Enski boltinn

Salah mun snúa aftur til Liver­pool til að fá með­höndlun við meiðslunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp sáttur með sigur dagsins.
Klopp sáttur með sigur dagsins. EPA-EFE/VINCE MIGNOTT

Jürgen Klopp, þjálfari enska knattspyrnufélagsins Liverpool, ræddi stöðuna á Mohamed Salah eftir 4-0 sigur liðsins á Bournemouth í gær, sunnudag. 

Klopp staðfesti að Salah - sem fór meiddur af velli í 2-2 jafntefli Egyptalands og Gana á Afríkmótinu - gæti snúið aftur til Bítlaborgarinnar til að fá meðhöndlun. Hann meiddist aftan í læri en ef marka má ummæli Klopp er leikmaðurinn einnig að glíma við bakmeiðsli.

Nú hefur verið staðfest að Salah muni snúa aftur til Englands í þeirri von um að verða leikfær fyrr og mögulega geta hjálpað Egyptalandi fari svo að þjóð hans fari langt í keppninni.

Klopp sagði að ef Egyptaland kæmist alla leið þá myndi Liverpool ekki standa í vegi fyrir honum að fara aftur til Fílabeinsstrandarinnar þar sem mótið fer fram.

„Við tökum einn leik í einu, eins og við höfum alltaf gert til þessa. Við verðum að viðhalda þessu góða gengi og sjálfstraustinu sem er í liðinu. Við sjáum hverju það skilar í lok tímabils,“ sagði Klopp að endingu eftir sigur dagsins.

Eftir sigurinn á Bournemouth er Liverpool með fimm stiga forystu á toppi deildarinnar en Manchester City sem er í 2. sætinu á þó leik til góða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×