Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 23:01 Kamila Valieva mun ekki keppa að nýju fyrr en undir lok næsta árs. Matthew Stockman/Getty Images Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. Valieva var bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í greininni en þar sem hún féll á lyfjaprófi þann 25. desember 2021 hefur hún nú verið dæmd í keppnisbann. Greindist hún með bannað, árangursaukandi hjartalyf, en fékk samt sem áður að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva var einn umtalaðasti keppandinn á leikunum í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna liðakeppnina í listdansi á skautum en þeir voru sviptir verðlaunum eftir að upp komst að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það fékk Valieva að keppa í einstaklingskeppninni í Peking. Þar var hún illa fyrir kölluð og endaði í 4. sæti þrátt fyrir að vera langsigurstranglegust. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Þá kennir hún afa sínum um að hafa fallið á prófinu á sínum tíma. Þrátt fyrir að það væru óyggjandi sannanir þá taldi Rusada, stofnunin sem rannsakar lyfjamisnotkun íþróttafólks í Rússlandi, Valieva ekki brotlega. CAS var hins vegar á öðru máli, staðfesti dóminn og dæmdi undrabarnið í bann. Málið hefur vakið mikla athygli vegna aldurs hinnar ungu Valieva. Fjallaði Vísir mikið um málið á sínum tíma. Þá hefur Alþjóðalyfjaeftirlitstofnunin, Wada, látið eftirfarandi orð falla um málið: „Lyfjamisnotkun barna er með öllu ólíðandi.“ Þar sem bannið er afturvirkt og telst hafa byrjað þegar hún féll á lyfjaprófi undir lok árs 2021 má Valieva byrja að keppa nýju undir árslok 2025. Eins og áður sagði sló hún í gegn á leikunum 2022 þar sem hún framkvæmdi stökk sem fæst höfðu séð áður. Valieva varð einnig Evrópumeistari sama ár eftir að hafa áður orðið heimsmeistari unglinga. Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira
Valieva var bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í greininni en þar sem hún féll á lyfjaprófi þann 25. desember 2021 hefur hún nú verið dæmd í keppnisbann. Greindist hún með bannað, árangursaukandi hjartalyf, en fékk samt sem áður að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva var einn umtalaðasti keppandinn á leikunum í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna liðakeppnina í listdansi á skautum en þeir voru sviptir verðlaunum eftir að upp komst að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það fékk Valieva að keppa í einstaklingskeppninni í Peking. Þar var hún illa fyrir kölluð og endaði í 4. sæti þrátt fyrir að vera langsigurstranglegust. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Þá kennir hún afa sínum um að hafa fallið á prófinu á sínum tíma. Þrátt fyrir að það væru óyggjandi sannanir þá taldi Rusada, stofnunin sem rannsakar lyfjamisnotkun íþróttafólks í Rússlandi, Valieva ekki brotlega. CAS var hins vegar á öðru máli, staðfesti dóminn og dæmdi undrabarnið í bann. Málið hefur vakið mikla athygli vegna aldurs hinnar ungu Valieva. Fjallaði Vísir mikið um málið á sínum tíma. Þá hefur Alþjóðalyfjaeftirlitstofnunin, Wada, látið eftirfarandi orð falla um málið: „Lyfjamisnotkun barna er með öllu ólíðandi.“ Þar sem bannið er afturvirkt og telst hafa byrjað þegar hún féll á lyfjaprófi undir lok árs 2021 má Valieva byrja að keppa nýju undir árslok 2025. Eins og áður sagði sló hún í gegn á leikunum 2022 þar sem hún framkvæmdi stökk sem fæst höfðu séð áður. Valieva varð einnig Evrópumeistari sama ár eftir að hafa áður orðið heimsmeistari unglinga.
Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Sjá meira