Stjarnan fór hamförum í fyrsta leikhluta leiksins en liðið skoraði 42 stig gegn aðeins 8 frá Hamar, ótrúlegar tölur.
Hamarsmenn komu þó aðeins til baka í öðrum leikhluta og náðu að minnka forskot Stjörnunnar fyrir hálfleikinn en þá var staðan 60-36.
Stjarnan vann þriðja leikhlutann með fjórum stigum og var staðan 80-52 fyrir fjórða og síðasta leikhlutann.
Hamarsmenn unnu síðasta leikhlutann með tveimur stigum og voru lokatölur leiksins 101-75.
Frank Kamgain var stigahæstur hjá Hamar og í leiknum með 26 stig en stigahæstur hjá Stjörnunni var Antti Kanervo með 23 stig.
Enn eitt tapið hjá Hamar því staðreynd en eftir leikinn er Stjarnan komin með sextán stig í deildinni.