Fjarlægja tónlist Taylor Swift og Harry Styles af TikTok Lovísa Arnardóttir skrifar 31. janúar 2024 23:43 Taylor Swift, Harry Styles og Ariana Grande eru öll hjá Universal Music Group Vísir/EPA Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum. Það er vegna þess að miðillinn og útgefandi tónlistarfólksins, Universal Music Group, hafa ekki getað komist að samkomulagi um samning sín á milli. Samningurinn sem hefur verið í gildi þeirra á milli rennur út á miðnætti í kvöld, þann 31. janúar. Á TikTok geta notendur ekki spilað lög í fullri lengd og geta í mesta lagi notað eina mínútu af lagi í myndbandinu sem þau búa til. Fjallað er um málið á vef Washington Post og USA Today. Taylor Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi og nú verður líklega ekki hægt að hlusta á hana eða nota tónlistina hennar á Tiktok lengur. Vísir/EPA Universal Music Group sendi frá sér opið bréf í gær þar sem þeirra afstöðu í málinu var lýst. Þau sögðu að helst hefðu þrjú mál verið þeim mikilvæg í samningaviðræðunum. Það væri það að tónlistarmennirnir og lagahöfundarnir fengju greitt almennilega fyrir notkun tónlistarinnar, að þau væru betur varin fyrir skaðlegum áhrifum gervigreindar og að TikTok gerði meira til að tryggja öryggi notenda sinna. Þar kom einnig fram að TikTok greiði samkvæmt núverandi samningi afar lítið fyrir notkun tónlistarinnar en hreyki sér af því á sama tíma að vera tónlistarmiðaður miðill. Universal sagði af þeirra heildartekjum kæmi aðeins um eitt prósent frá Tiktok og það sýndi hversu litlar greiðslurnar væru frá Tiktok. Þá segja þau að TikTok hafi ítrekað hótað þeim í viðræðunum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka af miðlinum ákveðna tónlistarmenn en ekki alla. Segja Universal stjórnað af græðgi Stjórnendur TikTok svöruðu bréfinu með yfirlýsingu þar sem þau sögðu Universal setja sína eigin græðgi ofar hagsmunum tónlistarfólks þeirra og lagahöfunda. Þá sagði fyrirtækið að þau væru búin að komast að samkomulagi við önnur stór tónlistarfyrirtæki eins og Warner Music Group. Það verða ekki fleiri Tiktok með Watermelon sugar í flutningi Harry Styles. Vísir/EPA Aðrir vinsælir tónlistarmenn sem eru hjá Universal eru til dæmis Harry Styles, Ariana Grande, SZA og Billie Eilish. Þá eiga þau einnig réttinn að tónlist sem búin var til undir merkjum annarra stórra plötufyrirtækja eins og Def Jam Recordings og Abbey Road Studios. Tónlist Samfélagsmiðlar TikTok Hollywood Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Það er vegna þess að miðillinn og útgefandi tónlistarfólksins, Universal Music Group, hafa ekki getað komist að samkomulagi um samning sín á milli. Samningurinn sem hefur verið í gildi þeirra á milli rennur út á miðnætti í kvöld, þann 31. janúar. Á TikTok geta notendur ekki spilað lög í fullri lengd og geta í mesta lagi notað eina mínútu af lagi í myndbandinu sem þau búa til. Fjallað er um málið á vef Washington Post og USA Today. Taylor Swift er ein vinsælasta tónlistarkona í heimi og nú verður líklega ekki hægt að hlusta á hana eða nota tónlistina hennar á Tiktok lengur. Vísir/EPA Universal Music Group sendi frá sér opið bréf í gær þar sem þeirra afstöðu í málinu var lýst. Þau sögðu að helst hefðu þrjú mál verið þeim mikilvæg í samningaviðræðunum. Það væri það að tónlistarmennirnir og lagahöfundarnir fengju greitt almennilega fyrir notkun tónlistarinnar, að þau væru betur varin fyrir skaðlegum áhrifum gervigreindar og að TikTok gerði meira til að tryggja öryggi notenda sinna. Þar kom einnig fram að TikTok greiði samkvæmt núverandi samningi afar lítið fyrir notkun tónlistarinnar en hreyki sér af því á sama tíma að vera tónlistarmiðaður miðill. Universal sagði af þeirra heildartekjum kæmi aðeins um eitt prósent frá Tiktok og það sýndi hversu litlar greiðslurnar væru frá Tiktok. Þá segja þau að TikTok hafi ítrekað hótað þeim í viðræðunum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka af miðlinum ákveðna tónlistarmenn en ekki alla. Segja Universal stjórnað af græðgi Stjórnendur TikTok svöruðu bréfinu með yfirlýsingu þar sem þau sögðu Universal setja sína eigin græðgi ofar hagsmunum tónlistarfólks þeirra og lagahöfunda. Þá sagði fyrirtækið að þau væru búin að komast að samkomulagi við önnur stór tónlistarfyrirtæki eins og Warner Music Group. Það verða ekki fleiri Tiktok með Watermelon sugar í flutningi Harry Styles. Vísir/EPA Aðrir vinsælir tónlistarmenn sem eru hjá Universal eru til dæmis Harry Styles, Ariana Grande, SZA og Billie Eilish. Þá eiga þau einnig réttinn að tónlist sem búin var til undir merkjum annarra stórra plötufyrirtækja eins og Def Jam Recordings og Abbey Road Studios.
Tónlist Samfélagsmiðlar TikTok Hollywood Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Lífið Innviðaráðherra á von á barni Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning