Sýknaður þrátt fyrir játningu um að binda niður barn og kitla það Jón Þór Stefánsson skrifar 23. janúar 2024 15:52 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Maður, sem var ákærður fyrir að brot á barnaverndarlögum með því að brjóta á tíu ára gömlum dreng, hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í desember 2021. Manninum var gefið að sök að hafa hlaupið á eftir drengnum, sem var gestkomandi á heimili hans, inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Með þessu á maðurinn að hafa sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, en samkvæmt ákærunni lét hann ekki af háttseminni fyrr en drengurinn hrækti í andlit hans. Játaði háttsemina að hluta en neitaði sök Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Drengurinn kom á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin lýsti atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hafi leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hafi átt sér stað. Hún taldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan lýsti atvikum á svipaðan hátt, en haft er eftir henni að hún og stjúpdóttirin hafi verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan piltarnir voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hafi barið á hurðina, en hann taldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann segir að þegar maðurinn hafi hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hafi hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, er að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það telur dómurinn að um „ærslaleik“ hafi verið að ræða og að gögn málsins bendi til þess að drengurinn hafi tekið fullan þátt og haft gaman að. Hann hafi ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Líkt og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Foreldri drengsins krafðist þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn myndi greiða eina milljón króna í miskabætur, en þeirri kröfu var vísað frá dómi. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira
Manninum var gefið að sök að hafa hlaupið á eftir drengnum, sem var gestkomandi á heimili hans, inn í svefnherbergi, læst dyrum, og gegn vilja drengsins snúið hann niður í hjónarúm herbergisins og þar bundið hann á höndum og fótum, fyrir aftan bak, sest klofvega yfir hann, þar sem hann lá á maganum og kitlað hann, þrátt fyrir að drengurinn bæði hann margsinnis um að hætta. Með þessu á maðurinn að hafa sýnt drengnum yfirgang og vanvirðandi og ruddalega háttsemi, en samkvæmt ákærunni lét hann ekki af háttseminni fyrr en drengurinn hrækti í andlit hans. Játaði háttsemina að hluta en neitaði sök Fyrir dómi játaði maðurinn að hafa bundið drenginn á höndum og fótum í hjónarúmi og kitlað hann. Hins vegar neitaði hann að hafa setið ofan á honum, og vildi meina að drengurinn hafi ekki beðið hann um að hætta. Hann neitaði hins vegar sök, þar sem hann vildi meina að ekki væri um refsiverðan verknað að ræða, heldur leik sem drengurinn hafi tekið þátt í. Drengurinn kom á heimili mannsins í fylgd með stjúpdóttur hans og annarri vinkonu. Stjúpdóttirin lýsti atvikum þannig fyrir dómi að krakkarnir hefðu komið heim til hennar og hlaupið að manninum og byrjað að kitla hann og hann kitlað þau á móti. Það hafi leitt til þess að atburðirnir sem málið varðar hafi átt sér stað. Hún taldi manninn og drenginn hafa verið lokaða inni í herbergi í eina til tvær mínútur. Vinkonan lýsti atvikum á svipaðan hátt, en haft er eftir henni að hún og stjúpdóttirin hafi verið fyrir utan herbergishurðina og bankað á hana á meðan piltarnir voru inni í herberginu. „Ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“ Drengurinn lýsti því líka fyrir dómi að stelpurnar hafi barið á hurðina, en hann taldi sig og manninn hafa verið inni í herberginu í fimm mínútur. Hann segir að þegar maðurinn hafi hætt að kitla hann, eftir að hafa verið beðinn um að stoppa, hafi hann sagt: „það er ekki eins og ég hafi verið að nauðga ykkur“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að frásögn mannsins af atvikum málsins væri trúverðug, og að einungis hann og drengurinn væru til frásagnar um það sem hefði átt sér stað, og því væri að ræða um orð á móti orði. Sú háttsemi sem maðurinn játaði, að binda drenginn um hendur og fætur kitla í læstu herbergi, er að mati dómsins ekki til eftirbreytni. Þrátt fyrir það telur dómurinn að um „ærslaleik“ hafi verið að ræða og að gögn málsins bendi til þess að drengurinn hafi tekið fullan þátt og haft gaman að. Hann hafi ekki beitt drenginn yfirgangi, vanvirðingu eða ruddaskap eins og segir í ákæru. Líkt og áður segir var maðurinn sýknaður af ákærunni. Foreldri drengsins krafðist þess fyrir hönd sonar síns að maðurinn myndi greiða eina milljón króna í miskabætur, en þeirri kröfu var vísað frá dómi.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fleiri fréttir Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Sjá meira