Deilt um hvort Eurovision sé utanríkismál: „Reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa ríkisútvarpinu fyrir“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 11:56 Stjórnarmaður í RÚV vill meina að Lilja af úvistað málinu til Bjarna Vísir/Vilhelm Ummæli Lilju Alfreðsdóttur, menningar og viðskiptamálaráðherra, um að ákvörðun um þátttöku Íslands í Eurovision sé í raun utanríkismál hafa vakið athygli. Stjórnarmaður í RÚV og stjórnarandstöðuþingmaður gagnrýna þau og telja sérstakt ef ákvörðunin sé tekin frá Útvarpsstjóra og færð til utanríkisráðherra. „Það verður hins vegar að segjast varðandi þetta er að þessi ákvörðun er að mínu mati, hún snýr að utanríkismálum og þetta er málefni af þeirri stærðargráðu að ákveðum við að taka ekki þátt þá eru það auðvitað skýr skilaboð um ákveðna stefnu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Hún líkti málinu við það þegar ákveðið var að spila ekki fótbolta við Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. „En nú er það svo að Ísrael er líka að taka þátt í ýmsum menningarviðburðum eins og knattspyrnu, myndlist og öðru slíku og til þess að taka, að mínu mati, upplýsta ákvörðun þá verður hún að vera tekin út frá utanríkispólitík.“ Hljóti að koma útvarpsstjóra spánskt fyrir sjónir Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, segir að með þessum ummælum sé Lilja að útvista málinu til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Í Facebook-færslu minnist Mörður á að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi fullyrt að ákvörðunin sé einungis í höndum sjálfs Ríkisútvaprsins, og því hljóti ummæli Lilju að koma honum spánskt fyrir sjónir. „Þetta reynist ekki allskostar rétt greining hjá Stefáni því samkvæmt mennta- og menningarmálaráðherra verður það Bjarni Benediktsson en ekki Bashar Murad sem ákveða mun hvort Íslandi (og takið eftir því, Ísland, ekki RÚV) muni senda þátttakanda,“ skrifar Mörður. „Líklega hefur mennta- og menningaráðherra séð í hendi sér að það væri ekki hægt að taka þá áhættu að þessi mikilvæga ákvörðun lenti á höndum eins þeirra sem hafst hefur við í tjaldi fyrir utan alþingishúsið,“ bætir hann við. „Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í sama streng í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir Lilju vera á villigötum. „Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er.“ Sigmar segist átta sig á því að málið sé mjög viðkvæmt og ákvörðunin stór, en að mati hans er hún ekki stjórnmálanna, jafnvel þó stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna málsins. „Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra?“ spyr Sigmar. „Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa Ríkisútvarpinu fyrir verkum,“ bætir Sigmar við. Hann segir að sé það ráðandi viðhorf hjá stjórnvöldum þá sé Ísland í vanda statt. „Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa.“ Eurovision Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Menning Utanríkismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
„Það verður hins vegar að segjast varðandi þetta er að þessi ákvörðun er að mínu mati, hún snýr að utanríkismálum og þetta er málefni af þeirri stærðargráðu að ákveðum við að taka ekki þátt þá eru það auðvitað skýr skilaboð um ákveðna stefnu,“ sagði Lilja í kvöldfréttum RÚV í gærkvöldi. Hún líkti málinu við það þegar ákveðið var að spila ekki fótbolta við Rússland vegna innrásarinnar í Úkraínu. „En nú er það svo að Ísrael er líka að taka þátt í ýmsum menningarviðburðum eins og knattspyrnu, myndlist og öðru slíku og til þess að taka, að mínu mati, upplýsta ákvörðun þá verður hún að vera tekin út frá utanríkispólitík.“ Hljóti að koma útvarpsstjóra spánskt fyrir sjónir Mörður Áslaugarson, stjórnarmaður í RÚV, segir að með þessum ummælum sé Lilja að útvista málinu til Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra. Í Facebook-færslu minnist Mörður á að Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hafi fullyrt að ákvörðunin sé einungis í höndum sjálfs Ríkisútvaprsins, og því hljóti ummæli Lilju að koma honum spánskt fyrir sjónir. „Þetta reynist ekki allskostar rétt greining hjá Stefáni því samkvæmt mennta- og menningarmálaráðherra verður það Bjarni Benediktsson en ekki Bashar Murad sem ákveða mun hvort Íslandi (og takið eftir því, Ísland, ekki RÚV) muni senda þátttakanda,“ skrifar Mörður. „Líklega hefur mennta- og menningaráðherra séð í hendi sér að það væri ekki hægt að taka þá áhættu að þessi mikilvæga ákvörðun lenti á höndum eins þeirra sem hafst hefur við í tjaldi fyrir utan alþingishúsið,“ bætir hann við. „Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði“ Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, tekur í sama streng í færslu á Facebook-síðu sinni. Hann segir Lilju vera á villigötum. „Ráðherrar eiga að láta fjölmiðlum eftir að taka ákvarðanir um dagskrá og fréttir. Stjórnmálamenn eiga setja almennar reglur og lög um RÚV og aðra fjölmiðla en einstaka ákvarðanir um það sem birtist á skjánum er í höndum þeirra sem stýra miðlunum. Öðruvísi getur það ekki verið í lýðræðissamfélagi sem skilur hve mikilvægt frelsi fjölmiðla er.“ Sigmar segist átta sig á því að málið sé mjög viðkvæmt og ákvörðunin stór, en að mati hans er hún ekki stjórnmálanna, jafnvel þó stjórnendur RÚV séu í klemmu vegna málsins. „Þetta er ekki sambærilegt við þátttöku Íslands í íþróttaviðburðum. Ofur einfaldlega vegna þess að RÚV er sjálfstæður fjölmiðill en ekki íþróttafélag eða sérsamband. Þetta vekur strax upp þá spurningu hvort menningarmálaráðherra og fleirum í ríkisstjórninni finnst að Ríkisútvarpið eigi að ráðfæra sig við stjórnvöld um eitthvað annað dagskrárefni – hvort einhverjar aðrar aðstæður geti kallað á afskipti stjórnvalda af miðlinum? Og ekki síður, hefur þess áður verið krafist í tíð þessarar ríkisstjórnar að fjölmiðlar beri ákvarðanir sínar um dagskrárefni undir ráðherra?“ spyr Sigmar. „Stefán Eiríksson og hans fólk þarf að taka þessa ákvörðun. Og það er alveg ljóst að fólk verður reitt, sama hver ákvörðunin verður. En ég hef lúmskan grun um að reiðin verði meiri ef Lilja og Bjarni skipa Ríkisútvarpinu fyrir verkum,“ bætir Sigmar við. Hann segir að sé það ráðandi viðhorf hjá stjórnvöldum þá sé Ísland í vanda statt. „Það er erfitt að réttlæta tilvist ríkisfjölmiðils sem tekur við fyrirmælum frá ráðherra um þátttöku í sjónvarpsþáttum. Fjölmiðli sem er uppálagt að fylgja stefnu stjórnvalda er ekki mikils virði. Spyrjið bara Rússa.“
Eurovision Ríkisútvarpið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Menning Utanríkismál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira