Segja Rashford hafa sést á skemmtistað áður en hann hringdi sig inn veikan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2024 22:45 Rashford hefur átt erfitt uppdráttar á leiktíðinni. EPA-EFE/PETER POWELL Marcus Rashford var hvergi sjáanlegur þegar Manchester United æfði á föstudag en liðið mætir Newport County í ensku bikarkeppninni á morgun, sunnudag. Rashford hringdi sig inn veikan en sást á skemmistað á aðfaranótt föstudags samkvæmt frétt The Athletic. Mikið hefur verið um meiðsli og veikindi hjá leikmönnum Man United í vetur. Sem stendur er FA Cup, enska bikarkeppnin, eini raunsæi möguleiki liðsins á titli á leiktíðinni. The Athletic greinir frá því að það hafi sést til Rashford á skemmistað í Belfast í Norður-Írlandi á fimmtudagskvöld, aðfaranótt föstudags. Hann hafi svo tilkynnt félaginu að hann væri veikur og gæti ekki æft á föstudeginum. Marcus Rashford went out in Belfast the night before reporting himself as too ill to attend Manchester United training on Friday.#MUFC | #PL More from @lauriewhitwell, @mjcritchley and @Dan_Sheldon_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2024 Man United vissi að hinn 26 ára gamli Rashford væri í N-Írlandi á miðvikudagskvöldið en Athletic hefur fengið staðfestingu þess efnis að hann hafi einnig verið úti að skemmta sér á fimmtudagskvöldinu. Hann sneri svo til baka til Manchester með einkaþotu snemma á föstudeginum. Bæði Man United sem og teymið hans Rashford neituðu að tjá sig þegar Athletic hafði samband. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði á föstudag að Rashford og Jonny Evans væru báðir veikir. Það yrði því tekin ákvörðun með hvort þeir gætu spilað degi fyrir leik. Marcus Rashford was in a Belfast nightclub hours before reporting himself as too ill to train on Friday morning. #MUFC were informed the 26yo had only been out on Wednesday night. W / @lauriewhitwell + @mjcritchley via @TheAthleticFC: https://t.co/DA75tcaARI— Dan Sheldon (@Dan_Sheldon_) January 27, 2024 Rashford hefur átt einkar erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann gaf tvær stoðsendingar í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu, skoraði hvorki né lagði upp í deildarbikarnum en gaf stoðsendingu í 2-0 sigrinum á Wigan Athletic í 3. umferð FA Cup. Leikur Newport County og Man United er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 á morgun, sunnudag. Útsending hefst klukkan 16.20. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira
Mikið hefur verið um meiðsli og veikindi hjá leikmönnum Man United í vetur. Sem stendur er FA Cup, enska bikarkeppnin, eini raunsæi möguleiki liðsins á titli á leiktíðinni. The Athletic greinir frá því að það hafi sést til Rashford á skemmistað í Belfast í Norður-Írlandi á fimmtudagskvöld, aðfaranótt föstudags. Hann hafi svo tilkynnt félaginu að hann væri veikur og gæti ekki æft á föstudeginum. Marcus Rashford went out in Belfast the night before reporting himself as too ill to attend Manchester United training on Friday.#MUFC | #PL More from @lauriewhitwell, @mjcritchley and @Dan_Sheldon_— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 27, 2024 Man United vissi að hinn 26 ára gamli Rashford væri í N-Írlandi á miðvikudagskvöldið en Athletic hefur fengið staðfestingu þess efnis að hann hafi einnig verið úti að skemmta sér á fimmtudagskvöldinu. Hann sneri svo til baka til Manchester með einkaþotu snemma á föstudeginum. Bæði Man United sem og teymið hans Rashford neituðu að tjá sig þegar Athletic hafði samband. Erik ten Hag, þjálfari liðsins, sagði á föstudag að Rashford og Jonny Evans væru báðir veikir. Það yrði því tekin ákvörðun með hvort þeir gætu spilað degi fyrir leik. Marcus Rashford was in a Belfast nightclub hours before reporting himself as too ill to train on Friday morning. #MUFC were informed the 26yo had only been out on Wednesday night. W / @lauriewhitwell + @mjcritchley via @TheAthleticFC: https://t.co/DA75tcaARI— Dan Sheldon (@Dan_Sheldon_) January 27, 2024 Rashford hefur átt einkar erfitt uppdráttar á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk og gefið þrjár stoðsendingar í 20 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Hann gaf tvær stoðsendingar í fjórum leikjum í Meistaradeild Evrópu, skoraði hvorki né lagði upp í deildarbikarnum en gaf stoðsendingu í 2-0 sigrinum á Wigan Athletic í 3. umferð FA Cup. Leikur Newport County og Man United er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2 á morgun, sunnudag. Útsending hefst klukkan 16.20.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Sjá meira