Körfubolti

Tryggvi Snær stiga­hæstur í tapi gegn Real Madríd

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær í leik kvöldsins.
Tryggvi Snær í leik kvöldsins. Borja B. Hojas/Getty Images

Tryggvi Snær Hlinason átti mjög góðan leik þegar lið hans Bilbao mátti þola fimmtán stiga tap gegn toppliði Real Madríd í ACB-deild karla í körfubolta á Spáni. 

Real hafði aðeins tapað tveimur deildarleikjum á leiktíðinni og ljóst að Bilbao átti erfitt verkefni fyrir höndum.

Það kom á daginn þar sem heimamenn fóru mikinn í fyrsta leikhluta. Það var í raun ekki fyrr en í fjórða leikhluta sem Tryggvi Snær og félagar bitu frá sér, lokatölur 95-80.

Tryggvi Snær minnti þó heldur betur á sig en hann var stigahæstur á vellinum með 19 stig ásamt því að taka 4 fráköst og gefa 2 stoðsendingar.

Real er sem fyrr á toppnum með 17 sigra og 2 töp eftir 19 leik. Bilbao er með 7 sigra og 12 töp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×