Bjarni: Það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar tali um annað Andri Már Eggertsson skrifar 23. janúar 2024 21:20 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn Vísir/Diego Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var afar ánægður með níu stiga sigur gegn Stjörnunni 74-65. Bjarni var sérstaklega ánægður með hvernig liðið setti tóninn í upphafi leiks. „Orkan var góð og mér fannst við spila vel sóknarlega. Í fyrri hálfleik hefðum við getað verið með stærra forskot en Stjarnan náði að ýta okkur aðeins úr því sem við vildum gera en heilt yfir er ég ánægður með framlagið hjá leikmönnum,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks með því að gera fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. „Ég vissi ekki á hverju ég átti von á frá liðinu en þekkjandi stelpurnar þá vissi ég að þær ætluðu að gera betur heldur en síðast og við byrjuðum leikinn vel. Við gerðum þetta aðeins of spennandi síðustu mínúturnar en þetta var nauðsynlegur sigur hjá okkur.“ Haukar voru fimmtán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Stjarnan datt hins vegar í gang í fjórða leikhluta og saxaði forskot Hauka niður í sex stig. „Við hættum að hitta þegar að þær fóru í svæðisvörn. Við náðum að leysa vörnina þeirra til að byrja með en síðan kom hik á okkur og þá datt vörnin okkar úr takti og þær fengu auðveldar körfur sem þær settu ofan í.“ Bjarni sagði að hann væri ekki að fara að styrkja liðið meira og skaut á sérfræðingana í Körfuboltakvöldi í leiðinni. „Ég er með flottan hóp og það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar hjá ykkur hafi alltaf talað um að það hafi verið léleg stemning hérna í Ólafssal. Það hefur aldrei verið og ég hef verið hérna í mörg ár og þetta er geggjaður hópur og þær eru spenntar að halda áfram í framhaldinu,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira
„Orkan var góð og mér fannst við spila vel sóknarlega. Í fyrri hálfleik hefðum við getað verið með stærra forskot en Stjarnan náði að ýta okkur aðeins úr því sem við vildum gera en heilt yfir er ég ánægður með framlagið hjá leikmönnum,“ sagði Bjarni Magnússon eftir leik. Haukar tóku frumkvæðið strax í upphafi leiks með því að gera fyrstu átta stigin og litu aldrei um öxl eftir það. „Ég vissi ekki á hverju ég átti von á frá liðinu en þekkjandi stelpurnar þá vissi ég að þær ætluðu að gera betur heldur en síðast og við byrjuðum leikinn vel. Við gerðum þetta aðeins of spennandi síðustu mínúturnar en þetta var nauðsynlegur sigur hjá okkur.“ Haukar voru fimmtán stigum yfir þegar haldið var í fjórða leikhluta. Stjarnan datt hins vegar í gang í fjórða leikhluta og saxaði forskot Hauka niður í sex stig. „Við hættum að hitta þegar að þær fóru í svæðisvörn. Við náðum að leysa vörnina þeirra til að byrja með en síðan kom hik á okkur og þá datt vörnin okkar úr takti og þær fengu auðveldar körfur sem þær settu ofan í.“ Bjarni sagði að hann væri ekki að fara að styrkja liðið meira og skaut á sérfræðingana í Körfuboltakvöldi í leiðinni. „Ég er með flottan hóp og það er fín stemning í hópnum þrátt fyrir að sérfræðingar hjá ykkur hafi alltaf talað um að það hafi verið léleg stemning hérna í Ólafssal. Það hefur aldrei verið og ég hef verið hérna í mörg ár og þetta er geggjaður hópur og þær eru spenntar að halda áfram í framhaldinu,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti Sport Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Dagskráin í dag: VARsjáin og hafnabolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad EM í dag: Helgin frá helvíti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Ten Hag rekinn frá Leverkusen Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Sjá meira