Poor Things: Bravó! Heiðar Sumarliðason skrifar 24. janúar 2024 09:01 Bella Bater komin í fagurbókmenntirnar. Undirritaður var farinn að halda að allar myndirnar sem líklegar eru til að berjast um Óskarsstyttuna í ár væru hálfgerðar luðrur. Kemur svo ekki Grikkinn Jorgos Lanthimos (How to Kill a Scared Deer og The Favourite) og bjargar deginum með kvikmynd sinni Poor Things, en hún hlaut ellefur tilnefningar til Óskarsverðlauna í gær. Mér þótti reyndar ekki blása byrlega með þessari nýjustu ræmu meistara Jorgos til að byrja með, því í hléinu var ég alls ekki svo viss um hana. Framvinda fyrri hlutans var hreinlega ekki að ná mér. Mér leiddist ekki beint, en var samt ekki að gleyma stund og stað, líkt og eftirsóknarvert er þegar kvikmyndahús eru sótt. Hún hresstist þó all verulega í síðari hlutanum og þegar upp var staðið kom aðeins eitt orð upp í huga mér: Bravó! Heili barns í höfuð konu Poor Things gerist í einhvers konar hliðarveruleika, þar sem ýmsir hlutir eru mögulegir, sem eru það alls ekki í raunveruleikanum. Í upphafi kynnumst við Bellu Baxter, konu sem virðist eiga við einhvers konar þroskaröskun að stríða. Ekki líður að löngu þar til við komumst að því að Dr. Godwin Baxter (Willem Dafoe), einskonar umsjónarmaður hennar, bjó hana til úr tveimur manneskjum. Hún hefur líkama óléttrar konu sem framdi sjálfsmorð, en heila barnsins sem hún bar undir belti. Þetta útskýrir furðulega hegðun hennar, enda er hún með þroska barns. Eyjólfur hressist töluvert með tilkomu Mark Ruffalo. Líkt og hjá öllum börnum vill Bella fljótlega brjótast út úr hversdagsleikanum og fer í óþökk Godwins í ævintýraför með kvennaflagaranum Duncan Weederburn (Mark Ruffolo). Þau flakka víða og kynnist Bella heiminum svo um munar. Fátt að rýna í gegnum Vandinn sem steðjar að mér í ritun þessa pistils er að ég hef eiginlega ekkert við myndina að gagnrýna, annað en að hún er hæg í gang. Það eina sem bókstaflega er hægt að gegnumrýna er hvers vegna sagan greip mig ekki fyrr en raun bar vitni. Þá dettur mér helst tvennt í hug. Sögusviðið er heldur lokað til að byrja með, enda vill Dr. Godwin helst ekki hleypa Ellu út, því verður myndin eilítið endurtekningarsöm. Einnig dettur mér í hug að gáfnastig Ellu hafi áhrif, framan af er hún það vitlaus að gjörðir hennar eru handahófskenndar, en eftir því sem hún öðlast meira vit og ásetningar verða skýrari, verður því mun auðveldara að samsama sig með henni. Ég er hins vegar ávallt tilbúinn að fyrirgefa rólegan fyrri hálfleik sé sá síðari þeim mun betri, sem sannarlega er tilfellið hér. Tár, besta mynd síðasta árs, var einnig þessu marki brennd, hafði heldur rólegan fyrri hluta, en átti svo ótrúlegan endasprett. Hún tapaði reyndar á Óskarskvöldinu fyrir - að mínu mati - síðri kvikmynd. Ég hef áhyggjur af því að sagan muni endurtaka sig 10. mars n.k. þegar Poor Things mun tapa -aftur, að mínu mati - fyrir síðri mynd. En þannig er víst leikurinn gerður, það sjá ekki allir hlutina sömu augum. Stjörnuleikur Stone Emma Stone er að sjálfsögðu stjarna myndarinnar og rúllar upp ótrúlega krefjandi hlutverki Ellu. Það eru litlar líkur á að hún muni nokkurn tíma þurfa að takast á við annað eins og má teljast ansi sigurstrangleg þegar kemur að veitingu tíðnefndra Óskarsverðlaunanna. Þar fyrir utan hefur Jorgos safnað í kringum sig einvala liði leikara: Mark Ruffolo og Willem Dafoe, sem og áhugaverðum nýliðum á borð við Jerrod Carmichael og Ramy Youseff. Jerrod Carmichael á eftirtektaverða innkomu í Poor Things. Sviðsmynd og tónlist eru bæði stórkostleg, hvert einasta smáatriði hugsað í þaula. Handritið er frábært, fyndið, á sama tíma og það hefur sögn. Poor Things er a.m.k. mín eftirlætis mynd af þeim sem komið hafa í kvikmyndahús hér á landi fyrir þetta Óskarstímabil. Við eigum þó þrjár tilnefndar inni: Zone of Interest, American Fiction og The Holdovers. Enn hefur þó ekkert bólað á þeim á dagskrá kvikmyndahúsanna. Það verður vonandi bætt úr því á næstu dögum og þeim fundið pláss sem fyrst. Það er best að fjölyrða ekki um Poor Things; hún er mynd sem allir unnendur góðrar kvikmyndagerðar eiga að sjá. Niðurstaða: Eftir rólegan fyrri hálfleik er sá síðari algjör veisla. Poor Things fær mín bestu meðmæli. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Mér þótti reyndar ekki blása byrlega með þessari nýjustu ræmu meistara Jorgos til að byrja með, því í hléinu var ég alls ekki svo viss um hana. Framvinda fyrri hlutans var hreinlega ekki að ná mér. Mér leiddist ekki beint, en var samt ekki að gleyma stund og stað, líkt og eftirsóknarvert er þegar kvikmyndahús eru sótt. Hún hresstist þó all verulega í síðari hlutanum og þegar upp var staðið kom aðeins eitt orð upp í huga mér: Bravó! Heili barns í höfuð konu Poor Things gerist í einhvers konar hliðarveruleika, þar sem ýmsir hlutir eru mögulegir, sem eru það alls ekki í raunveruleikanum. Í upphafi kynnumst við Bellu Baxter, konu sem virðist eiga við einhvers konar þroskaröskun að stríða. Ekki líður að löngu þar til við komumst að því að Dr. Godwin Baxter (Willem Dafoe), einskonar umsjónarmaður hennar, bjó hana til úr tveimur manneskjum. Hún hefur líkama óléttrar konu sem framdi sjálfsmorð, en heila barnsins sem hún bar undir belti. Þetta útskýrir furðulega hegðun hennar, enda er hún með þroska barns. Eyjólfur hressist töluvert með tilkomu Mark Ruffalo. Líkt og hjá öllum börnum vill Bella fljótlega brjótast út úr hversdagsleikanum og fer í óþökk Godwins í ævintýraför með kvennaflagaranum Duncan Weederburn (Mark Ruffolo). Þau flakka víða og kynnist Bella heiminum svo um munar. Fátt að rýna í gegnum Vandinn sem steðjar að mér í ritun þessa pistils er að ég hef eiginlega ekkert við myndina að gagnrýna, annað en að hún er hæg í gang. Það eina sem bókstaflega er hægt að gegnumrýna er hvers vegna sagan greip mig ekki fyrr en raun bar vitni. Þá dettur mér helst tvennt í hug. Sögusviðið er heldur lokað til að byrja með, enda vill Dr. Godwin helst ekki hleypa Ellu út, því verður myndin eilítið endurtekningarsöm. Einnig dettur mér í hug að gáfnastig Ellu hafi áhrif, framan af er hún það vitlaus að gjörðir hennar eru handahófskenndar, en eftir því sem hún öðlast meira vit og ásetningar verða skýrari, verður því mun auðveldara að samsama sig með henni. Ég er hins vegar ávallt tilbúinn að fyrirgefa rólegan fyrri hálfleik sé sá síðari þeim mun betri, sem sannarlega er tilfellið hér. Tár, besta mynd síðasta árs, var einnig þessu marki brennd, hafði heldur rólegan fyrri hluta, en átti svo ótrúlegan endasprett. Hún tapaði reyndar á Óskarskvöldinu fyrir - að mínu mati - síðri kvikmynd. Ég hef áhyggjur af því að sagan muni endurtaka sig 10. mars n.k. þegar Poor Things mun tapa -aftur, að mínu mati - fyrir síðri mynd. En þannig er víst leikurinn gerður, það sjá ekki allir hlutina sömu augum. Stjörnuleikur Stone Emma Stone er að sjálfsögðu stjarna myndarinnar og rúllar upp ótrúlega krefjandi hlutverki Ellu. Það eru litlar líkur á að hún muni nokkurn tíma þurfa að takast á við annað eins og má teljast ansi sigurstrangleg þegar kemur að veitingu tíðnefndra Óskarsverðlaunanna. Þar fyrir utan hefur Jorgos safnað í kringum sig einvala liði leikara: Mark Ruffolo og Willem Dafoe, sem og áhugaverðum nýliðum á borð við Jerrod Carmichael og Ramy Youseff. Jerrod Carmichael á eftirtektaverða innkomu í Poor Things. Sviðsmynd og tónlist eru bæði stórkostleg, hvert einasta smáatriði hugsað í þaula. Handritið er frábært, fyndið, á sama tíma og það hefur sögn. Poor Things er a.m.k. mín eftirlætis mynd af þeim sem komið hafa í kvikmyndahús hér á landi fyrir þetta Óskarstímabil. Við eigum þó þrjár tilnefndar inni: Zone of Interest, American Fiction og The Holdovers. Enn hefur þó ekkert bólað á þeim á dagskrá kvikmyndahúsanna. Það verður vonandi bætt úr því á næstu dögum og þeim fundið pláss sem fyrst. Það er best að fjölyrða ekki um Poor Things; hún er mynd sem allir unnendur góðrar kvikmyndagerðar eiga að sjá. Niðurstaða: Eftir rólegan fyrri hálfleik er sá síðari algjör veisla. Poor Things fær mín bestu meðmæli.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira