„Þar sem óttaslegin dómharkan ríkir“ Jakob Bjarnar skrifar 17. janúar 2024 15:49 Meðan Drífa vill vara við verkinu og hvetur fólk til sniðgögnu halda Runólfur og Steinunn Ólína vart vatni og telja Lúnu stórbrotna sýningu. vísir/grafík Runólfur Ágústsson athafnaskáld skrifar sérstaka færslu á Facebook þar sem hann lýsir yfir fullum stuðningi við Tyrfing Tyrfingsson leikskáld og uppfærslu á verki hans Lúnu. „Þetta er eitthvert sterkasta og áhrifamesta leikverk sem ég hef séð í mörg ár,“ skrifar Runólfur á Facebook-síðu sína. En verkið verður frumsýnt 19. janúar, eftir tvo daga, þannig að Runólfur hefur séð rennsli. Allnokkur umræða hefur orðið um uppfærsluna sem hefur verið til æfinga; leikrit Tyrfings sem upphaflega hét Kvöldstund með Heiðari snyrti. Tyrfingur tók sig hins vegar til og breytti titli verksins. Sér í lagi hefur Drífa Snædal talskona Stígamóta látið sýningu verksins til sín taka en hún fullyrðir að með uppsetningunni sé ekki verið að virða „óskir brotaþola [Heiðars] eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi Borgarleikhúsið ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Runólfur er ósammála þessu og segir það hörmulegt ef verkið „yrði fórnarlamb þöggunar og ritskoðunar. Lifi listin, lifi ástin og lifi fegurðin!“ segir Runólfur og bætir við: „Síðan er Hilmir Snær Guðnason stórkostlegur í hlutverki Heiðars snyrtis. Takk Borgarleikhús!“ Runólfur deilir færslu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu sem greinir frá því að hún hafi séð æfingu á verkinu og orðið djúpt snortin. „Vá, hvað hann Tyrfingur er vogað og magnað leikskáld, það er ekki hægt annað en að elska hann því honum þykir svo vænt um manneskjurnar, okkur sem erum svo breysk, gölluð og smá.“ Steinunn segir sýninguna brilliant og góðan þjóðarspegil. „Hreinskilið verk sem fjallar um fegurðina og ástina sem er það allra verðmætasta og hvað það er sárt að lifa í þessu óblíða landi þar sem óttaslegin dómharkan ríkir, aftengdur, utangátta og einn.“ Leikhús Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30 Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
„Þetta er eitthvert sterkasta og áhrifamesta leikverk sem ég hef séð í mörg ár,“ skrifar Runólfur á Facebook-síðu sína. En verkið verður frumsýnt 19. janúar, eftir tvo daga, þannig að Runólfur hefur séð rennsli. Allnokkur umræða hefur orðið um uppfærsluna sem hefur verið til æfinga; leikrit Tyrfings sem upphaflega hét Kvöldstund með Heiðari snyrti. Tyrfingur tók sig hins vegar til og breytti titli verksins. Sér í lagi hefur Drífa Snædal talskona Stígamóta látið sýningu verksins til sín taka en hún fullyrðir að með uppsetningunni sé ekki verið að virða „óskir brotaþola [Heiðars] eða alvarleika afleiðinga á þolendur“ heldur hafi Borgarleikhúsið ákveðið að setja kynferðisbrotamann í kastljósið „af því að listin má allt – líka viðhalda þjáningum brotaþola kynferðisofbeldis.“ Runólfur er ósammála þessu og segir það hörmulegt ef verkið „yrði fórnarlamb þöggunar og ritskoðunar. Lifi listin, lifi ástin og lifi fegurðin!“ segir Runólfur og bætir við: „Síðan er Hilmir Snær Guðnason stórkostlegur í hlutverki Heiðars snyrtis. Takk Borgarleikhús!“ Runólfur deilir færslu Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur leikkonu sem greinir frá því að hún hafi séð æfingu á verkinu og orðið djúpt snortin. „Vá, hvað hann Tyrfingur er vogað og magnað leikskáld, það er ekki hægt annað en að elska hann því honum þykir svo vænt um manneskjurnar, okkur sem erum svo breysk, gölluð og smá.“ Steinunn segir sýninguna brilliant og góðan þjóðarspegil. „Hreinskilið verk sem fjallar um fegurðina og ástina sem er það allra verðmætasta og hvað það er sárt að lifa í þessu óblíða landi þar sem óttaslegin dómharkan ríkir, aftengdur, utangátta og einn.“
Leikhús Samfélagsmiðlar Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30 Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35 Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Sjá meira
Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgarleikhúsinu Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður. 16. janúar 2024 10:30
Leikhúsið lúffaði og breytti um titil Tyrfingur Tyrfingsson leikskáld hefur fallist á að breyta titli verks síns. Það átti að heita Kvöldstund með Heiðari snyrti en heitir nú Lúna. 28. desember 2023 16:35
Með hreina samvisku gagnvart Kvöldstund með Heiðari snyrti Talskona Stígamóta segir út í hött af Borgarleikhússtjóra að halda því fram að leikverkið Kvöldstund með Heiðari snyrti fjalli ekki um „manneskjuna Heiðar“. Höfundur verksins á fund með Stígamótum í næstu viku til að ræða neikvæð áhrif þess á brotaþola. Hann segist með hreina samvisku varðandi verkið en þykir miður að særa brotaþola. 2. nóvember 2023 06:01