Sautján ára undrabarnið á leið í fjögurra ára keppnisbann Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. janúar 2024 23:01 Kamila Valieva mun ekki keppa að nýju fyrr en undir lok næsta árs. Matthew Stockman/Getty Images Hin 17 ára gamla Kamila Valieva mun ekki keppa í listhlaupi á skautum næstu fjögur árin þar sem hún hefur verið dæmd í keppnisbann af CAS, Alþjóða íþróttadómstólnum. Valieva var bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í greininni en þar sem hún féll á lyfjaprófi þann 25. desember 2021 hefur hún nú verið dæmd í keppnisbann. Greindist hún með bannað, árangursaukandi hjartalyf, en fékk samt sem áður að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva var einn umtalaðasti keppandinn á leikunum í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna liðakeppnina í listdansi á skautum en þeir voru sviptir verðlaunum eftir að upp komst að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það fékk Valieva að keppa í einstaklingskeppninni í Peking. Þar var hún illa fyrir kölluð og endaði í 4. sæti þrátt fyrir að vera langsigurstranglegust. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Þá kennir hún afa sínum um að hafa fallið á prófinu á sínum tíma. Þrátt fyrir að það væru óyggjandi sannanir þá taldi Rusada, stofnunin sem rannsakar lyfjamisnotkun íþróttafólks í Rússlandi, Valieva ekki brotlega. CAS var hins vegar á öðru máli, staðfesti dóminn og dæmdi undrabarnið í bann. Málið hefur vakið mikla athygli vegna aldurs hinnar ungu Valieva. Fjallaði Vísir mikið um málið á sínum tíma. Þá hefur Alþjóðalyfjaeftirlitstofnunin, Wada, látið eftirfarandi orð falla um málið: „Lyfjamisnotkun barna er með öllu ólíðandi.“ Þar sem bannið er afturvirkt og telst hafa byrjað þegar hún féll á lyfjaprófi undir lok árs 2021 má Valieva byrja að keppa nýju undir árslok 2025. Eins og áður sagði sló hún í gegn á leikunum 2022 þar sem hún framkvæmdi stökk sem fæst höfðu séð áður. Valieva varð einnig Evrópumeistari sama ár eftir að hafa áður orðið heimsmeistari unglinga. Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira
Valieva var bæði Evrópu- og Ólympíumeistari í greininni en þar sem hún féll á lyfjaprófi þann 25. desember 2021 hefur hún nú verið dæmd í keppnisbann. Greindist hún með bannað, árangursaukandi hjartalyf, en fékk samt sem áður að keppa á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Valieva var einn umtalaðasti keppandinn á leikunum í Peking. Hún hjálpaði Rússum að vinna liðakeppnina í listdansi á skautum en þeir voru sviptir verðlaunum eftir að upp komst að Valieva hefði fallið á lyfjaprófi. Þrátt fyrir það fékk Valieva að keppa í einstaklingskeppninni í Peking. Þar var hún illa fyrir kölluð og endaði í 4. sæti þrátt fyrir að vera langsigurstranglegust. Mikla athygli vakti þegar þjálfari Valievu úthúðaði henni eftir keppnina. Þá kennir hún afa sínum um að hafa fallið á prófinu á sínum tíma. Þrátt fyrir að það væru óyggjandi sannanir þá taldi Rusada, stofnunin sem rannsakar lyfjamisnotkun íþróttafólks í Rússlandi, Valieva ekki brotlega. CAS var hins vegar á öðru máli, staðfesti dóminn og dæmdi undrabarnið í bann. Málið hefur vakið mikla athygli vegna aldurs hinnar ungu Valieva. Fjallaði Vísir mikið um málið á sínum tíma. Þá hefur Alþjóðalyfjaeftirlitstofnunin, Wada, látið eftirfarandi orð falla um málið: „Lyfjamisnotkun barna er með öllu ólíðandi.“ Þar sem bannið er afturvirkt og telst hafa byrjað þegar hún féll á lyfjaprófi undir lok árs 2021 má Valieva byrja að keppa nýju undir árslok 2025. Eins og áður sagði sló hún í gegn á leikunum 2022 þar sem hún framkvæmdi stökk sem fæst höfðu séð áður. Valieva varð einnig Evrópumeistari sama ár eftir að hafa áður orðið heimsmeistari unglinga.
Skautaíþróttir Lyfjamisferli Rússa Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Fleiri fréttir Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sjá meira