Tekur við sem forstjóri CRI Atli Ísleifsson skrifar 1. febrúar 2024 08:35 Lotte Rosenberg. Aðsend Lotte Rosenberg hefur verið ráðin í stöðu forstjóra íslenska hátæknifyrirtækisins Carbon Recycling International (CRI) og Björk Kristjánsdóttir, sem sinnt hefur starfi tímabundins forstjóra frá 2022, hefur tekið við nýrri stöðu framkvæmdastjóra rekstrar- og fjármálasviðs hjá félaginu. Í tilkynningu segir að Lotte hafi yfirgripsmikla reynslu innan orkuiðnaðarins og hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri hjá dönsku félögunum Ørsted, stærsta vindorkufyrirtæki heims, og Nature Energy sem selt var til Shell á síðasta ári. „Síðast starfaði hún sem forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins WPU, sem sérhæfir sig í endurnýjun plastúrgangs yfir í olíu. Hjá fyrri félögum leiddi Lotte stefnumótandi vöxt, þróun alþjóðlegs samstarfs og uppbyggingu starfsstöðva í Evrópu og Norður-Ameríku. Mun reynsla hennar nýtast við frekari vöxt CRI,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að félagið hafi á undanförnum tveimur árum unnið að stórum stórum alþjóðlegum verkefnum en í Kína hafi verið gangsettar tvær stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem séu byggðar á tækni og búnaði frá CRI. „Þær nýta fangaðan koltvísýring sem hráefni til framleiðslu metanóls með lágu kolefnisspori. Einnig skrifaði félagið nýlega undir samstarf við þýska félagið P1 Fuels um afhendingu á framleiðslubúnaði og þjónustu við uppsetningu á rafeldsneytisverksmiðju í Þýskalandi.“ Ennfremur segir að Björk hafi leitt 30 milljón bandaríkjadala fjárfestingarlotu á síðasta ári. „Equinor Ventures var leiðandi fjárfestir en ásamt þeim fjárfestu Gildi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Sjóvá í félaginu. Meðal annarra fjárfesta eru Methanex, Geely, Eyrir Invest, Norræni fjárfestingarbankinn (NEFCO), aðrir fjárfestar og einstaklingar.“ Þá segir að Carbon Recycling International hafi frá árinu 2006 þróað Emissions-to-Liquids (ETL) tæknina til framleiðslu á grænu eldsneyti og efnavöru úr koltvísýringi. „Tæknin hefur nú verið nýtt í stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem gangsettar hafa verið á síðustu tveimur árum. Félagið býður þannig upp á viðamikla þjónustu fyrir viðskiptavini sína, allt frá afhendingu tæknipakka og búnaðar og til stuðnings í þróun stærri verkefna í nýtingu koltvísýrings til framleiðslu metanóls. Með þróun og uppsetningu á tæknilausn sinni hefur CRI skapað sér leiðandi stöðu á alþjóðamarkaði fyrir grænar tæknilausnir sem endurnýta koltvísýring. CRI hefur nú þegar gert viðskiptavinum félagsins kleift að endurnýta yfir 300.000 tonn af koltvísýringi árlega til framleiðslu á vistvænu metanóli sem nýta má í efnavöru og sem eldsneyti,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Í tilkynningu segir að Lotte hafi yfirgripsmikla reynslu innan orkuiðnaðarins og hafi áður starfað sem framkvæmdastjóri hjá dönsku félögunum Ørsted, stærsta vindorkufyrirtæki heims, og Nature Energy sem selt var til Shell á síðasta ári. „Síðast starfaði hún sem forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins WPU, sem sérhæfir sig í endurnýjun plastúrgangs yfir í olíu. Hjá fyrri félögum leiddi Lotte stefnumótandi vöxt, þróun alþjóðlegs samstarfs og uppbyggingu starfsstöðva í Evrópu og Norður-Ameríku. Mun reynsla hennar nýtast við frekari vöxt CRI,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að félagið hafi á undanförnum tveimur árum unnið að stórum stórum alþjóðlegum verkefnum en í Kína hafi verið gangsettar tvær stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem séu byggðar á tækni og búnaði frá CRI. „Þær nýta fangaðan koltvísýring sem hráefni til framleiðslu metanóls með lágu kolefnisspori. Einnig skrifaði félagið nýlega undir samstarf við þýska félagið P1 Fuels um afhendingu á framleiðslubúnaði og þjónustu við uppsetningu á rafeldsneytisverksmiðju í Þýskalandi.“ Ennfremur segir að Björk hafi leitt 30 milljón bandaríkjadala fjárfestingarlotu á síðasta ári. „Equinor Ventures var leiðandi fjárfestir en ásamt þeim fjárfestu Gildi, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja og Sjóvá í félaginu. Meðal annarra fjárfesta eru Methanex, Geely, Eyrir Invest, Norræni fjárfestingarbankinn (NEFCO), aðrir fjárfestar og einstaklingar.“ Þá segir að Carbon Recycling International hafi frá árinu 2006 þróað Emissions-to-Liquids (ETL) tæknina til framleiðslu á grænu eldsneyti og efnavöru úr koltvísýringi. „Tæknin hefur nú verið nýtt í stærstu verksmiðjur sinnar tegundar sem gangsettar hafa verið á síðustu tveimur árum. Félagið býður þannig upp á viðamikla þjónustu fyrir viðskiptavini sína, allt frá afhendingu tæknipakka og búnaðar og til stuðnings í þróun stærri verkefna í nýtingu koltvísýrings til framleiðslu metanóls. Með þróun og uppsetningu á tæknilausn sinni hefur CRI skapað sér leiðandi stöðu á alþjóðamarkaði fyrir grænar tæknilausnir sem endurnýta koltvísýring. CRI hefur nú þegar gert viðskiptavinum félagsins kleift að endurnýta yfir 300.000 tonn af koltvísýringi árlega til framleiðslu á vistvænu metanóli sem nýta má í efnavöru og sem eldsneyti,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira