Lífið samstarf

Kosning er hafin fyrir Ís­lensku hljóð­bóka­verð­launin - Stor­ytel Awards 2024

Storytel
Nú getur almenningur kosið sína eftirlætis hljóðbók í forvali fyrir Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards 2024. Kosning stendur til 31. janúar 2024.
Nú getur almenningur kosið sína eftirlætis hljóðbók í forvali fyrir Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards 2024. Kosning stendur til 31. janúar 2024.

Búið er að opna fyrir almenning að kjósa sína eftirlætis hljóðbók í forvali fyrir Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards 2024. Verðlaunin eru uppskeruhátíð þar sem höfundar, lesarar og útgefendur fagna saman útgáfu vönduðustu íslensku hljóðbóka liðins árs.

Til þátttöku í forvali eru vinsælustu hljóðbækurnar hjá Storytel sem voru gefnar út á íslensku árið 2023. Valið byggir á gögnum úr Storytel appinu þar sem valdar eru vinsælustu bækurnar í hlustun, í bland við stjörnugjöf notenda. Í forvali eru 15-25 bækur úr hverjum verðlaunaflokki en þeir eru í ár: skáldsögur, glæpasögur, barna- og ungmennabækur, ljúflestur og óskáldað efni.

Íslensku hljóðbókaverðlaunin - Storytel Awards 2023 fóru fram í Hörpu á síðasta ári og tókust afar vel upp. Hér má sjá forsetahjónin í góðum félagsskap.  Myndir/Árni Rúnarsson.

Að lokinni kosningu almennings verða fimm efstu hljóðbækurnar í hverjum flokki formlega tilnefndar til hinna Íslensku hljóðbókaverðlauna 2024. Þá taka við dómnefndir skipaðar af fagfólki á sviði bókmennta sem hafa það að leiðarljósi að líta heildstætt á hvert verk þar sem vandaður lestur á góðu ritverki getur bætt miklu við upplifun hlustandans og velja hljóðbók ársins í hverjum flokki. Sigurvegarar verða síðan kynntir á uppskeruhátíð verðlaunanna 20. mars n.k. þar sem höfundar og lesarar bókanna verða verðlaunaðir.

Hér má sjá nokkrar myndir frá fyrri hátíðum. 

Kosningin er opin öllum og fer fram á vef Íslensku hljóðbókaverðlaunanna en hún stendur yfir til 31. janúar 2024.

Taktu þátt og kjóstu eftirlætis hljóðbókina þína!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×