Ljúffengur fiskréttur að hætti Hrefnu Sætran Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 23. janúar 2024 10:36 Hrefna Rósa Sætran eigandi Grillmarkaðsins, Fiskmarkaðsins, Uppi Bar og Skúla Craftbar deilir ljúffengri fiskuppskrift. Vísir/Vilhelm Ofurkokkurinn Hrefna Sætran segir að hvítur fiskur sé ótrúlegt hráefni sem maður ætti að borða eins oft og maður getur. Hún deilir hér uppskrift af skotheldum fiskrétti. Hrefna birti uppskriftina fyrst á Instagram í dag þar sem hún skrifar meðal annars: „Hvítur fiskur er ótrúlegt hráefni. Þorskur, ýsa, langa, steinbítur, rauðspretta, smálúða sem dæmi. Svo mikið magn af próteini og nánast ekkert annað og svo mikið gott hægt að gera. Maður ætti að borða hvítan fisk eins oft og maður getur. Ég bakaði steinseljurót og blaðlauk með fisknum því ég átti það til en það er hægt að baka það grænmeti sem maður vill. Gulrætur, sætar kartöflur, brokkolí, kartöflur sem dæmi.“ View this post on Instagram A post shared by Hrefna Sætran (@hrefnasaetran) Hér má finna uppskrift Hrefnu að þorski með möndluhjúp fyrir fjóra: „1 stk steinseljurót1 stk blaðlaukurOlíaSalt og pipar Aðferð: Hitaðu ofninn upp í 200°c. Skrældu steinseljurótina og skerðu hana í kubba. Skerðu svo blaðlaukinn niður líka. Settu þetta í skál, helltu olíu yfir og kryddaðu með salti og pipar. Settu smjörpappír á ofnskúffu og dreyfðu grænmetinu yfir hana. Eldaðu grænmetið í 20 mínútur og undirbúðu fiskinn á meðan. 600 g þorskhnakkar3 msk ólífuolía2 msk sítrónusafi2 hvítlauksrif, fínt söxuð1 lúka fersk steinselja, fínt söxuð60 g hakkaðar möndlur1 msk papriku duftSalt og pipar Skerðu fiskinn niður í bita. Þerraðu hann vel með eldhúspappír. Settu allt hitt hráefnið saman í skál og blandaðu saman. Taktu grænmetið út úr ofninum og færðu það á annan helminginn af ofnskúffunni. Raðaðu svo fiskinum á hinn helminginn og kryddaðu hann með salti og pipar. Settu svo möndluhjúpinn ofan á fiskbitana með höndunum og mótaðu hann til. Bakaðu áfram í 10-12 mínútur (fer eftir því hversu þykkur fiskurinn er). Ef þú ert ekki viss á því hvort fiskurinn sé tilbúinn þá getur þú bara slökkt á ofninum og leyft honum að dóla aðeins áfram inni. Ég gerði svo vinaigrette til að hafa með. Þessi dressing passar svakalega vel með fisknum og grænmetinu og svo var ég líka með salat með. 2 msk balsamic edik2 msk hunang1 msk Dijon sinnep100-150 ml ólífuolía Pískaðu ediki, hunangi og sinnepi saman í skál. Helltu svo olíunni saman við í mjórri bunu og pískaðu áfram saman.“ Matur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið
Hrefna birti uppskriftina fyrst á Instagram í dag þar sem hún skrifar meðal annars: „Hvítur fiskur er ótrúlegt hráefni. Þorskur, ýsa, langa, steinbítur, rauðspretta, smálúða sem dæmi. Svo mikið magn af próteini og nánast ekkert annað og svo mikið gott hægt að gera. Maður ætti að borða hvítan fisk eins oft og maður getur. Ég bakaði steinseljurót og blaðlauk með fisknum því ég átti það til en það er hægt að baka það grænmeti sem maður vill. Gulrætur, sætar kartöflur, brokkolí, kartöflur sem dæmi.“ View this post on Instagram A post shared by Hrefna Sætran (@hrefnasaetran) Hér má finna uppskrift Hrefnu að þorski með möndluhjúp fyrir fjóra: „1 stk steinseljurót1 stk blaðlaukurOlíaSalt og pipar Aðferð: Hitaðu ofninn upp í 200°c. Skrældu steinseljurótina og skerðu hana í kubba. Skerðu svo blaðlaukinn niður líka. Settu þetta í skál, helltu olíu yfir og kryddaðu með salti og pipar. Settu smjörpappír á ofnskúffu og dreyfðu grænmetinu yfir hana. Eldaðu grænmetið í 20 mínútur og undirbúðu fiskinn á meðan. 600 g þorskhnakkar3 msk ólífuolía2 msk sítrónusafi2 hvítlauksrif, fínt söxuð1 lúka fersk steinselja, fínt söxuð60 g hakkaðar möndlur1 msk papriku duftSalt og pipar Skerðu fiskinn niður í bita. Þerraðu hann vel með eldhúspappír. Settu allt hitt hráefnið saman í skál og blandaðu saman. Taktu grænmetið út úr ofninum og færðu það á annan helminginn af ofnskúffunni. Raðaðu svo fiskinum á hinn helminginn og kryddaðu hann með salti og pipar. Settu svo möndluhjúpinn ofan á fiskbitana með höndunum og mótaðu hann til. Bakaðu áfram í 10-12 mínútur (fer eftir því hversu þykkur fiskurinn er). Ef þú ert ekki viss á því hvort fiskurinn sé tilbúinn þá getur þú bara slökkt á ofninum og leyft honum að dóla aðeins áfram inni. Ég gerði svo vinaigrette til að hafa með. Þessi dressing passar svakalega vel með fisknum og grænmetinu og svo var ég líka með salat með. 2 msk balsamic edik2 msk hunang1 msk Dijon sinnep100-150 ml ólífuolía Pískaðu ediki, hunangi og sinnepi saman í skál. Helltu svo olíunni saman við í mjórri bunu og pískaðu áfram saman.“
Matur Uppskriftir Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið