AFP fréttastofan hefur þetta eftir heimildarmönnum sínum sem eru inn í innsta búri hjá félaginu.
Benzema kom til félagsins frá Real Madrid síðasta sumar og skrifaði undir risasamning. Hann fékk Gullhnöttinn sem besti knattspyrnumaður heims árið 2022 eftir magnað ár með Real.
Lífið í Sádi-Arabíu hefur samkvæmt fréttum ekki verið neinn dans á rósum hjá franska framherjanum en hann hefur engu að síður skorað 9 mörk í 15 leikjum.
Al-Ittihad bauð honum að fara á láni til annars félags í Sádi-Arabíu en því hafnaði leikmaðurinn.
Sögusagnir hafa verið um það að Benzema vilji komast á lán til Evrópu en það virðist ekki vera inn í myndinni samkvæmt þessum fréttum.