Komst ekki á samgöngufund vegna samgöngutruflana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2024 19:50 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Arnar Íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugaður var í kvöld, hefur verið aflýst. Ástæðan er sú að flugi innviðaráðherra var aflýst. Bæjarstjórinn lætur kaldhæðnina í því ekki fram hjá sér fara. Í stuttri tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær „hentuðu ekki ráðherranum“. Ráðherrann sem vísað er til er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. „Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs,“ segir einnig í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hafi komið til Eyja með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun. „[E]ngu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“ Landeyjahöfn brennur á íbúum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir tíma hafa verið kominn á milliliðalaust samtal við ráðherrann. „Og samgöngur komu í veg fyrir það í dag. Það er einmitt það sem við vildum ræða, af því staðan hefur ekki verið góð og það er löngu kominn tími til að taka á því máli,“ sagði Íris í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það sem brenni helst á íbúum bæjarins í þessum efnum sé að Landeyjahöfn virki ekki sem heilsárssamgönguhöfn fyrir Vestmannaeyinga. „Hún er lokuð núna, dýpkun gengur illa og við vildum bara taka þetta samtal upp við ráðherrann og heyra hvað ráðamenn þjóðarinnar vilja gera til þess að tryggja þessar samgöngur sem okkur var lofað.“ Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjartsýn á göngin Mestu máli skipti að tryggja að höfnin verði opin, ef hún eigi að þjóna framtíðarsamgöngum Vestmannaeyinga. Íris segist vita að Sigurður Ingi sé viljugur til að koma til fundar og ræða málin. „En þetta er ákveðin kaldhæðni, staðan sem kom upp í dag. En svo er framtíðarmúsíkin auðvitað að við viljum láta klára gangnapælingar fyrir Eyjar. En ég er bjartsýn á það og vonast til þess að ráðamenn komi með einhver ráð og hugmyndir, einhverja sýn á framtíðina fyrir okkur.“ Íris segist bjartsýn á að göng til Vestmannaeyja geti orðið að veruleika. Ef þau séu yfir höfuð framkvæmanleg, þá séu þau þjóðhagslega hagkvæm. „Það er svo margt sem spilar inn í það. Innviðirnir okkar sem yrðu í göngunum og svo yrði þetta bara allt annað líf fyrir okkur.“ Vestmannaeyjar Samgöngur Landeyjahöfn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Í stuttri tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær „hentuðu ekki ráðherranum“. Ráðherrann sem vísað er til er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. „Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs,“ segir einnig í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hafi komið til Eyja með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun. „[E]ngu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“ Landeyjahöfn brennur á íbúum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir tíma hafa verið kominn á milliliðalaust samtal við ráðherrann. „Og samgöngur komu í veg fyrir það í dag. Það er einmitt það sem við vildum ræða, af því staðan hefur ekki verið góð og það er löngu kominn tími til að taka á því máli,“ sagði Íris í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það sem brenni helst á íbúum bæjarins í þessum efnum sé að Landeyjahöfn virki ekki sem heilsárssamgönguhöfn fyrir Vestmannaeyinga. „Hún er lokuð núna, dýpkun gengur illa og við vildum bara taka þetta samtal upp við ráðherrann og heyra hvað ráðamenn þjóðarinnar vilja gera til þess að tryggja þessar samgöngur sem okkur var lofað.“ Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjartsýn á göngin Mestu máli skipti að tryggja að höfnin verði opin, ef hún eigi að þjóna framtíðarsamgöngum Vestmannaeyinga. Íris segist vita að Sigurður Ingi sé viljugur til að koma til fundar og ræða málin. „En þetta er ákveðin kaldhæðni, staðan sem kom upp í dag. En svo er framtíðarmúsíkin auðvitað að við viljum láta klára gangnapælingar fyrir Eyjar. En ég er bjartsýn á það og vonast til þess að ráðamenn komi með einhver ráð og hugmyndir, einhverja sýn á framtíðina fyrir okkur.“ Íris segist bjartsýn á að göng til Vestmannaeyja geti orðið að veruleika. Ef þau séu yfir höfuð framkvæmanleg, þá séu þau þjóðhagslega hagkvæm. „Það er svo margt sem spilar inn í það. Innviðirnir okkar sem yrðu í göngunum og svo yrði þetta bara allt annað líf fyrir okkur.“
Vestmannaeyjar Samgöngur Landeyjahöfn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10