Kafa betur ofan í áföll kvenna og úrvinnslu þeirra Lovísa Arnardóttir skrifar 22. janúar 2024 13:01 Prófessorarnir Arna Hauksdóttir og Unnur Valdimarsdóttir eru stjórnendur rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna. Mynd/HÍ/Kristinn Ingvarsson Ríflega 30 þúsund konum, sem tóku þátt í rannsókninni Áfallasaga kvenna á árunum 2018-2019, býðst nú að taka þátt í eftirfylgdarrannsókn með því að svara nýjum spurningalista um áföll, lífsstíl og heilsufar. Markmið eftirfylgdarrannsóknarinnar er að varpa frekara ljósi á áhrif áfalla á heilsufar kvenna, en nýjar áherslur snúa að ýmsum eftirmálum áfalla, viðbrögðum og úrvinnslu eftir áföllin, núverandi lífsháttum og líðan og notkun og þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. „Í þessum hluta rannsóknarinnar munum við kafa frekar ofan í aðstæður í æsku og uppvexti, viðbrögð og úrvinnslu eftir áföll og ýmsa þætti sem snúa að heilsu kvenna. Þetta er mikilvægt að kortleggja til að komast að því hvernig við getum stutt þolendur áfalla betur,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor og einn aðalrannsakandi Áfallasögu kvenna, í tilkynningu. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands og ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Um 30% kvenna hérlendis 18-69 ára tóku þátt í fyrsta hluta rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands og að niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar hafi leitt í ljós áhugaverðar niðurstöður um tíðni ýmissa áfalla og tengsl þeirra við heilsufar kvenna á Íslandi. „Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar benda til þess að áföll í æsku og mikil tíðni áreitni og ofbeldis meðal ungra kvenna, t.d. á vinnustöðum eða í námsumhverfi, geti haft gríðarleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu kvenna á fullorðinsárum,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar í tilkynningunni. Mikilvægt að fylgja niðurstöðum eftir Í fyrri hluta rannsóknarinnar svöruðu þær konur sem tóku þátt ítarlegum spurningalista um áföll á mismunandi ævistigum, geðræn einkenni og heilsufar á fullorðinsárum. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar í fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindaritum og hafa meðal annars staðfest hátt algengi ýmissa áfalla, þar á meðal ofbeldis, meðal kvenna á Íslandi og sterk neikvæð tengsl áfallasögu við sálræna og líkamlega heilsu. Unnur Anna segir mikilvægt að fylgja þessum niðurstöðum eftir og skoða heilsufarsáhrif áfalla til lengri tíma. „Við höfum til dæmis varpað ljósi á tengsl áfalla í æsku og einkenni fyrirtíðaröskunar og því finnst okkur mikilvægt í næsta áfanga að skoða tengsl við önnur áþekk heilsufarsvandamál kvenna sem geta komið fram síðar, til dæmis við tíðahvörf.“ Nánari upplýsingar um eftirfylgdarrannsóknina má finna hér. Heilbrigðismál Heilsa Félagsmál Háskólar Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16 Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Markmið eftirfylgdarrannsóknarinnar er að varpa frekara ljósi á áhrif áfalla á heilsufar kvenna, en nýjar áherslur snúa að ýmsum eftirmálum áfalla, viðbrögðum og úrvinnslu eftir áföllin, núverandi lífsháttum og líðan og notkun og þörf fyrir heilbrigðisþjónustu. „Í þessum hluta rannsóknarinnar munum við kafa frekar ofan í aðstæður í æsku og uppvexti, viðbrögð og úrvinnslu eftir áföll og ýmsa þætti sem snúa að heilsu kvenna. Þetta er mikilvægt að kortleggja til að komast að því hvernig við getum stutt þolendur áfalla betur,“ segir Arna Hauksdóttir, prófessor og einn aðalrannsakandi Áfallasögu kvenna, í tilkynningu. Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn á vegum Háskóla Íslands og ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. Um 30% kvenna hérlendis 18-69 ára tóku þátt í fyrsta hluta rannsóknarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Háskóla Íslands og að niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar hafi leitt í ljós áhugaverðar niðurstöður um tíðni ýmissa áfalla og tengsl þeirra við heilsufar kvenna á Íslandi. „Niðurstöður fyrsta hluta rannsóknarinnar benda til þess að áföll í æsku og mikil tíðni áreitni og ofbeldis meðal ungra kvenna, t.d. á vinnustöðum eða í námsumhverfi, geti haft gríðarleg áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu kvenna á fullorðinsárum,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar í tilkynningunni. Mikilvægt að fylgja niðurstöðum eftir Í fyrri hluta rannsóknarinnar svöruðu þær konur sem tóku þátt ítarlegum spurningalista um áföll á mismunandi ævistigum, geðræn einkenni og heilsufar á fullorðinsárum. Niðurstöðurnar hafa verið kynntar í fjölda vísindagreina í virtum alþjóðlegum vísindaritum og hafa meðal annars staðfest hátt algengi ýmissa áfalla, þar á meðal ofbeldis, meðal kvenna á Íslandi og sterk neikvæð tengsl áfallasögu við sálræna og líkamlega heilsu. Unnur Anna segir mikilvægt að fylgja þessum niðurstöðum eftir og skoða heilsufarsáhrif áfalla til lengri tíma. „Við höfum til dæmis varpað ljósi á tengsl áfalla í æsku og einkenni fyrirtíðaröskunar og því finnst okkur mikilvægt í næsta áfanga að skoða tengsl við önnur áþekk heilsufarsvandamál kvenna sem geta komið fram síðar, til dæmis við tíðahvörf.“ Nánari upplýsingar um eftirfylgdarrannsóknina má finna hér.
Heilbrigðismál Heilsa Félagsmál Háskólar Skóla - og menntamál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Vinnumarkaður Tengdar fréttir „Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00 Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16 Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
„Ef ekki væri fyrir ofbeldið væri þetta dásamlegasti maður sem ég þekki“ „„Ég ætti nú líklega ekki að vera hér, ég er örugglega að taka frá tíma sem myndi nýtast betur annarri konu,“ eru oft fyrstu setningarnar sem við heyrum konur segja þegar þær koma í viðtölin til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. 17. september 2023 08:00
Þriðjungur kvenna orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað Þriðjungur kvenna á Íslandi hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi á vinnustað einhvern tímann á lífsleiðinni samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á vegum vísindamanna Háskóla Íslands. 2. september 2022 16:16
Áföll í barnæsku tengd geðheilsuvanda og heilsubrest á fullorðinsárum Á dögunum voru kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar Áfallasaga kvenna sem sýna að sterk tengsl eru á milli fjölda áfalla í æsku og geðheilsuvanda og skertrar getu til að takast á við áskoranir daglegs lífs á fullorðinsárum. Rétt er að taka fram að rannsóknin er ein sú stærsta sinnar tegundar á heimsvísu. 8. febrúar 2022 13:31
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent