McBurnie tryggði Sheffield stig í ótrúlegum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. janúar 2024 16:05 Oliver McBurnie reyndist hetja Sheffield United í dag. Robbie Jay Barratt - AMA/Getty Images Oliver McBurnie tryggði Sheffield United eitt stig með marki af vítapunktinum er liðið tók á móti West Ham í ensku úrvalsdeildinni í ótrúlegum leik í dag. Það voru heimamenn í Sheffield United sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en gestirnir fengu einnig sín færi og Maxwel Cornet kom West Ham yfir með hnitmiðuðu skoti á 28. mínútu leiksins. Ben Brereton Diaz jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn þegar hann kom boltanum í netið af miklu harðfylgi á 44. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rétt rúmar tíu mínútur voru til leiksloka að dró til tíðinda á ný. Danny Ings fékk þá boltann og gerði vel í að koma sér inn á teig þar sem hann var svo tekinn niður og vítaspyrna dæmd. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Varamaðurinn Rhian Brewster gerði svo að lokum lítið úr möguleikum heimamanna á því að stela stigi úr leiknum þegar hann fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir groddalega tæklingu á Emerson. Vladimir Coufal sá reyndar til þess að jafnt var í liðunum seinustu sekúndur leiksins þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot á sjöundu mínútu uppbótartíma, en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið fyrir kjaftbrúk eftir brot Brewster á Emerson. Upp úr aukaspyrnunni komu heimamenn boltanum inn á teig þar sem Alphonse Areola fór í úthlaup, braut á Oliver McBurnie og vítaspyrna dæmd. Areola meiddist í úthlaupinu og Lukasz Fabianski kom inn á til að freista þess að verja spyrnuna á tólftu mínútu uppbótartíma. McBurnie fór sjálfur á puntkinn og tryggði heimamönnum dramatískt stig. MCBURNIEEEEEEE!!!!!! pic.twitter.com/CzbWfRKcmc— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 21, 2024 Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli í ótrúlegum leik. West Ham situr í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 21 leik. Sheffield United situr hins vegar sem fastast á botninum með tíu stig. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira
Það voru heimamenn í Sheffield United sem voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik, en gestirnir fengu einnig sín færi og Maxwel Cornet kom West Ham yfir með hnitmiðuðu skoti á 28. mínútu leiksins. Ben Brereton Diaz jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn þegar hann kom boltanum í netið af miklu harðfylgi á 44. mínútu og staðan var því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Það var svo ekki fyrr en að rétt rúmar tíu mínútur voru til leiksloka að dró til tíðinda á ný. Danny Ings fékk þá boltann og gerði vel í að koma sér inn á teig þar sem hann var svo tekinn niður og vítaspyrna dæmd. James Ward-Prowse fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Varamaðurinn Rhian Brewster gerði svo að lokum lítið úr möguleikum heimamanna á því að stela stigi úr leiknum þegar hann fékk að líta beint rautt spjald í uppbótartíma fyrir groddalega tæklingu á Emerson. Vladimir Coufal sá reyndar til þess að jafnt var í liðunum seinustu sekúndur leiksins þegar hann nældi sér í sitt annað gula spjald fyrir klaufalegt brot á sjöundu mínútu uppbótartíma, en hann hafði fengið fyrra gula spjaldið fyrir kjaftbrúk eftir brot Brewster á Emerson. Upp úr aukaspyrnunni komu heimamenn boltanum inn á teig þar sem Alphonse Areola fór í úthlaup, braut á Oliver McBurnie og vítaspyrna dæmd. Areola meiddist í úthlaupinu og Lukasz Fabianski kom inn á til að freista þess að verja spyrnuna á tólftu mínútu uppbótartíma. McBurnie fór sjálfur á puntkinn og tryggði heimamönnum dramatískt stig. MCBURNIEEEEEEE!!!!!! pic.twitter.com/CzbWfRKcmc— Sheffield United (@SheffieldUnited) January 21, 2024 Niðurstaðan varð því 2-2 jafntefli í ótrúlegum leik. West Ham situr í sjötta sæti deildarinnar með 35 stig eftir 21 leik. Sheffield United situr hins vegar sem fastast á botninum með tíu stig.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Fleiri fréttir Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Sjá meira