Sparar sér að boða til kosninga strax Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. janúar 2024 15:01 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir ríkisstjórnarflokkana ekki í fjölskyldu saman. Þeir axli því ekki ábyrgð hvort á öðrum líkt og móðir axli ábyrgð á börnum sínum. Ætlar ráðherra ekki að verða við ákalli formanns Viðreisnar um að boða til kosninga strax. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi. Þar ræddi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, óeiningu á stjórnarheimilinu. Hún sagði Sjálfstæðismenn ala á ótta og óöryggi og nefndi útlendingamál sem dæmi. Þörf væri á stjórnfestu til þess að taka ákvarðanir í risamálum. „Ef við erum ekki að fara að fá þessar ákvarðanir núna á næstunni sem ýta undir framfaramál, er þá ekki bara komið nóg af þessari ríkisstjórn, er ekki best að fara að horfast í augu við veruleikann og boða til kosninga?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Axli ábyrgð á eigin orðum Katrín sagðist í svari til Þorgerðar hafa rætt merki skautunar í íslensku samfélagi í mörg ár. Þetta væri eitt stærsta áhyggjuefni hennar sem manneskju í íslensku samfélagi og væri ýmislegt sem spilar þar inn í. „Hvað varðar ákall um kosningar þá ætla ég að spara mér að boða til þeirra strax. Það er mikið rætt um stöðuna og ég ætla ekkert að draga neinn dul á það að þetta eru ekki sömu flokkarnir,“ segir Katrín. „Við erum heldur ekki í fjölskyldu saman, þessir flokkar. Við öxlum ekki ábyrgð hvert á öðru eins og móðir axlar ábyrgð á börnum sínum. Þegar einstaka þingmenn og einstaka ráðherrar fara með sínar skoðanir þá verða þeir auðvitað líka að bera ábyrgð á því sjálfir. Ég ætla að leyfa mér að segja það, bæði sem móðir og sem forsætisráðherra.“ Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira
Þar ræddi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, óeiningu á stjórnarheimilinu. Hún sagði Sjálfstæðismenn ala á ótta og óöryggi og nefndi útlendingamál sem dæmi. Þörf væri á stjórnfestu til þess að taka ákvarðanir í risamálum. „Ef við erum ekki að fara að fá þessar ákvarðanir núna á næstunni sem ýta undir framfaramál, er þá ekki bara komið nóg af þessari ríkisstjórn, er ekki best að fara að horfast í augu við veruleikann og boða til kosninga?“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Axli ábyrgð á eigin orðum Katrín sagðist í svari til Þorgerðar hafa rætt merki skautunar í íslensku samfélagi í mörg ár. Þetta væri eitt stærsta áhyggjuefni hennar sem manneskju í íslensku samfélagi og væri ýmislegt sem spilar þar inn í. „Hvað varðar ákall um kosningar þá ætla ég að spara mér að boða til þeirra strax. Það er mikið rætt um stöðuna og ég ætla ekkert að draga neinn dul á það að þetta eru ekki sömu flokkarnir,“ segir Katrín. „Við erum heldur ekki í fjölskyldu saman, þessir flokkar. Við öxlum ekki ábyrgð hvert á öðru eins og móðir axlar ábyrgð á börnum sínum. Þegar einstaka þingmenn og einstaka ráðherrar fara með sínar skoðanir þá verða þeir auðvitað líka að bera ábyrgð á því sjálfir. Ég ætla að leyfa mér að segja það, bæði sem móðir og sem forsætisráðherra.“
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Viðreisn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Sjá meira