Hafnfirðingar bíði rólegir eftir hættumati Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. janúar 2024 14:00 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði. Vísir/Arnar Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, segist bíða róleg eftir hættumati Veðurstofu Íslands og almannavarna vegna mögulegrar goshættu í byggð. Það sé væntanlegt í vor og þá verði hægt að skoða vinnu við mögulega varnargarða. Tilefnið eru ummæli Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir það hafa verið til skoðunar frá 2021 hvaða byggð sé í hættu af völdum eldgosa á Reykjanesskaganum. Þar sé Hafnarfjörður erfiðastur. Rósa segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að meta hættur sem byggð á hrauni stafi af mögulegum eldgosum. Þar séu fleiri sveitarfélög en Hafnarfjörður undir. „Það er verið að vinna hættumat fyrir allt þetta svæði og það á að vera tilbúið í vor. Við bíðum bara róleg eftir því og þeirri skýrslu,“ segir Rósa. „Þá kemur í ljós hvort almannavarnir meti sem svo hvort að hanna þurfi varnargarða, við þessi bæjarfélög sem verið eru að nefna á höfuðborgarsvæðinu. Það eru fleiri en Hafnarfjörður, eins og á Suðurnesjum og Reykjanesi. Það er verið að skoða þetta og ég mun bara vera róleg og bíða eftir því.“ Rétt að hinkra Í júlí síðastliðnum gagnrýndi Rósa Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Aðspurð hvort sér hafi snúist hugur nú segist Rósa vilja bíða eftir hættumatinu. „Á meðan það er verið að gera þetta hættumat skulum við bara öll vera róleg og sjá hvað í því mun felast. Það segir sig sjálft að það er bara stórt svæði á landinu öllu sem hefur byggst á hrauni og eldfjöllum, þannig það er stórt svæði sem þarf að skoða. Við búum í þessu landi og þetta er algjörlega óútreiknanlegt. Mér finnst við bara eiga að hinkra eftir því.“ Hafnarfjörður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira
Tilefnið eru ummæli Ármanns Höskuldssonar, prófessors í eldfjallafræði, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Hann segir það hafa verið til skoðunar frá 2021 hvaða byggð sé í hættu af völdum eldgosa á Reykjanesskaganum. Þar sé Hafnarfjörður erfiðastur. Rósa segir í samtali við Vísi að unnið sé að því að meta hættur sem byggð á hrauni stafi af mögulegum eldgosum. Þar séu fleiri sveitarfélög en Hafnarfjörður undir. „Það er verið að vinna hættumat fyrir allt þetta svæði og það á að vera tilbúið í vor. Við bíðum bara róleg eftir því og þeirri skýrslu,“ segir Rósa. „Þá kemur í ljós hvort almannavarnir meti sem svo hvort að hanna þurfi varnargarða, við þessi bæjarfélög sem verið eru að nefna á höfuðborgarsvæðinu. Það eru fleiri en Hafnarfjörður, eins og á Suðurnesjum og Reykjanesi. Það er verið að skoða þetta og ég mun bara vera róleg og bíða eftir því.“ Rétt að hinkra Í júlí síðastliðnum gagnrýndi Rósa Þorvald Þórðarson eldfjallafræðing fyrir að mæla með því að Hafnfirðingar myndu ekki byggja lengra til suðurs. Aðspurð hvort sér hafi snúist hugur nú segist Rósa vilja bíða eftir hættumatinu. „Á meðan það er verið að gera þetta hættumat skulum við bara öll vera róleg og sjá hvað í því mun felast. Það segir sig sjálft að það er bara stórt svæði á landinu öllu sem hefur byggst á hrauni og eldfjöllum, þannig það er stórt svæði sem þarf að skoða. Við búum í þessu landi og þetta er algjörlega óútreiknanlegt. Mér finnst við bara eiga að hinkra eftir því.“
Hafnarfjörður Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Fleiri fréttir Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjá meira