Hjalti Þór: „Varnarlega áttu þær voða fá svör“ Siggeir Ævarsson skrifar 24. janúar 2024 22:59 Hjalti hafði sannarlega ástæðu til að brosa í kvöld, en beið þó með það þangað til í leikslok Vísir/Hulda Margrét Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, sagði í viðtali fyrir leik Vals og Keflavíkur í Subway-deild kvenna að það yrði skandall ef Keflavíkurliðið myndi tapa fleiri leikjum í vetur. Hann gerði sér svo lítið fyrir og bauð upp á þennan skandal ásamt sínum konum en Valur fór með sigur af hólmi, 79-77, í æsispennandi leik. „Bara í fyrsta leik maður! Já við gerðum bara fjandi vel. „Varnarlega áttu þær voða fá svör“. Við „skátuðum“ þær helvíti vel, gerðum vel og héldum plani. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði.“ Talandi um að kortleggja andstæðinga, þá gátu Keflvíkingar ekki skipulagt hvernig þær tókust á við nýjan leikmann Vals en Téa Adams lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld eftir að hafa komið til landsins á sunnudag. Valur hafði ekki tilkynnt neitt um komu hennar og Hjalti viðurkenndi að það hefði ekki legið neitt á fréttatilkynningu. „Nei nei. Hún kom á sunnudaginn, við vorum svo sem ekkert að flagga því, get alveg viðurkennt það, en við vorum svo sem ekkert að fela það heldur. Hún mætti bara á æfingu og æfði með okkur. Við svona fyrstu kynni lítur hún bara mjög vel út.“ Hún náttúrulega kláraði leikinn fyrir ykkur þegar á reyndi. „Það er bara svoleiðis. Hún bara þorði og lét vaða og bara gerði þrælvel.“ Téa Adams steig heldur betur upp í lok leiksins og skoraði sigurkörfuna upp á eigin spýturVísir/Hulda Margrét Valskonur voru með þrjá leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem voru ekki hluti af liðinu í upphfi móts. Hjalti sagði að liðið væri loks að finna einhvern takt, þetta væri allt á réttri leið. „Við töpum hérna á móti Snæfelli í síðustu umferð og vorum hrikalegar þá. Eigum síðan leik á móti Grindavík, bikarleik, þar svona fannst mér koma smá neisti. Ákefð og framlag og mér fannst vera svolítið framhald af því í dag. Svo kom sóknarleikurinn með í dag, hann var ekki með á móti Grindavík, en það er sjálfstraust með vörninni.“ Ekki mátti miklu muna að vítanýting Vals myndi kosta liðið sigurinn, en þrátt fyrir það þá féllu litlu hlutirnir með Valskonum í kvöld, sem hefur ekki verið raunin á þessu tímibili. „Loksins,“ - sagði Hjalti og glotti. „Það er bara ekki neitt búið að falla með okkur í vetur. Bara loksins og vonandi heldur það áfram og við fáum aðeins lukkuna með okkur.“ Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira
„Bara í fyrsta leik maður! Já við gerðum bara fjandi vel. „Varnarlega áttu þær voða fá svör“. Við „skátuðum“ þær helvíti vel, gerðum vel og héldum plani. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði.“ Talandi um að kortleggja andstæðinga, þá gátu Keflvíkingar ekki skipulagt hvernig þær tókust á við nýjan leikmann Vals en Téa Adams lék sinn fyrsta leik með liðinu í kvöld eftir að hafa komið til landsins á sunnudag. Valur hafði ekki tilkynnt neitt um komu hennar og Hjalti viðurkenndi að það hefði ekki legið neitt á fréttatilkynningu. „Nei nei. Hún kom á sunnudaginn, við vorum svo sem ekkert að flagga því, get alveg viðurkennt það, en við vorum svo sem ekkert að fela það heldur. Hún mætti bara á æfingu og æfði með okkur. Við svona fyrstu kynni lítur hún bara mjög vel út.“ Hún náttúrulega kláraði leikinn fyrir ykkur þegar á reyndi. „Það er bara svoleiðis. Hún bara þorði og lét vaða og bara gerði þrælvel.“ Téa Adams steig heldur betur upp í lok leiksins og skoraði sigurkörfuna upp á eigin spýturVísir/Hulda Margrét Valskonur voru með þrjá leikmenn í byrjunarliðinu í kvöld sem voru ekki hluti af liðinu í upphfi móts. Hjalti sagði að liðið væri loks að finna einhvern takt, þetta væri allt á réttri leið. „Við töpum hérna á móti Snæfelli í síðustu umferð og vorum hrikalegar þá. Eigum síðan leik á móti Grindavík, bikarleik, þar svona fannst mér koma smá neisti. Ákefð og framlag og mér fannst vera svolítið framhald af því í dag. Svo kom sóknarleikurinn með í dag, hann var ekki með á móti Grindavík, en það er sjálfstraust með vörninni.“ Ekki mátti miklu muna að vítanýting Vals myndi kosta liðið sigurinn, en þrátt fyrir það þá féllu litlu hlutirnir með Valskonum í kvöld, sem hefur ekki verið raunin á þessu tímibili. „Loksins,“ - sagði Hjalti og glotti. „Það er bara ekki neitt búið að falla með okkur í vetur. Bara loksins og vonandi heldur það áfram og við fáum aðeins lukkuna með okkur.“
Körfubolti Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Sjá meira