Framsóknarmenn undirbúa listaverk um einvígi aldarinnar Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2024 10:58 Guðni Ágústsson, fyrrverandi landbúnaðarráðherra er mikill áhugamaður um skák. Vísir/Magnús Hlynur Menningar- og viðskiptaráðherra hefur falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, leiðir hópinn, sem skipaður er þremur öðrum Framsóknarmönnum og tveimur skákmönnum. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skipan hópsins segir að einvígi aldarinnar, sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum, hafi vakið mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að hafi að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma. Heimssögulegur viðburður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við myndlistarlög og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Verkefnið verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og sé ætlað að halda minningu viðburðarins á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert sé að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor. „Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu. Framsóknarmenn í meirihluta Athygli vekur að Lilja skuli skipa samflokksfólk sitt í allar stöður nefndarinnar, sem ekki eru skipaðar annars vegar formanni Skáksambands Íslands og hins vegar þeim íslenska skákmanni sem næstmestum frama hefur náð í íþróttinni. Nefndina skipa eftirfarandi: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, formaður Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Framsóknarflokks Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra Skák Einvígi aldarinnar Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins um skipan hópsins segir að einvígi aldarinnar, sem fór fram í Reykjavík þann 11. júlí 1972 milli skákmannanna Bobby Fischer frá Bandaríkjunum og Boris Spassky frá Sovétríkjunum, hafi vakið mikla athygli víða um heim sem táknræn barátta stórvelda í kalda stríðinu á áttunda áratug síðustu aldar og að hafi að mati margra átti þátt í því að koma Íslandi á kortið á sínum tíma. Heimssögulegur viðburður Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hafi falið sérstökum undirbúningshópi að vinna að undirbúningi og samkeppni um listaverk um einvígi aldarinnar í samræmi við myndlistarlög og samkeppnisreglur Sambands íslenskra myndlistarmanna. Verkefnið verði unnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og sé ætlað að halda minningu viðburðarins á lofti, kveikja forvitni, ýta undir og efla áhuga almennings á skáklistinni. Ráðgert sé að samkeppnin og fyrirkomulag hennar verði kynnt síðar í vor. „Einvígið milli þeirra Fischer og Spassky var heimssögulegur viðburður sem Ísland getur verið stolt af því að hafa skipulagt. Það er lag til að miðla þessum sögulega viðburði betur til almennings með varanlegum hætti þannig að komandi kynslóðir geti kynnt sér hann,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningu. Framsóknarmenn í meirihluta Athygli vekur að Lilja skuli skipa samflokksfólk sitt í allar stöður nefndarinnar, sem ekki eru skipaðar annars vegar formanni Skáksambands Íslands og hins vegar þeim íslenska skákmanni sem næstmestum frama hefur náð í íþróttinni. Nefndina skipa eftirfarandi: Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokks, formaður Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands Jóhann Hjartarson, stórmeistari í skák Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokks og 1. varaforseti borgarstjórnar Reykjavíkur Karítas Ríkharðsdóttir, sérfræðingur í samskiptum og fyrrverandi starfsmaður þingflokks Framsóknarflokks Teitur Erlingsson, aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra
Skák Einvígi aldarinnar Framsóknarflokkurinn Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Bobby Fischer og Gunnar á Hlíðarenda „Bobby Fischer verður jafn frægur og Gunnar á Hlíðarenda eftir þúsund ár”, segir Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra og áhugamaður um heimsmeistarann í skák, sem hvílir í Laugardælakirkjugarði í Flóanum. Þá er Fischersafn á Selfossi, sem fagnar tíu ára afmæli þessa dagana. 20. júlí 2023 09:31