Forseti bæjarstjórnar Grindavíkur segir vel koma til greina að halda borgarafund, þannig að Grindvíkingar geti komið óskum sínum og áhyggjum til skila. Samtal við ríkið gangi vel, en samtalið við borgarana sé ekki síður mikilvægt.
Róbert Spanó, lögmaður og formaður stjórnar alþjóðlegrar tjónaskrár vegna stríðsins í Úkraínu segir skrána fyrsta skrefið í átt að réttlæti fyrir þau sem brotið hefur verið á. Stjórnin vinnur nú að því að taka á móti beiðnum í skrána.
Þá förum við yfir jarðskjálfta nærri Bláfjöllum og heyrum hvers vegna landsmenn eru hvattir til að telja fugla um helgina.
Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.