Mygla í Blóðbankanum hafi ekki áhrif á starfsemi bankans Elísabet Inga Sigurðardóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 19. janúar 2024 18:37 „Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“ arnar halldórsson Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. Í pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans í ágúst og fréttastofa hefur undir höndum var greint frá því að verkfræðistofan Efla hefði greint myglu á mörgum stöðum í húsnæði bankans. Þar segir að óvissa sé um útbreiðslu mygluskemmdanna og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Fulltrúi Landspítalans segir að eftir að úttekt Eflu leit dagsins ljós hafi verið ráðist í viðgerðir á austurhluta hússins. „En síðan hefur komið í ljós að hugsanlega eru um umfangsmeiri vanda að ræða en við gerðum okkur grein fyrir upphaflega,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir í framkvæmdastjórn Landspítalans. Úr pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans.grafík/sara Loftgæði góð Fulltrúar hjá Eflu hafi svo skilað áfangaskýrslu í lok nóvember. „Og þar kom í ljós fyrir það fyrsta að loftgæðin eru góð, þau eru ásættanleg þannig öryggi bæði starfsmanna og blóðgjafa er tryggt. Það er mikilvægt.“ Hins vegar séu merki um raka sem nú sé í skoðun og vonast Björn til að fá lokaúttekt á því á næstu vikum. Í framhaldinu verði ráðist í viðeigandi aðgerðir. Ekkert bendi til áhrifa á blóðið Er einhver hætta á því að þessar mygluskemmdir eða rakaskemmdir hafi áhrif á blóðið sjálft sem er þarna undir? „Það er ekkert sem bendir til þess núna. Ef svo væri þá værum við búin að stöðva starfsemina nú þegar.“ Þá hafi starfsmenn farið í leyfi frá störfum. „Það hafa einhverjir starfsmenn farið í leyfi já en ég hef ekki nákvæmt yfirlit yfir það og hvort það tengist með beinum hætti við þennan vanda sem við erum að glíma við núna en í einhverjum tilfellum er það þó þannig.“ Björn Rúnar er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala.arnar halldórsson Tefla ekki í tvísýnu Nú sé beðið eftir endanlegri úttekt á frekari skoðun en miðað við þær upplýsingar sem spítalinn hefur í dag segir Björn forsvaranlegt að halda starfseminni áfram í húsinu. „Um leið og við höfum vísbendingar um annað þá bregðumst við við með viðeigandi hætti. Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“ Landspítalinn Blóðgjöf Mygla Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Í pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans í ágúst og fréttastofa hefur undir höndum var greint frá því að verkfræðistofan Efla hefði greint myglu á mörgum stöðum í húsnæði bankans. Þar segir að óvissa sé um útbreiðslu mygluskemmdanna og áhrif þeirra á blóðgjafa, starfsmenn og öryggi starfseminnar meðal annars vegna áhrifa á framleiðsluvörur Blóðbankans. Fulltrúi Landspítalans segir að eftir að úttekt Eflu leit dagsins ljós hafi verið ráðist í viðgerðir á austurhluta hússins. „En síðan hefur komið í ljós að hugsanlega eru um umfangsmeiri vanda að ræða en við gerðum okkur grein fyrir upphaflega,“ sagði Björn Rúnar Lúðvíksson, læknir í framkvæmdastjórn Landspítalans. Úr pósti sem sendur var á starfsmenn Blóðbankans.grafík/sara Loftgæði góð Fulltrúar hjá Eflu hafi svo skilað áfangaskýrslu í lok nóvember. „Og þar kom í ljós fyrir það fyrsta að loftgæðin eru góð, þau eru ásættanleg þannig öryggi bæði starfsmanna og blóðgjafa er tryggt. Það er mikilvægt.“ Hins vegar séu merki um raka sem nú sé í skoðun og vonast Björn til að fá lokaúttekt á því á næstu vikum. Í framhaldinu verði ráðist í viðeigandi aðgerðir. Ekkert bendi til áhrifa á blóðið Er einhver hætta á því að þessar mygluskemmdir eða rakaskemmdir hafi áhrif á blóðið sjálft sem er þarna undir? „Það er ekkert sem bendir til þess núna. Ef svo væri þá værum við búin að stöðva starfsemina nú þegar.“ Þá hafi starfsmenn farið í leyfi frá störfum. „Það hafa einhverjir starfsmenn farið í leyfi já en ég hef ekki nákvæmt yfirlit yfir það og hvort það tengist með beinum hætti við þennan vanda sem við erum að glíma við núna en í einhverjum tilfellum er það þó þannig.“ Björn Rúnar er framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu á Landspítala.arnar halldórsson Tefla ekki í tvísýnu Nú sé beðið eftir endanlegri úttekt á frekari skoðun en miðað við þær upplýsingar sem spítalinn hefur í dag segir Björn forsvaranlegt að halda starfseminni áfram í húsinu. „Um leið og við höfum vísbendingar um annað þá bregðumst við við með viðeigandi hætti. Í þessu tilviki erum við þess fullviss að öryggi annars vegar blóðgjafa og starfsmannanna er tryggt en um leið og við fáum upplýsingar um annað þá bregðumst við við strax. Við teflum ekki í tvísýnu með neitt slíkt.“
Landspítalinn Blóðgjöf Mygla Reykjavík Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira