Sagður vilja reka Járnherforingjann Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2024 18:21 Salúsjní og Selenskí takast í hendur. Myndin var tekin síðasta sumar en mikil spenna er sögð hafa ríkt milli mannanna undanfarna mánuði. Getty/Alecey Furman Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er sagður ætla sér að skipta út Valerí Salúsjní, yfirmanni herafla landsins. Þeir funduðu í gær og bauð forsetinn Salúsjní að taka að sér stöðu varnarmálaráðgjafa en hann neitaði að segja af sér. Samkvæmt heimildarmönnum FT á Selenskí að hafa sagt Salúsjní að hvort sem hann tæki að sér ráðgjafastöðuna eða ekki, yrði hann fjarlægður úr stöðu yfirmanns heraflans. Mikil umræða átti sér stað á samfélagsmiðlum um fundinn í gær og segja heimildarmenn FT að hægt hafi verið á ferlinu að reka Salúsjní. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Heimildarmenn New York Times í Úkraínu segja að Selenskí hafi ætlað að reka Salúsjní en hafi hætt við í bili eftir að fregnum af ætlunum forsetans hafi verið lekið til fjölmiðla. Talsmaður Selenskís þvertók fyrir það að Salúsjní hefði verið rekinn í gærkvöldi en vildi ekkert segja um hvort til stæði að reka herforingjann. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. FT segir að Selenskí sé sagður óttast Salúsjní sem mögulegan pólitískan andstæðing. Salúsjní hefur fengið heiðurinn af vörnum Kænugarðs í upphafi innrásarinnar, vel heppnaða gagnsókn í Karkív-héraði og frelsun Kherson-borgar um haustið 2022. Þá hafa þeir deilt opinberlega um herkvaðningu í Úkraínu og hvort hún ætti að vera framkvæmd af opinberum yfirvöldum landsins eða af hernum. Herinn segir þörf á um hálfri milljón manna herkvaðningu. Það að reka Salúsjní gæti reynst mjög óvinsæl ákvörðun hjá Selenskí, vegna vinsælda herforingjans. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Samkvæmt heimildarmönnum FT á Selenskí að hafa sagt Salúsjní að hvort sem hann tæki að sér ráðgjafastöðuna eða ekki, yrði hann fjarlægður úr stöðu yfirmanns heraflans. Mikil umræða átti sér stað á samfélagsmiðlum um fundinn í gær og segja heimildarmenn FT að hægt hafi verið á ferlinu að reka Salúsjní. Undanfarna mánuði hafa reglulega borist fregnir af spennu milli Selenskí og Salúsjní. Heimildarmenn New York Times í Úkraínu segja að Selenskí hafi ætlað að reka Salúsjní en hafi hætt við í bili eftir að fregnum af ætlunum forsetans hafi verið lekið til fjölmiðla. Talsmaður Selenskís þvertók fyrir það að Salúsjní hefði verið rekinn í gærkvöldi en vildi ekkert segja um hvort til stæði að reka herforingjann. Rekja má þessa spennu til gagnsóknar Úkraínumanna í suðurhluta Úkraínu í sumar og í haust, þar sem Úkraínumenn náðu ekki markmiðum sínum að skera á birgðalínur Rússa landleiðina til Krímskaga. Þá skrifaði Salúsjní grein sem birt var á vef Economist í haust þar sem hann sagði þrátefli á vígvöllum Úkraínu. Sú grein er ekki sögð hafa fallið í kramið hjá Selenskí og hans fólki. Salúsjní, sem er fimmtugur, var skipaður í embætti af Selenskí í júlí 2021. Hann hefur haldið utan um varnir Úkraínumanna gegn innrás Rússa frá upphafi og nýtur töluverðra vinsælda í Úkraínu, þar sem hann gengur undir viðurnefninu „Járnherforinginn“. FT segir að Selenskí sé sagður óttast Salúsjní sem mögulegan pólitískan andstæðing. Salúsjní hefur fengið heiðurinn af vörnum Kænugarðs í upphafi innrásarinnar, vel heppnaða gagnsókn í Karkív-héraði og frelsun Kherson-borgar um haustið 2022. Þá hafa þeir deilt opinberlega um herkvaðningu í Úkraínu og hvort hún ætti að vera framkvæmd af opinberum yfirvöldum landsins eða af hernum. Herinn segir þörf á um hálfri milljón manna herkvaðningu. Það að reka Salúsjní gæti reynst mjög óvinsæl ákvörðun hjá Selenskí, vegna vinsælda herforingjans.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01 Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08 Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15 Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Áfram samið á þingi þó Trump mótmæli Samningaviðræðum um mögulegar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó annars vegar og hernaðaraðstoð handa Úkraínu og öðrum ríkjum hefur ekki verið hætt á bandaríska þinginu. Talið er að koma muni í ljós á næstu dögum hvort samkomulag sé mögulegt. 26. janúar 2024 14:01
Herflugvél féll til jarðar í Belgorod Flutningaflugvél rússneska hersins hrapaði til jarðar í Belgorod-héraði í morgun og sprakk. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir Il-76 flugvélina hafa borið 65 úkraínska stríðsfanga sem til stóð að skipta við Úkraínumenn, auk áhafnar, alls 74 manns. 24. janúar 2024 10:08
Láta ekki ógna sér með stórri æfingu NATO Steadfast Defender 24, sem eru stærstu heræfingar Atlantshafsbandalagsins í áratugi, marka afturför til tíma kalda stríðsins milli Nato og Sovétríkjanna, samkvæmt Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands. Hann segir æfingarnar auka hættuna á átökum en að Rússum verði ekki ógnað með þessum hætti. 21. janúar 2024 14:15
Drónaárásir í Rússlandi í nótt Úkraínumenn eru sagðir hafa gert drónaárásir í Rússlandi í nótt en ein þeirra olli miklum eldi á olíuvinnslustöð nærri Pétursborg. Hin árásin ku hafa verið gerð á verksmiðju þar sem loftvarnarkerfi eru framleidd. 21. janúar 2024 09:34