Aganefnd EHF sagði dómara ekki skylduga til að skoða atvik aftur Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. janúar 2024 11:05 Svíar sátu eftir með sárt ennið í gærkvöldi. Marvin Ibo Guengoer - GES Sportfoto/Getty Images Aganefnd evrópska handboltasambandsins, EHF, hefur úrskurðað dómgæslu í leik Svíþjóðar og Frakklands löglega og sagði fullkomnlega farið eftir reglum. Svíar misstu af sæti í úrslitum Evrópumótsins er liðið mátti þola fjögurra marka tap gegn Frökkum í framlengdum leik í gær, 34-30. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með marki beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Prandi virtist lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið, sú hreyfing ætti að ógilda markið. Dómarar leiksins sáu ekkert athugavert við þetta og skoðuðu málið ekki í myndavélum, markið fékk að standa og Svíar töpuðu eftir framlengingu. As expected the Swedish protest has been rejected.“The protest was submitted regarding the non-use of the Video Review (VR) to check the last free-throw for France in minute 60 of the match.After a careful evaluation of the situation, the panel has determined that it is at…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2024 Sænska handknattleikssambandið kærði málið til aganefndar, sem sagði dómara ekki skylduga til að endurspila atvik á myndböndum nema þeir séu óvissir um dóm. Þar sem dómararnir voru ekki óvissir, var engin ástæða til að líta í myndavélar. Það er algjörlega undir dómurum komið hvort þeir nýti sér myndbandstækni til aðstoðar. Niðurstaða leiksins stendur en Svíþjóð hefur til klukkan 19:00 í kvöld til að áfrýja dómnum. EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Svíar misstu af sæti í úrslitum Evrópumótsins er liðið mátti þola fjögurra marka tap gegn Frökkum í framlengdum leik í gær, 34-30. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með marki beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Prandi virtist lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið, sú hreyfing ætti að ógilda markið. Dómarar leiksins sáu ekkert athugavert við þetta og skoðuðu málið ekki í myndavélum, markið fékk að standa og Svíar töpuðu eftir framlengingu. As expected the Swedish protest has been rejected.“The protest was submitted regarding the non-use of the Video Review (VR) to check the last free-throw for France in minute 60 of the match.After a careful evaluation of the situation, the panel has determined that it is at…— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 27, 2024 Sænska handknattleikssambandið kærði málið til aganefndar, sem sagði dómara ekki skylduga til að endurspila atvik á myndböndum nema þeir séu óvissir um dóm. Þar sem dómararnir voru ekki óvissir, var engin ástæða til að líta í myndavélar. Það er algjörlega undir dómurum komið hvort þeir nýti sér myndbandstækni til aðstoðar. Niðurstaða leiksins stendur en Svíþjóð hefur til klukkan 19:00 í kvöld til að áfrýja dómnum.
EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43 Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Fleiri fréttir Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Sjá meira
Frakkar í úrslit eftir framlengingu Frakkar eru komnir í úrslit Evrópumótsins í handbolta eftir fjögurra marka sigur gegn Svíum í framlengdum leik undanúrslitum í dag, 34-30. 26. janúar 2024 18:43
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni