Umfjöllun: Höttur - Hamar 93-80 | Hvergerðingar enn án sigurs Pétur Guðmundsson skrifar 1. febrúar 2024 20:57 vísir/hulda margrét Höttur vann góðan 13 stiga sigur er liðið tóka á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-80. Leikur kvöldsins var í MVA höllinni og leikurinn fór líflega af stað. Liðin skiptust á að skora og minna um varnir. Dragos tók sig til um miðjan leikhlutann og skoraði 10 stig í röð fyrir Hamars menn og fyrir Hattarmenn var Adam Ásgeirsson á eldi og setti 12 stig. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22- 20. Í 2.leikhluta fóru Hattar menn aðeins að herða tökin. Aðeins hægðist á leiknum og það virtist henta Hattarmönnum betur. Sókarnýtingin batnaði og þeim tókst að setja varnirnar betur upp. Frank Kamgain var duglegur að reyna og keyrði mikið inn í miðjuna. Hattarmenn virðast hafa verið tilbúnir í það og náðu að loka vel á hann. Ragnar Nat fékk ekki úr miklu að moða og átti ekki svo auðvelt með að færa Nemanja og David Ramos, sem settir voru honum til höfuðs, mikið til. Höttur náði tökum á leiknum með jöfnu framlagi frá mörgum í sókn og náði að koma muninum upp í 15 stig fyrir hálfleikinn. 48 - 33 í hálfleik. 3.leikhluti byrjaði svo með frekar bitlausum sóknum, mikið upp og niður en skotin fóru ekki niður. Þessi hlaupaleikur hentaði Hamar betur og náðu þeir að minnka muninn í 7 stig um miðjan leiklutan í 51 - 44. Frank Kamgain og Dragos Diculescu voru potturinn og pannan í sóknarleik Hamars. Gustav Suhr-Jessen var líflegur fyrir Hött enn David Ramos var maðurinn fyrir Hött og var farin að taka step back þrista í hraðaupphlaupum og honum héldu hreinlega engin bönd. Staðan 70 - 53 eftir þrjá leikhluta. Í 4 leikhluta gekk Hamars mönnum lítið að klóra í bakkann og sigur Hattarmann svo sem aldrei í hættu. Markverðast var helst þegar stóru menn liðanna tókust á. Ragnar Nat hitti ekki á sinn dag og endaði með 5 stig, öll af vítalínunni og geigaði á nokkrum galopnum layupum undir körfunni. Nemanja notaði tækifærið og virtist taka út einhvern pirring á honum Ragnar með því að brjóta harkalega á honum undir lok leiks. Sem betur fer varð ekkert meira úr því og þeir félagar skildu ekki í illu. Höttur sigldi þessu sigri í höfn nokkuð þægilega Subway-deild karla Höttur Hamar
Höttur vann góðan 13 stiga sigur er liðið tóka á móti Hamri í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-80. Leikur kvöldsins var í MVA höllinni og leikurinn fór líflega af stað. Liðin skiptust á að skora og minna um varnir. Dragos tók sig til um miðjan leikhlutann og skoraði 10 stig í röð fyrir Hamars menn og fyrir Hattarmenn var Adam Ásgeirsson á eldi og setti 12 stig. Staðan eftir fyrsta leikhluta 22- 20. Í 2.leikhluta fóru Hattar menn aðeins að herða tökin. Aðeins hægðist á leiknum og það virtist henta Hattarmönnum betur. Sókarnýtingin batnaði og þeim tókst að setja varnirnar betur upp. Frank Kamgain var duglegur að reyna og keyrði mikið inn í miðjuna. Hattarmenn virðast hafa verið tilbúnir í það og náðu að loka vel á hann. Ragnar Nat fékk ekki úr miklu að moða og átti ekki svo auðvelt með að færa Nemanja og David Ramos, sem settir voru honum til höfuðs, mikið til. Höttur náði tökum á leiknum með jöfnu framlagi frá mörgum í sókn og náði að koma muninum upp í 15 stig fyrir hálfleikinn. 48 - 33 í hálfleik. 3.leikhluti byrjaði svo með frekar bitlausum sóknum, mikið upp og niður en skotin fóru ekki niður. Þessi hlaupaleikur hentaði Hamar betur og náðu þeir að minnka muninn í 7 stig um miðjan leiklutan í 51 - 44. Frank Kamgain og Dragos Diculescu voru potturinn og pannan í sóknarleik Hamars. Gustav Suhr-Jessen var líflegur fyrir Hött enn David Ramos var maðurinn fyrir Hött og var farin að taka step back þrista í hraðaupphlaupum og honum héldu hreinlega engin bönd. Staðan 70 - 53 eftir þrjá leikhluta. Í 4 leikhluta gekk Hamars mönnum lítið að klóra í bakkann og sigur Hattarmann svo sem aldrei í hættu. Markverðast var helst þegar stóru menn liðanna tókust á. Ragnar Nat hitti ekki á sinn dag og endaði með 5 stig, öll af vítalínunni og geigaði á nokkrum galopnum layupum undir körfunni. Nemanja notaði tækifærið og virtist taka út einhvern pirring á honum Ragnar með því að brjóta harkalega á honum undir lok leiks. Sem betur fer varð ekkert meira úr því og þeir félagar skildu ekki í illu. Höttur sigldi þessu sigri í höfn nokkuð þægilega