Körfuboltakvöld: Sara Rún er komin heim en hver á að detta út? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2024 16:45 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með íslenska landsliðinu þar sem hún hefur farið á kostum undanfarin ár. Vísir/Bára Íslenska landsliðskonan og körfuboltakona ársins, Sara Rún Hinriksdóttir, hefur ákveðið að snúa aftur heim til Íslands og það sem meira er að hún ætlar að spila aftur með uppeldisfélagi sínu í Keflavík. Subway Körfuboltakvöld kvenna ræddi endurkomu Söru en fréttir af henni komu á sama kvöldi og Keflavíkurkonur spiluðu stórkostlega í glæsilegum sigri á Grindavík. Sara hefur verið besta körfuboltakona landsins undanfarin ár og hefur spilað lengi sem atvinnumaður. Hún hefur einnig verið hvað eftir annað stigahæst hjá íslenska landsliðinu í leikjum þess. Frábær leikmaður sem styrkir öll lið. Það efast því enginn um hæfileika og getu hennar en í Körfuboltakvöldinu í gær var þetta meira spurning um það hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins muni missa sæti sitt í byrjunarliðinu. „Tölum um það hvernig hún passar inn í þetta Keflavíkurlið. Þær voru stórkostlegar í kvöld og við getum ekkert skautað fram hjá því. Hverja ætlar þú að taka út úr þessu byrjunarliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds kvenna. „Ég held að þetta snúist ekkert um þetta byrjunarlið,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur þáttarins, en hún komst ekki lengra því Hörður heimtaði svör. „Ég ætla að fara yfir byrjunarliðið. Þetta eru Elisa Pinzan, Daniela Wallen, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Benónýsdóttir. Þetta er besta byrjunarliðið í deildinni og ég held að við getum öll verið sammála því,“ sagði Hörður. „Og besta sjötta manninn í Emelíu (Ósk Gunnarsdóttur). Hún skoraði núll stig í leiknum í kvöld en var samt frábær,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur þáttarins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér Anna Ingunn alveg frábær leikmaður sem er búin að vaxa ótrúlega mikið,“ sagði Ingibjörg en komst ekki lengra. „Af hverju eru þið að horfa svona á mig,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er vesen,“ skaut Hörður inn í. „Ég er að reyna að svara þessu veseni,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá þau reyna að komast að því hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins missir sæti í byrjunarliðinu og hvaða áhrif koma Söru Rúnar hefur. Það er ljós að hún tekur mikið til sín og það kallar á það að aðrir leikmenn þurfa eitthvað að stíga til baka. Klippa: Körfuboltakvöld: Heimkoma Söru Rúnar til Keflavíkur Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira
Subway Körfuboltakvöld kvenna ræddi endurkomu Söru en fréttir af henni komu á sama kvöldi og Keflavíkurkonur spiluðu stórkostlega í glæsilegum sigri á Grindavík. Sara hefur verið besta körfuboltakona landsins undanfarin ár og hefur spilað lengi sem atvinnumaður. Hún hefur einnig verið hvað eftir annað stigahæst hjá íslenska landsliðinu í leikjum þess. Frábær leikmaður sem styrkir öll lið. Það efast því enginn um hæfileika og getu hennar en í Körfuboltakvöldinu í gær var þetta meira spurning um það hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins muni missa sæti sitt í byrjunarliðinu. „Tölum um það hvernig hún passar inn í þetta Keflavíkurlið. Þær voru stórkostlegar í kvöld og við getum ekkert skautað fram hjá því. Hverja ætlar þú að taka út úr þessu byrjunarliði,“ spurði Hörður Unnsteinsson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds kvenna. „Ég held að þetta snúist ekkert um þetta byrjunarlið,“ sagði Ingibjörg Jakobsdóttir, sérfræðingur þáttarins, en hún komst ekki lengra því Hörður heimtaði svör. „Ég ætla að fara yfir byrjunarliðið. Þetta eru Elisa Pinzan, Daniela Wallen, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Benónýsdóttir. Þetta er besta byrjunarliðið í deildinni og ég held að við getum öll verið sammála því,“ sagði Hörður. „Og besta sjötta manninn í Emelíu (Ósk Gunnarsdóttur). Hún skoraði núll stig í leiknum í kvöld en var samt frábær,“ sagði Ólöf Helga Pálsdóttir, sérfræðingur þáttarins. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá finnst mér Anna Ingunn alveg frábær leikmaður sem er búin að vaxa ótrúlega mikið,“ sagði Ingibjörg en komst ekki lengra. „Af hverju eru þið að horfa svona á mig,“ sagði Ingibjörg. „Þetta er vesen,“ skaut Hörður inn í. „Ég er að reyna að svara þessu veseni,“ sagði Ingibjörg. Hér fyrir neðan má sjá þau reyna að komast að því hvaða leikmaður Keflavíkurliðsins missir sæti í byrjunarliðinu og hvaða áhrif koma Söru Rúnar hefur. Það er ljós að hún tekur mikið til sín og það kallar á það að aðrir leikmenn þurfa eitthvað að stíga til baka. Klippa: Körfuboltakvöld: Heimkoma Söru Rúnar til Keflavíkur
Subway-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal - Liverpool | Toppliðið mætir Englandsmeisturum Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Körfubolti „Við erum meistarar, ekki þeir“ Enski boltinn Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi Enski boltinn Fleiri fréttir „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Leik lokið KR- Ármann 102-93: | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel ÍA - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir heimamenn Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Sjá meira