Bifreiðaverkstæði styrkjast með tilkomu Motor Partner Stilling 26. janúar 2024 08:46 Íslensk bifreiðaverkstæði geta nú gengið í samtökin Motor Partner sem innihalda um 12.000 verkstæði í 25 löndum víða um heim. Markmið samtakanna að styðja og styrkja við bakið á sjálfstæðum verkstæðum í síharðnandi viðskiptaumhverfi. Undanfarinn rúmlega áratug hefur samkeppni á bifreiðaverkstæðamarkaði aukist mikið um allan heim en ný tækni í bílum krefst nýrrar nálgunar og tækni til viðgerða. Því hefur aldrei verið nauðsynlegra en í dag að styrkja rekstur bifreiðaverkstæða, meðal annars með aukinni þekkingu, þjálfun og réttri markaðssetningu. Nú geta íslensk bifreiðaverkstæði gengið í samtökin Motor Partner sem eru í eigu Temot International en undir þeim eru 12.500 verkstæði í 25 löndum víða um heim. Markmið samtakanna er að styðja og styrkja við bakið á sjálfstæðum verkstæðum í síharðnandi viðskiptaumhverfi segir Júlíus Bjarnason, framkvæmdastjóri Stillingar, sem er umboðsaðili Motor Partner hér á landi. „Meðal skilyrða sem verkstæði þurfa að uppfylla eru viðurkennd bókhaldskerfi og starfandi bifvélameistara þótt vissulega gerum við undantekningar ef viðkomandi er í námi og klárar innan árs.“ Umsóknarferlið er afar einfalt að sögn Júlíusar en umsækjendur hafa samband gegnum vefsíðu Stillingar eða motorpartner.is. „Í kjölfarið heimsækjum við svo viðkomandi verkstæði, tökum það út og förum yfir helstu markmið samtakanna með þeim. Núna eru um þrettán verkstæði búin að skrá sig, þar af mörg á landsbyggðinni, og nokkur verkstæði bíða eftir heimsókn frá okkur.“ Inn á vef Motor Partner, www.motorpartner.is, má finna næsta verkstæði sem er í samtökunum. Meðal þeirra markmiða sem Motor Partner hefur sett og kynnt eru verkstæðum eru: Veita persónulegri og betri þjónustu Veita 3 ára ábyrgð á vinnu og varahlutum Viðskiptavinir komi reglulega í skoðun Stuðla að bættri þjálfun og menntun starfsfólks Nota varahluti sem eru af upprunalegum (original) gæðum. Aðdragandann að stofnun Motor Partner má rekja til þeirra miklu breytinga sem urðu á bílaflotanum í heiminum á árunum 2008-2010, eða um og eftir bankahrunið. „Á þessum tíma urðu vélarnar í bifreiðum mun minni og bílar fóru að innihalda meiri tölvutækni til að draga meðal annars úr mengun og þyngd þeirra. Við hér á Íslandi urðum ekki mikið vör við þetta þar sem sala nýrra bíla dróst mjög saman árin eftir hrun. Fyrir um tveimur árum síðan fóru 2016-2018 bifreiðarnar að detta inn á viðgerðamarkaðinn og þá varð ljóst að verkstæðin þurftu allt aðra tækni en áður fyrr enda er nánast ekki hægt að gera við bíl í dag án þess að notast við greiningartölvu.“ Bíleigendur hafa mikinn hag af því að geta valið verkstæði í Motor Partner samtökunum og hafa um leið annan möguleika en að fara með bílinn í umboðið. „Það er þriggja ára ábyrgð á allri vinnu og varahlutum hjá Motor Partner verkstæðum. Þau nota einungis varahluti sem eru í sambærilegum gæðum og upprunalegir varahlutir og þau geta gert við alla tegundir bíla. Um leið helst verksmiðjuábyrgðin þótt viðgerðin fari ekki fram hjá umboðinu en í dag er ólöglegt að skylda bíleigendur til að koma með bílinn í viðgerð í umboðið til að halda verksmiðjuábyrgðinni.“ Þau verkstæði sem vilja kynna sér kosti Motor Partner geta sent tölvupóst á motarpartner@motorpartner.is. Bílar Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira
