt fyrir skarpar vaxtahækkanir síðasta árs og viðvarandi hátt vaxtastig. Verðþróunin næstu mánuði hlýtur að ráðast af ýmsu, ekki síst hversu hratt verðbólgan hjaðnar og því hvenær má vænta vaxtalækkana,“ segir í Hagsjánni. Þá geti hamfarirnar í Grindavík haft áhrif á markaðinn, en áhrifin fari verulega eftir því hvort og hvernig stjórnvöld bregðist við húsnæðisvanda Grindvíkinga. Einnig hafi aðilar á hluta vinnumarkaðarins lýst því yfir að hægt yrði að semja um hófstilltar launahækkanir ef stjórnvöld stigu inn í, til dæmis með úrræðum tengdum húsnæðismarkaði.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira