Stjórnendum fækkar hjá Lyfjastofnun Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2024 13:20 Rúna Hvannberg er forstjóri Lyfjastofnunar. Vísir/Arnar Ráðist hefur verið í skipulagsbreytingar hjá Lyfjastofnun í tengslum við aðhaldsaðgerðir og hafa sviðum stofnunarinnar verið fækkað. Samhliða breytingunum hefur stjórnendum verið fækkað en ekki þurfti að grípa til uppsagna. Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en skipulaginu verður formlega breytt á morgun. „Því fylgja breytingar í stjórnendahópnum, tvö svið verða lögð niður og fólk færist milli sviða og deilda. Þetta er gert vegna þeirra fjárhagslegu áskorana sem Lyfjastofnun stendur frammi fyrir.“ Fram kemur að á síðasta ári hafi orðið fyrirsjáanlegt að framlög úr ríkissjóði til Lyfjastofnunar myndu dragast saman. „Þá þegar var farið í aðhaldsaðgerðir, t.a.m. voru tímabundnir ráðningarsamningar ekki framlengdir, og ekki var ráðið í stað þeirra sem létu af störfum nema brýna nauðsyn bæri til. Þjónustugjöld 70% af tekjum Lyfjastofnunar Fjármögnun Lyfjastofnunar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá fyrir veitta þjónustu sem nemur 70% af tekjum stofnunarinnar á ársgrundvelli. Hins vegar framlag úr ríkissjóði. Nýtt skipurit. Framlag úr ríkissjóði dregst saman Framlagi úr ríkissjóði er ætlað að standa undir öðrum verkþáttum en þeim sem þjónustugjöldin standa undir, og stofnuninni ber að sinna. Þessir liðir, að stærstum hluta eftirlitsgjöld og árgjöld, nema um 30% af tekjunum. Eftir samþykkt fjárlaga var ljóst að framlag úr ríkissjóði myndi minnka frá fyrra ári og hafði þá dregist saman um tæp 15% á tveimur árum. Af þessu leiðir að framlag ríkisstjóðs árið 2024 verður að líkindum um 100 milljónum lægra en áætlaðar tekjur sem Lyfjastofnun mun skila í sjóðinn á formi eftirlitsgjalda, árgjalda og undanþágulyfja. Um þetta var nýlega var fjallað í frétt á vef stofnunarinnar. Nýtt skipurit – tvö kjarnasvið Í ljósi þess að frekari aðhaldsaðgerða væri þörf, var ráðist í að endurmeta vinnu, verkferla og mönnun á hverjum stað, skoðað hvar draga mætti úr þjónustu og hvar hægt væri að færa til verkefni milli starfseininga til að ná fram aukinni skilvirkni. Þetta þýðir verulega uppstokkun á vinnustaðnum og breytingar í stjórnendahópnum,“ segir á vef Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar er Rúna Hauksdóttir Hvannberg, staðgengill hennar Þórhallur Hákonarson, sem jafnframt er sviðsstjóri Fjármála- og stjórnsýslu. Í starfi aðstoðarmanns forstjóra er Jana Rós Reynisdóttir, mannauðsstjóri er Stefán Karl Snorrason. Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir stýrir sviði sem ber heitið Mat og skráning lyfja, og sviðinu Aðgengi og öryggi stýrir Ólöf Þórhallsdóttir. Sviðsstjóri í Stafrænum innviðum er Guðrún Helga Hamar. Stjórnsýsla Lyf Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stofnunarinnar en skipulaginu verður formlega breytt á morgun. „Því fylgja breytingar í stjórnendahópnum, tvö svið verða lögð niður og fólk færist milli sviða og deilda. Þetta er gert vegna þeirra fjárhagslegu áskorana sem Lyfjastofnun stendur frammi fyrir.“ Fram kemur að á síðasta ári hafi orðið fyrirsjáanlegt að framlög úr ríkissjóði til Lyfjastofnunar myndu dragast saman. „Þá þegar var farið í aðhaldsaðgerðir, t.a.m. voru tímabundnir ráðningarsamningar ekki framlengdir, og ekki var ráðið í stað þeirra sem létu af störfum nema brýna nauðsyn bæri til. Þjónustugjöld 70% af tekjum Lyfjastofnunar Fjármögnun Lyfjastofnunar er tvíþætt. Annars vegar er um að ræða innheimt gjöld samkvæmt gjaldskrá fyrir veitta þjónustu sem nemur 70% af tekjum stofnunarinnar á ársgrundvelli. Hins vegar framlag úr ríkissjóði. Nýtt skipurit. Framlag úr ríkissjóði dregst saman Framlagi úr ríkissjóði er ætlað að standa undir öðrum verkþáttum en þeim sem þjónustugjöldin standa undir, og stofnuninni ber að sinna. Þessir liðir, að stærstum hluta eftirlitsgjöld og árgjöld, nema um 30% af tekjunum. Eftir samþykkt fjárlaga var ljóst að framlag úr ríkissjóði myndi minnka frá fyrra ári og hafði þá dregist saman um tæp 15% á tveimur árum. Af þessu leiðir að framlag ríkisstjóðs árið 2024 verður að líkindum um 100 milljónum lægra en áætlaðar tekjur sem Lyfjastofnun mun skila í sjóðinn á formi eftirlitsgjalda, árgjalda og undanþágulyfja. Um þetta var nýlega var fjallað í frétt á vef stofnunarinnar. Nýtt skipurit – tvö kjarnasvið Í ljósi þess að frekari aðhaldsaðgerða væri þörf, var ráðist í að endurmeta vinnu, verkferla og mönnun á hverjum stað, skoðað hvar draga mætti úr þjónustu og hvar hægt væri að færa til verkefni milli starfseininga til að ná fram aukinni skilvirkni. Þetta þýðir verulega uppstokkun á vinnustaðnum og breytingar í stjórnendahópnum,“ segir á vef Lyfjastofnunar. Forstjóri Lyfjastofnunar er Rúna Hauksdóttir Hvannberg, staðgengill hennar Þórhallur Hákonarson, sem jafnframt er sviðsstjóri Fjármála- og stjórnsýslu. Í starfi aðstoðarmanns forstjóra er Jana Rós Reynisdóttir, mannauðsstjóri er Stefán Karl Snorrason. Valgerður Guðrún Gunnarsdóttir stýrir sviði sem ber heitið Mat og skráning lyfja, og sviðinu Aðgengi og öryggi stýrir Ólöf Þórhallsdóttir. Sviðsstjóri í Stafrænum innviðum er Guðrún Helga Hamar.
Stjórnsýsla Lyf Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira