„Ég get ekki meir“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 31. janúar 2024 09:11 Hörður Ólafsson þyrlulæknir rifjar upp þennan örlagaríka dag í nýjasta þætti Útkalls en ljóst er að atburðurinn hafði gífurleg áhrif á hann. Skjáskot „Það er í raun ekkert hægt að lýsa svona reynslu. Þetta var eins og að vera í þvottavél,” segir Auðunn Kristinsson sigmaður en hann er annar af viðmælendum Óttars Sveinssonar í nýjasta þætti Útkalls. Þátturinn var frumsýndur var á Vísi síðastliðinn sunnudag og verður sýndur á Stöð 2 Vísi klukkan 20 í kvöld. Í þættinum er rifjaður upp atburður sem átti sér stað þann 19.desember árið 2006. Átta Danir höfðu verið sendir frá varðskipinu Triton á Zodiac-báti með dælu, að strandstað Wilson Muga. Þá gerðist það að brimið við Hvalsnes, rétt sunnan Sandgerðis, hvolfdi bátnum. Eftir það börðust Danirnir fyrir lífi sínu í tvær klukkustundir. Þegar sex manna áhöfn þyrlunnar TF-LÍF komst á staðinn kom í ljós að aðstæður til björgunar voru á mörkum hins gerlega. Aðstæður voru einstaklega erfiðar, myrkur, stormur og slæmt skyggni. Öldurnar voru á við þriggja hæða hús. Um var að ræða langerfiðasta útkall þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar fram að þessum tíma. Aðstæður voru svo erfiðar að sumir í áhöfn þyrlunnar töldu að vélin væri að fara í sjóinn. Auðunn Kristinsson sigmaður og Hörður Ólafsson þyrlulæknir voru um borð í þyrlunni og eru viðmælendur Óttars Sveinssonar í þættinum. „Allir voru að horfa út, en svo man ég að við sáum ljósu punktana, endurvarpið. Það var mjög gaman. Maður fann að allir voru mjög ánægðir. Við vorum búnir að finna þetta, finna þessa menn,” segir Hörður en ljóst er að það tekur gífurlega á hann að rifja atburðinn upp. „Ég hélt að aldan væri að koma inn í þyrluna,“ segir hann á öðrum stað. Héldu að vélin væri að fara Þegar þyrlan kom að Dönunum var einn þeirra þegar látinn. Nætursjónaukar virkuðu ekki vegna þess hvað það var dimmt og mikil úrkoma. Auðunn var látinn síga niður í brimið til Dananna. „Það er í raun og veru ekki fyrr en ég kem niður undir öldurnar að ég átta mig á því hvað ölduhæðin er mikil og aðstæður eru erfiðar,” rifjar Auðunn upp. „Við komum fljótt auga á fjóra menn í sjónum, þar af þrír sem virtust nokkuð vel á sig komnir.” Hann náði fyrst taki á hinum aðframkomna Jon. Stuttu áður en þyrlan kom sagði Jon: „Ég get ekki meir." En þá gerðist hið óvænta. Það var eins og vélin væri að missa hæð og lenda í sjónum. Hún var komin mjög nálægt öldutoppunum. „Við héldum að vélin væri að fara – það var bara þannig. Við værum bara búnir að missa hana,“ segir Auðunn en hann ákvað að losa sig úr siglínunni þannig að hann drægist ekki með vélinni. Aðspurður um hvað hafi farið í gegnum huga hans á þessari stundu segir Auðunn: „Þetta er svona “split second” dæmi þannig að þú í raun hugsar ekki mikið. Maður hugsar bara um að losa okkur úr gírnum svo við lendum ekki undir vélinni. Það gefst ekki tími til að hugsa þetta mikið lengra.” Áhöfnin náði að lokum að bjarga sjö af Dönunum á lífi. „Sá síðasti sem við náðum á lífi var helvíti kaldur og gat sig nánast ekkert hreyft. En hann var auðvitað mjög ánægður með að vera kominn um borð,” rifjar Hörður upp. Hann ákvað að hætta í þyrlusveitinni eftir þennan atburð. Eftir björgunina sæmdi varnarmálaráðherra Danmerkur áhöfn TF-LÍF heiðursmerki danska sjóhersins. Útkall eru vikulegir þættir sem sýndir eru á Vísi og koma út á sunnudögum. Nálgast má alla þættina á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan. Útkall Tengdar fréttir Héldu að þyrlan væri að fara í sjóinn „Við héldum að vélin væri að fara, það var bara þannig. Við værum bara búnir að missa hana,“ segir Auðunn Kristinsson, sem var sigmaður á TF-LÍF þegar áhöfn hennar var að bjarga átta aðframkomnum varðskipsmönnum af Triton úr foráttubrimi á strandstað Wilson Muga suður af Sandgerði í desember 2006. 28. janúar 2024 07:00 Heimtir úr helju eftir fimm daga í gúmmíbátum Tólf íslenskir síldveiðisjómenn höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-íshafinu þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra. Allan þennan tíma lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu. 21. janúar 2024 07:01 Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt ,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska. 17. janúar 2024 07:01 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Í þættinum er rifjaður upp atburður sem átti sér stað þann 19.desember árið 2006. Átta Danir höfðu verið sendir frá varðskipinu Triton á Zodiac-báti með dælu, að strandstað Wilson Muga. Þá gerðist það að