Lífið

Albert Inga selur fal­lega í­búð með nuddbaðkari

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Albert starfar sem knattspyrnusspekingur á Stöð 2 sport.
Albert starfar sem knattspyrnusspekingur á Stöð 2 sport.

Albert Ingason fyrrverandi knattspyrnumaður og knattspyrnuspekingur Stöðvar 2 sport hefur sett huggulega íbúð við Reiðvað í Reykjavík á sölu. Ásett verð fyrir eignina er 63,8 milljónir.

Um er að ræða vel skipulagða 97 fermetra íbúð á þriðju hæð í húsi sem var byggt árið 2004.

Útgengt er á rúmgóðar svalir úr borðstofu.Fasteignaljósmyndun

Íbúðin skipt­ist í for­stofu, stofu, eld­hús, tvö svefn­her­bergi og baðher­bergi. Stof­a og borðstofa eru í samliggjandi og opnu rými. Þaðan er út­gengt á sval­ir til suðausturs með fallegu útsýni.

Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með vegghengdri innréttingu úr hlyni og nuddbaðkari með sturtuaðstöðu.

Í eldhúsi er rúmgóð innrétting úr hlyni með góðu borðplássi.

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.

Eldhús, stofa og borðstofa eru í opnu og samliggjandi rými.Fasteignaljósmyndun
Fallegt útsýni er úr eigninni.Fasteignaljósmyndun
Tvö svefnherbergi eru í eigninni.Fasteignaljósmyndun
Upphengd innrétting úr hlyni er á baðherbergi.Fasteignaljósmyndun
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf.Fasteignaljósmyndun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.