Lífið

Melanie er látin

Jón Þór Stefánsson skrifar
Melanie Safka lést síðastliðinn þriðjudag.
Melanie Safka lést síðastliðinn þriðjudag. Getty

Bandaríska söngkonan Melanie Safka, sem er betur þekkt sem einungis Melanie, er látin 76 ára að aldri. Hún er hvað þekktust fyrir að hafa sungið lögin Brand New Key, What Have They Done to My Song Ma, og Lay Down (Candles in the Rain), sem og ábreiðu á Rolling Stones-slagaranum Ruby Tuesday.

Fjallað er um þetta í miðlum vestanhafs, en afkomendur Melanie greindu frá andlátinu á samfélagsmiðlum.

Melanie fæddist árið 1947 í New York-ríki Bandaríkjanna. Árið 1969, þegar hún var 22 ára gömul, kom hún fram á tónlistarhátíðinni goðsagnakenndu Woodstck.

„Það er gríðarlega erfitt fyrir okkur að skrifa þetta, og það er margt sem okkur langar að segja, en það er engin auðveld leið til að orða þetta… Mamma er látin. Hún kvaddi þennan heim á friðsaman hátt þann 23. janúar 2024,“ segir í yfirlýsingu barna hennar.

„Hún var ein hæfileikaríkasta, sterkasta og ástríðufyllsta kona síns tíma og hvert orð sem hún skrifaði og söng varpaði ljósi á það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.