Komst ekki á samgöngufund vegna samgöngutruflana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2024 19:50 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Vísir/Arnar Íbúafundi um samgöngur við Vestmannaeyjar, sem fyrirhugaður var í kvöld, hefur verið aflýst. Ástæðan er sú að flugi innviðaráðherra var aflýst. Bæjarstjórinn lætur kaldhæðnina í því ekki fram hjá sér fara. Í stuttri tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær „hentuðu ekki ráðherranum“. Ráðherrann sem vísað er til er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. „Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs,“ segir einnig í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hafi komið til Eyja með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun. „[E]ngu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“ Landeyjahöfn brennur á íbúum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir tíma hafa verið kominn á milliliðalaust samtal við ráðherrann. „Og samgöngur komu í veg fyrir það í dag. Það er einmitt það sem við vildum ræða, af því staðan hefur ekki verið góð og það er löngu kominn tími til að taka á því máli,“ sagði Íris í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það sem brenni helst á íbúum bæjarins í þessum efnum sé að Landeyjahöfn virki ekki sem heilsárssamgönguhöfn fyrir Vestmannaeyinga. „Hún er lokuð núna, dýpkun gengur illa og við vildum bara taka þetta samtal upp við ráðherrann og heyra hvað ráðamenn þjóðarinnar vilja gera til þess að tryggja þessar samgöngur sem okkur var lofað.“ Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjartsýn á göngin Mestu máli skipti að tryggja að höfnin verði opin, ef hún eigi að þjóna framtíðarsamgöngum Vestmannaeyinga. Íris segist vita að Sigurður Ingi sé viljugur til að koma til fundar og ræða málin. „En þetta er ákveðin kaldhæðni, staðan sem kom upp í dag. En svo er framtíðarmúsíkin auðvitað að við viljum láta klára gangnapælingar fyrir Eyjar. En ég er bjartsýn á það og vonast til þess að ráðamenn komi með einhver ráð og hugmyndir, einhverja sýn á framtíðina fyrir okkur.“ Íris segist bjartsýn á að göng til Vestmannaeyja geti orðið að veruleika. Ef þau séu yfir höfuð framkvæmanleg, þá séu þau þjóðhagslega hagkvæm. „Það er svo margt sem spilar inn í það. Innviðirnir okkar sem yrðu í göngunum og svo yrði þetta bara allt annað líf fyrir okkur.“ Vestmannaeyjar Samgöngur Landeyjahöfn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Í stuttri tilkynningu á vef Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli lands og Eyja hafi verið með þeim hætti í dag að þær „hentuðu ekki ráðherranum“. Ráðherrann sem vísað er til er Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra. „Þó er rétt að geta þess að bæði var siglt og flogið til Eyja í morgun. Ráðherrann hafði ætlað sér að koma með flugi kl 17 en því var aflýst vegna veðurs,“ segir einnig í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að forstjóri Vegagerðarinnar, Bergþóra Þorkelsdóttir, hafi komið til Eyja með Herjólfi frá Þorlákshöfn í morgun. „[E]ngu að síður þykir rétt að fresta fundinum úr því að hinn pólitíski ábyrgðarmaður samgangnanna getur ekki sótt hann. Fundurinn verður auglýstur þegar ný tímasetning hefur fundist.“ Landeyjahöfn brennur á íbúum Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir tíma hafa verið kominn á milliliðalaust samtal við ráðherrann. „Og samgöngur komu í veg fyrir það í dag. Það er einmitt það sem við vildum ræða, af því staðan hefur ekki verið góð og það er löngu kominn tími til að taka á því máli,“ sagði Íris í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Það sem brenni helst á íbúum bæjarins í þessum efnum sé að Landeyjahöfn virki ekki sem heilsárssamgönguhöfn fyrir Vestmannaeyinga. „Hún er lokuð núna, dýpkun gengur illa og við vildum bara taka þetta samtal upp við ráðherrann og heyra hvað ráðamenn þjóðarinnar vilja gera til þess að tryggja þessar samgöngur sem okkur var lofað.“ Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Vilhelm Bjartsýn á göngin Mestu máli skipti að tryggja að höfnin verði opin, ef hún eigi að þjóna framtíðarsamgöngum Vestmannaeyinga. Íris segist vita að Sigurður Ingi sé viljugur til að koma til fundar og ræða málin. „En þetta er ákveðin kaldhæðni, staðan sem kom upp í dag. En svo er framtíðarmúsíkin auðvitað að við viljum láta klára gangnapælingar fyrir Eyjar. En ég er bjartsýn á það og vonast til þess að ráðamenn komi með einhver ráð og hugmyndir, einhverja sýn á framtíðina fyrir okkur.“ Íris segist bjartsýn á að göng til Vestmannaeyja geti orðið að veruleika. Ef þau séu yfir höfuð framkvæmanleg, þá séu þau þjóðhagslega hagkvæm. „Það er svo margt sem spilar inn í það. Innviðirnir okkar sem yrðu í göngunum og svo yrði þetta bara allt annað líf fyrir okkur.“
Vestmannaeyjar Samgöngur Landeyjahöfn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Segir jarðgangaáætlun miklu raunhæfari með kyndilborun Ný tækni með kyndilborun jarðganga gerir áform um stórfellda jarðgangagerð hérlendis miklu raunhæfari, að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra, sem segir tækifærið það spennandi fyrir Íslendinga að ekki sé hægt að sitja hjá. 27. nóvember 2023 20:10