brimið við Hvalsnes, rétt sunnan Sandgerðis, hvolfdi bátnum. Eftir það börðust Danirnir fyrir lífi sínu í tvær klukkustundir. Þegar sex manna áhöfn þyrlunnar TF-LÍF komst á staðinn kom í ljós að aðstæður til björgunar voru á mörkum hins gerlega. Aðstæður voru einstaklega erfiðar, myrkur, stormur og slæmt skyggni. Öldurnar voru á við þriggja hæða hús. Um var að ræða langerfiðasta útkall þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar fram að þessum tíma. Aðstæður voru svo erfiðar að sumir í áhöfn þyrlunnar töldu að vélin væri að fara í sjóinn. Auðunn Kristinsson sigmaður og Hörður Ólafsson þyrlulæknir voru um borð í þyrlunni og eru viðmælendur Óttars Sveinssonar í þættinum. „Allir voru að horfa út, en svo man ég að við sáum ljósu punktana, endurvarpið. Það var mjög gaman. Maður fann að allir voru mjög ánægðir. Við vorum búnir að finna þetta, finna þessa menn,” segir Hörður en ljóst er að það tekur gífurlega á hann að rifja atburðinn upp. „Ég hélt að aldan væri að koma inn í þyrluna,“ segir hann á öðrum stað. Héldu að vélin væri að fara Þegar þyrlan kom að Dönunum var einn þeirra þegar látinn. Nætursjónaukar virkuðu ekki vegna þess hvað það var dimmt og mikil úrkoma. Auðunn var látinn síga niður í brimið til Dananna. „Það er í raun og veru ekki fyrr en ég kem niður undir öldurnar að ég átta mig á því hvað ölduhæðin er mikil og aðstæður eru erfiðar,” rifjar Auðunn upp. „Við komum fljótt auga á fjóra menn í sjónum, þar af þrír sem virtust nokkuð vel á sig komnir.” Hann náði fyrst taki á hinum aðframkomna Jon. Stuttu áður en þyrlan kom sagði Jon: „Ég get ekki meir." En þá gerðist hið óvænta. Það var eins og vélin væri að missa hæð og lenda í sjónum. Hún var komin mjög nálægt öldutoppunum. „Við héldum að vélin væri að fara – það var bara þannig. Við værum bara búnir að missa hana,“ segir Auðunn en hann ákvað að losa sig úr siglínunni þannig að hann drægist ekki með vélinni. Aðspurður um hvað hafi farið í gegnum huga hans á þessari stundu segir Auðunn: „Þetta er svona “split second” dæmi þannig að þú í raun hugsar ekki mikið. Maður hugsar bara um að losa okkur úr gírnum svo við lendum ekki undir vélinni. Það gefst ekki tími til að hugsa þetta mikið lengra.” Áhöfnin náði að lokum að bjarga sjö af Dönunum á lífi. „Sá síðasti sem við náðum á lífi var helvíti kaldur og gat sig nánast ekkert hreyft. En hann var auðvitað mjög ánægður með að vera kominn um borð,” rifjar Hörður upp. Hann ákvað að hætta í þyrlusveitinni eftir þennan atburð. Eftir björgunina sæmdi varnarmálaráðherra Danmerkur áhöfn TF-LÍF heiðursmerki danska sjóhersins. Útkall eru vikulegir þættir sem sýndir eru á Vísi og koma út á sunnudögum. Nálgast má alla þættina á sjónvarpssíðu Vísis hér fyrir neðan.
Útkall Tengdar fréttir Héldu að þyrlan væri að fara í sjóinn „Við héldum að vélin væri að fara, það var bara þannig. Við værum bara búnir að missa hana,“ segir Auðunn Kristinsson, sem var sigmaður á TF-LÍF þegar áhöfn hennar var að bjarga átta aðframkomnum varðskipsmönnum af Triton úr foráttubrimi á strandstað Wilson Muga suður af Sandgerði í desember 2006. 28. janúar 2024 07:00 Heimtir úr helju eftir fimm daga í gúmmíbátum Tólf íslenskir síldveiðisjómenn höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-íshafinu þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra. Allan þennan tíma lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu. 21. janúar 2024 07:01 Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt ,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska. 17. janúar 2024 07:01 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Héldu að þyrlan væri að fara í sjóinn „Við héldum að vélin væri að fara, það var bara þannig. Við værum bara búnir að missa hana,“ segir Auðunn Kristinsson, sem var sigmaður á TF-LÍF þegar áhöfn hennar var að bjarga átta aðframkomnum varðskipsmönnum af Triton úr foráttubrimi á strandstað Wilson Muga suður af Sandgerði í desember 2006. 28. janúar 2024 07:00
Heimtir úr helju eftir fimm daga í gúmmíbátum Tólf íslenskir síldveiðisjómenn höfðu verið hátt í viku í björgunarbátum í Norður-íshafinu þegar fólk í landi fór loks að sakna þeirra. Allan þennan tíma lágu þeir hver um annan þveran í ísköldum og þvölum botni gúmmíbáta, þyrstir, svangir, skjálfandi og vonlausir í hrollköldu heimskautaloftinu. 21. janúar 2024 07:01
Tár á hvarmi þegar hetjan úr þyrlunni birtist óvænt ,,Bjargvætturinn minn,“ sagði Ingvi Hallgrímsson hrærður þegar honum var komið á óvart með því að fá að faðma Benóný Ásgrímsson þyrluflugstjóra sem bjargaði honum úr bráðum lífsháska. 17. janúar 2024 07:01