Nú geta íslensk bifreiðaverkstæði gengið í samtökin Motor Partner sem eru í eigu Temot International en undir þeim eru 12.500 verkstæði í 25 löndum víða um heim. Markmið samtakanna er að styðja og styrkja við bakið á sjálfstæðum verkstæðum í síharðnandi viðskiptaumhverfi segir Júlíus Bjarnason, framkvæmdastjóri Stillingar, sem er umboðsaðili Motor Partner hér á landi. „Meðal skilyrða sem verkstæði þurfa að uppfylla eru viðurkennd bókhaldskerfi og starfandi bifvélameistara þótt vissulega gerum við undantekningar ef viðkomandi er í námi og klárar innan árs.“ Umsóknarferlið er afar einfalt að sögn Júlíusar en umsækjendur hafa samband gegnum vefsíðu Stillingar eða motorpartner.is. „Í kjölfarið heimsækjum við svo viðkomandi verkstæði, tökum það út og förum yfir helstu markmið samtakanna með þeim. Núna eru um þrettán verkstæði búin að skrá sig, þar af mörg á landsbyggðinni, og nokkur verkstæði bíða eftir heimsókn frá okkur.“ Inn á vef Motor Partner, www.motorpartner.is, má finna næsta verkstæði sem er í samtökunum. Meðal þeirra markmiða sem Motor Partner hefur sett og kynnt eru verkstæðum eru: Veita persónulegri og betri þjónustu Veita 3 ára ábyrgð á vinnu og varahlutum Viðskiptavinir komi reglulega í skoðun Stuðla að bættri þjálfun og menntun starfsfólks Nota varahluti sem eru af upprunalegum (original) gæðum. Aðdragandann að stofnun Motor Partner má rekja til þeirra miklu breytinga sem urðu á bílaflotanum í heiminum á árunum 2008-2010, eða um og eftir bankahrunið. „Á þessum tíma urðu vélarnar í bifreiðum mun minni og bílar fóru að innihalda meiri tölvutækni til að draga meðal annars úr mengun og þyngd þeirra. Við hér á Íslandi urðum ekki mikið vör við þetta þar sem sala nýrra bíla dróst mjög saman árin eftir hrun. Fyrir um tveimur árum síðan fóru 2016-2018 bifreiðarnar að detta inn á viðgerðamarkaðinn og þá varð ljóst að verkstæðin þurftu allt aðra tækni en áður fyrr enda er nánast ekki hægt að gera við bíl í dag án þess að notast við greiningartölvu.“ Bíleigendur hafa mikinn hag af því að geta valið verkstæði í Motor Partner samtökunum og hafa um leið annan möguleika en að fara með bílinn í umboðið. „Það er þriggja ára ábyrgð á allri vinnu og varahlutum hjá Motor Partner verkstæðum. Þau nota einungis varahluti sem eru í sambærilegum gæðum og upprunalegir varahlutir og þau geta gert við alla tegundir bíla. Um leið helst verksmiðjuábyrgðin þótt viðgerðin fari ekki fram hjá umboðinu en í dag er ólöglegt að skylda bíleigendur til að koma með bílinn í viðgerð í umboðið til að halda verksmiðjuábyrgðinni.“ Þau verkstæði sem vilja kynna sér kosti Motor Partner geta sent tölvupóst á motarpartner@motorpartner.is.
Bílar Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Hvernig verður steypa græn? Land Cruiser 250: Frumsýning á laugardag Jólagjöf sem hefur slegið í gegn - Dineout gjafabréf Krafturinn keyrir alla skynsemi á kaf - Polestar 4 reynsluakstur Á Hrafnistu vinna öll að sama markmiði Slepptu biðröðinni og bókaðu dekkjaskiptin á nesdekk.is Hvað gefa vinnustaðir í jólagjöf? Fyrirtækjagjafir á Vísi Met mæting í Klinkuboð Ert þú á leið í framkvæmdir og veist ekki hvar þú átt að byrja? Októberfest í Bílheimum á laugardaginn Spennandi tækifæri í Mosfellsbæ Sjá meira