Sýknaður þrátt fyrir játningu um að binda niður barn og kitla það Jón Þór Stefánsson skrifar 23. janúar 2024 15:52 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Maður, sem var ákærður fyrir að brot á barnaverndarlögum með því að brjóta á tíu ára gömlum dreng, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í desember 2021. Manninum var gefið að sök að hafa hlaupið á eftir drengnum, sem var gestkomandi á heimili hans, inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Með þessu á maðurinn að hafa sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, en samkvæmt ákærunni lét hann ekki af háttseminni fyrr en drengurinn hrækti í andlit hans. Játaði háttsemina að hluta en neitaði sök Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Drengurinn kom á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin lýsti atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hafi leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hafi átt sér stað. Hún taldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan lýsti atvikum á svipaðan hátt, en haft er eftir henni að hún og stjúpdóttirin hafi verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan piltarnir voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hafi barið á hurðina, en hann taldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann segir að þegar maðurinn hafi hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hafi hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, er að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það telur dómurinn að um „ærslaleik“ hafi verið að ræða og að gögn málsins bendi til þess að drengurinn hafi tekið fullan þátt og haft gaman að. Hann hafi ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Líkt og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Foreldri drengsins krafðist þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn myndi greiða eina milljón króna í miskabætur, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa hlaupið á eftir drengnum, sem var gestkomandi á heimili hans, inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Með þessu á maðurinn að hafa sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, en samkvæmt ákærunni lét hann ekki af háttseminni fyrr en drengurinn hrækti í andlit hans. Játaði háttsemina að hluta en neitaði sök Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Drengurinn kom á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin lýsti atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hafi leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hafi átt sér stað. Hún taldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan lýsti atvikum á svipaðan hátt, en haft er eftir henni að hún og stjúpdóttirin hafi verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan piltarnir voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hafi barið á hurðina, en hann taldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann segir að þegar maðurinn hafi hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hafi hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, er að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það telur dómurinn að um „ærslaleik“ hafi verið að ræða og að gögn málsins bendi til þess að drengurinn hafi tekið fullan þátt og haft gaman að. Hann hafi ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Líkt og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Foreldri drengsins krafðist þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn myndi greiða eina milljón króna í miskabætur, en þeirri kröfu var vísað frá dómi.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Sjá meira