Alveg sama um hvaða liði kaupandi Arsenal-hússins haldi með Jón Þór Stefánsson skrifar 2. febrúar 2024 13:39 Í húsinu er að finna sérstakt herbergi tileinkað Arsenal. Frægt blátt hús við Aðalstræti 5 á Akureyri, sem hefur gjarnan verið kennt við enska fótboltaliðið Arsenal, er komið á sölu. Eignin er fjögurra herbergja sérhæð í steyptu tvíbýli og tæplega fimmtíu milljóna verðmiði er settur á það. Fasteignamatið er 47,5 milljónir og brunabótamatið er 55,8 milljónir. Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjallara og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara. Líkt og áður segir er húsið oft kennt við knattspyrnustórveldið Arsenal. Ástæðan er sú að húsið er uppfullt af minjagripum, varningi og öðrum munum tengdu Lundúnaliðinu, líkt og sjá má á myndum af fasteigninni. Þó að húsið sé að mestu leiti rautt að innan, þá er það blátt að utan. Í samtali við Vísi segir Sigfríð Ingólfsdóttir, mikill stuðningsmaður Arsenal og eigandi hússins, að sér sé alveg sama með hvaða liði í enska boltanum sá sem kaupir húsið haldi með. Blaðamaður tilkynnti Sigfríði að hann héldi sjálfur með Arsenal og hún brást við með því að spyrja hvernig stórleikur helgarinnar myndi fara. Blaðamaðurinn spáði því að Arsenal myndi bera sigur úr býtum. Sessunautur hans, sem heldur með Liverpool, sagði þá að blaðamaðurinn væri „ruglaður“. Blaðamaðurinn tilkynnti Sigfríði þessi ummæli Liverpool-sessunautarins. „Segðu að hann sé bilaður að halda með Liverpool,“ sagði hún og hló. Þá bætti hún við að þeir sem haldi með Liverpool séu stórskrýtnir. Sjálf spáir hún því að Arsenal vinni leikinn um helgina sem fer fram síðdegis á sunnudag. „Við vinnum þá. Já já. Ég er svo bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“ Arsenal er svo sannarlega í aðalhlutverki. Sigþrúði er samt alveg sama hvort kaupandinn verði Arsenal maður eða ekki. Í fasteignaauglýsingu segir einnig um Arsenal-húsið að úr því sé gott útsýni og að það sé skemmtilega staðsett í Innbænum á Akureyri. Eignin gæti verið sérstaklega spennandi fyrir ísunnendur, en það er staðsett við hlið ísbúðarinnar goðsagnakenndu Brynju. Eldhúsinnréttingin minnir hreinlega á Highbury, gamlan heimavöll Arsenal. Rúmfötin eru líka merkt Arsenal. Árið 2017 fór Arnar Björnsson fréttamaður ásamt tökuliði Stöðvar 2 í heimsókn til Sigfríðar í Arsenal-húsið. Í innslaginu, sem má sjá hér á neðan, var meðal annars minnst á heimiliskött sem var skýrður í höfuðið á knattspyrnustjóranum ástsæla Arsène Wenger, sem stýrði liðinu í 22 ár. Einnig var lögð áhersla á það að í húsinu væri að finna sérherbergi helgað Arsenal. Hús og heimili Enski boltinn Akureyri Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira
Fasteignamatið er 47,5 milljónir og brunabótamatið er 55,8 milljónir. Íbúðin skiptist í tvær forstofur, aðalinngang og bakdyrainngang, hol, tvöfalda stofu, tvö svefnherbergi, eldhús, baðherbergi auk sérgeymslu í kjallara og sameiginlegs þvottahúss og geymslurýmis í kjallara. Líkt og áður segir er húsið oft kennt við knattspyrnustórveldið Arsenal. Ástæðan er sú að húsið er uppfullt af minjagripum, varningi og öðrum munum tengdu Lundúnaliðinu, líkt og sjá má á myndum af fasteigninni. Þó að húsið sé að mestu leiti rautt að innan, þá er það blátt að utan. Í samtali við Vísi segir Sigfríð Ingólfsdóttir, mikill stuðningsmaður Arsenal og eigandi hússins, að sér sé alveg sama með hvaða liði í enska boltanum sá sem kaupir húsið haldi með. Blaðamaður tilkynnti Sigfríði að hann héldi sjálfur með Arsenal og hún brást við með því að spyrja hvernig stórleikur helgarinnar myndi fara. Blaðamaðurinn spáði því að Arsenal myndi bera sigur úr býtum. Sessunautur hans, sem heldur með Liverpool, sagði þá að blaðamaðurinn væri „ruglaður“. Blaðamaðurinn tilkynnti Sigfríði þessi ummæli Liverpool-sessunautarins. „Segðu að hann sé bilaður að halda með Liverpool,“ sagði hún og hló. Þá bætti hún við að þeir sem haldi með Liverpool séu stórskrýtnir. Sjálf spáir hún því að Arsenal vinni leikinn um helgina sem fer fram síðdegis á sunnudag. „Við vinnum þá. Já já. Ég er svo bjartsýn. Það þýðir ekkert annað.“ Arsenal er svo sannarlega í aðalhlutverki. Sigþrúði er samt alveg sama hvort kaupandinn verði Arsenal maður eða ekki. Í fasteignaauglýsingu segir einnig um Arsenal-húsið að úr því sé gott útsýni og að það sé skemmtilega staðsett í Innbænum á Akureyri. Eignin gæti verið sérstaklega spennandi fyrir ísunnendur, en það er staðsett við hlið ísbúðarinnar goðsagnakenndu Brynju. Eldhúsinnréttingin minnir hreinlega á Highbury, gamlan heimavöll Arsenal. Rúmfötin eru líka merkt Arsenal. Árið 2017 fór Arnar Björnsson fréttamaður ásamt tökuliði Stöðvar 2 í heimsókn til Sigfríðar í Arsenal-húsið. Í innslaginu, sem má sjá hér á neðan, var meðal annars minnst á heimiliskött sem var skýrður í höfuðið á knattspyrnustjóranum ástsæla Arsène Wenger, sem stýrði liðinu í 22 ár. Einnig var lögð áhersla á það að í húsinu væri að finna sérherbergi helgað Arsenal.
Hús og heimili Enski boltinn Akureyri Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Fleiri fréttir Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Sjá meira