Framhjól Boeing 757 féll af flugvélinni Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. janúar 2024 14:47 Hjólið féll af vélinni skömmu fyrir flugtak. Mynd er úr safni og sýnir vél Delta á alþjóðaflugvelli í Brussel. Nicolas Economou/Getty Images Framhjól á Boeing 757 farþegaþotu í eigu bandaríska flugfélagsins Delta féll af þotunni á alþjóðaflugvellinum í Atlanta í Bandaríkjunum á laugardag skömmu fyrir ætlað flugtak. Í umfjöllun Reuters kemur fram að engan hafi sakað vegna þessa. Hjólið hafi dottið af og rúllað í burtu. Hundrað áttatíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni sem fljúga átti til Bogota í Kólumbíu. Miðillinn segir forsvarsmenn Boeing ekki vilja tjá sig um málið. Þess í stað hafi þeir beint spurningum til flugfélagsins. Bandarísk flugmálayfirvöld, FAA, eru með málið til rannsóknar. Fjöldi lausra skrúfa í flugvélum Alaska Airlines Málið kemur á óheppilegum tíma fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann. Nýlega féll hurð af annarri tegund vélar úr smiðju framleiðandans, Boeing 737 Max 9 flugvél í eigu Alaska Airlines, í miðri flugferð. Eftir það voru flugvélar 171 flgvél af þessari gerð kyrrsettar í Bandaríkjunum. Það teygði anga sína einnig hingað til lands en forsvarsmenn Icelandair sem eiga fjórar Boeing flugvélar af þessari gerðu settu sig í samband við flugvélaframleiðandann. Í ljós kom að ekki er sami búnaður til staðar í flugvélum Icelandair sem þurfti því ekki að grípa til ráðstafana. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur nú eftir Ben Minicucci að við rannsókn á kyrrsettum flugvélum AlaskaAirlines hefði komið í ljós að skrúfubiltar hefðu verið lausir í „mörgum“ flugvélanna. Þá segja forsvarsmenn United flugfélagsins það sama. „Ég er ekki bara pirraður og vonsvikinn,“ hefur bandaríska sjónvarpsstöðin eftir forstjóranum. „Ég er reiður. Þetta gerðist fyrir Alaska Airlines. Þetta gerðist fyrir gestina okkar og okkar fólk. Og krafa mín til Boeing er sú að þeir umbreyti sínum gæðaferlum.“ Fram kemur í umfjöllun NBC að allar flugvélar af þessari gerð í Bandaríkjunum séu enn kyrrsettar og áfram til rannsóknar. Ekki sé ljóst á þessari stundu hvenær flugvélarnar fái að fara aftur í loftið. Alaska Airlines er það flugfélag sem á flestar flugvélar af þessari gerð og hefur það haft töluverðar afleiðingar í för með sér á flugáætlanir félagsins. Þá segist forstjórinn opinn fyrir því að félagið muni í framtíðinni frekar versla flugvélar af aðalkeppinauti Boeing, Airbus. Umfjöllun NBC sjónvarpsstöðvarinnar má horfa á hér fyrir neðan. Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Í umfjöllun Reuters kemur fram að engan hafi sakað vegna þessa. Hjólið hafi dottið af og rúllað í burtu. Hundrað áttatíu og fjórir farþegar voru um borð í flugvélinni sem fljúga átti til Bogota í Kólumbíu. Miðillinn segir forsvarsmenn Boeing ekki vilja tjá sig um málið. Þess í stað hafi þeir beint spurningum til flugfélagsins. Bandarísk flugmálayfirvöld, FAA, eru með málið til rannsóknar. Fjöldi lausra skrúfa í flugvélum Alaska Airlines Málið kemur á óheppilegum tíma fyrir bandaríska flugvélaframleiðandann. Nýlega féll hurð af annarri tegund vélar úr smiðju framleiðandans, Boeing 737 Max 9 flugvél í eigu Alaska Airlines, í miðri flugferð. Eftir það voru flugvélar 171 flgvél af þessari gerð kyrrsettar í Bandaríkjunum. Það teygði anga sína einnig hingað til lands en forsvarsmenn Icelandair sem eiga fjórar Boeing flugvélar af þessari gerðu settu sig í samband við flugvélaframleiðandann. Í ljós kom að ekki er sami búnaður til staðar í flugvélum Icelandair sem þurfti því ekki að grípa til ráðstafana. Bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur nú eftir Ben Minicucci að við rannsókn á kyrrsettum flugvélum AlaskaAirlines hefði komið í ljós að skrúfubiltar hefðu verið lausir í „mörgum“ flugvélanna. Þá segja forsvarsmenn United flugfélagsins það sama. „Ég er ekki bara pirraður og vonsvikinn,“ hefur bandaríska sjónvarpsstöðin eftir forstjóranum. „Ég er reiður. Þetta gerðist fyrir Alaska Airlines. Þetta gerðist fyrir gestina okkar og okkar fólk. Og krafa mín til Boeing er sú að þeir umbreyti sínum gæðaferlum.“ Fram kemur í umfjöllun NBC að allar flugvélar af þessari gerð í Bandaríkjunum séu enn kyrrsettar og áfram til rannsóknar. Ekki sé ljóst á þessari stundu hvenær flugvélarnar fái að fara aftur í loftið. Alaska Airlines er það flugfélag sem á flestar flugvélar af þessari gerð og hefur það haft töluverðar afleiðingar í för með sér á flugáætlanir félagsins. Þá segist forstjórinn opinn fyrir því að félagið muni í framtíðinni frekar versla flugvélar af aðalkeppinauti Boeing, Airbus. Umfjöllun NBC sjónvarpsstöðvarinnar má horfa á hér fyrir neðan.
Bandaríkin Fréttir af flugi Boeing Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira